Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 53

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 53
Þórhildur Eiharsdóttir / fjármál / Allt er best í hófi » Mikið hefur verið rætt um nýju íbúðalánin síóan þau voru kynnt til sögunnar síóla síðasta sumars og Ijóst að þau hafa hrundið af stað miklum breytingum á fasteignamark- aðinum. Viðskipti með fasteignir hafa stóraukist og fasteignaverð hækkaó. Ýmsir hafa þó lýst áhyggjum af aukinni skuldsetningu heimilanna í kjölfarið og er því ekki úr vegi að tæpa á nokkrum atrióum sem vert er aó hafa í huga við töku lána. Gríðarlegar breytingar hafa oróið á islenskum fjármálamarkaði síð- ustu árin og fjármögnunarmöguleikum fyrir fyrirtæki og einstak- Linga fjöLgað mikió. Þá hafa vextir lækkað og Ljóst að margir hafa nú þegar endurfjármagnaó eLdri og óhagstæðari Lán, auk þess sem margir eru enn að íhuga þann möguLeika. Þá hefur síðustu árin færst í vöxt að einstaklingar taki Lán í erLendri mynt enda vextir er- Lendis töluvert Lægri en hér á Landi, þrátt fyrir að vextir hafi Lækk- að mikið síðustu árin. Það að vextir skuLi vera að Lækka og Lána- möguLeikum að fjölga er vissulega fagnaóarefni en þó er vissara að ganga hægt um gleðinnar dyr þar sem ýmsir þættir geta breyst á lánstím- anum. Ber þar heLst aó nefna verðbóLgu og þróun erLendra gjaldmiðla en óhagstæð þróun þessara þátta getur sett veru- Legt strik í reikninginn hjá þeim sem eru mikió skuldsettir. Verðbólgan varasöm Þó svo að verðbóLga hafi að ölLu jöfnu verið Lág síðustu árin, á biLinu 2 - 4% þá getur hún aukist mjög á skömmum tima. Þarf ekki að teita Lengur en tiL ársins 2001 þegar verð- bóLga mæLdist rétt tæp 9%. Verðbólgan skiptir íslensk heimiLi miklu máli enda fasteignalán að mestu verðtryggó. VerðbóLga hefur aukist síðustu mánuði og mæLdist 4,5% í febrúar. SeðLabankinn er mjög á varðbergi gagnvart þessari þróun en það er eitt mikiLvægasta hLut- verk hans að hatda veróbólgu niðri og stuðta þannig að stöðugLeika í efnahagsmálum. Gengisbundin lán Mismunandi Lán henta hverri fjárfestingu fyrir sig. Þannig Lágmark- ar maður tiL að mynda áhættuna með því að taka lán í sömu mynt og tekjurnar sem notaðar eru til að greiða Lánið. Þess vegna er skynsamLegt fyrir útfLutningsfyrirtæki að taka lán í ertendri mynt. Það hefur færst mjög í vöxt síóustu misserin að bítar séu keyptir með gengisbundnum Lánum og eru þá tekin svoköLLuð myntkörfután tiL nokkurra ára og virðast þau Lán geta verið hagstæð þegar Litið er tiL vaxta. Vextir eru umtaLsvert lægri víða erLendis en hér á Landi. Það er þó ekki tiLviLjun eins og fóLk virðist stundum vilja álykta. Vextir á milli Landa ráðast meðal annars af væntingum um hlutfaLLs- Legar breytingar á mynt þessara landa, sem aftur ræðst af hagvexti og verðbóLguhorfum. Vextir víða erLendis hafa verið í söguLegu Lág- marki síðustu tvö ár en eru teknir að hækka með auknum hagvexti í viókomandi löndum. Þá hefur gengi verió mjög sterkt að undanförnu og raunar sterkar en fLestir sérfræðingar teLja að fái staðist síðustu misserin. Því hafa gengisbundin lán komið veL út. SveifLur í gengi geta hins vegar oróið miklar á skömmum tíma og varð sú þróun árið 2001 að krónan veiktist um rúm 30% á einu ári. í þannig ár- ferói getur greiðsLubyrði aukist veruLega og því varasamt fyrir ís- Lensk heimili að vera með stóran hluta Lána í erLendri mynt. Þó er annað að taka sLík Lán tiL fast- eignakaupa en bíLakaupa þar sem fasteignaLán eru yfirLeitt tiL það Langs tíma að Lánið ætti að geta komió veL út á heildina litið þó svo að mikLar sveifLur geti orðið á greiðslubyrði. Hins vegar eru bifreiðakaup yfirleitt til skemmri tíma og þar með eykst hættan á því að þegar lánið er greitt upp að fuLLu geti gengisþróun verið lán- taka mjög óhagstæð. Lán getur orðið ólán Lán eru þess eðlis að þaó er bæði fyrirhöfn og kostnaður sem fyLg- ir þeim, þannig að ekki er tjaldað til einnar nætur í þeim efnum. Nægir þar að nefna til stimpiLgjöLd og lántökukostnað. FjármáLa- stofnanir taka kostnað af lántaka kjósi hann að greiða upp lánið fyrir lok Lánstíma og eru dæmi þess að einstaka bankar taki 0,2% uppgreiósLugjaLd fyrir hvert ár sem eftir er af líftíma Lánsins. Þá ber ekki síst að hafa í huga að fara sér hægt í Lántökum og ekki vaná- ætLa greiðsLubyrði þegar þróun ytri þátta er óhagstæð. Því eins og ég heyrði Jón Gnarr segja svo ágætLega í þætti á gamlársdag þá getur lán hæglega breyst í óLán. Það að vextir skuli vera að lækka og lánamöguleikum aö fjölga er vissulega fagnaðarefni en þó er vissara aö ganga hægt um gteðinnar dyr þar sem ýms- ir þættir geta breyst á lánstím- anum. Ber þar helst að nefna verðbólgu og þróun erlendra gjaldmiöla vera / 1. tbl. / 2005 / 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.