Þjóðmál - 01.06.2010, Síða 24

Þjóðmál - 01.06.2010, Síða 24
22 Þjóðmál SUmAR 2010 Williams Fall þá stóð þessi fundur yfir í rúma klukkustund og hafi bankinn sýnt fram á að hann gæti greitt allar skuldir sem fyrirsjáanlegt væri að standa þyrfti skil á, kæmi til fyrirgreiðsla Seðlabanka Íslands .23 Gunnar Haraldsson, formaður stjórnar Fjár­ málaeftirlitsins, sagði þetta rangt í samtali við blaðamann Fréttablaðsins . Um þetta mælti Gunnar: „Ég fullyrði að þetta er ekki rétt og mér finnst mjög skrýtið ef aðilar, sem telja sig hafa góðar heimildir um atburðarásina, halda þessu fram . Það setur að mér ugg yfir þessu .“ Þá kvaðst Steingrímur J . Sigfússon fjármálaráðherra ekki heldur kannast við umræddan fund á laugardeginum .24 Ljóst er þó að umræddur fundur átti sér stað . Til er skyggnusýning dagsett 7 . mars 2009, þar sem farið er yfir helstu þætti í rekstri Straums og hvað við blasi, en það er sú kynning sem lögð var fram á fundi stjórnenda Straums með embættismönnunum . Þar kemur fram að bankinn hafi staðist ströngustu álagspróf og sé vel fjármagnaður, en þó hafi útstreymi af reikningum félagsins á umliðnum dögum leitt til tímabundinna erfiðleika við greiðslu afborg­ ana af lánum . Að mati stjórnenda Straums var til mikils að vinna að halda áfram starfsemi bankans, verðmæti færu ella forgörðum og fall bankans myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir orðspor Íslands á alþjóðavettvangi . Bankinn væri íslenskur fjárfestingabanki sem starfaði á al þjóðlegum markaði og eina fjármálafyrirtæk­ ið sem enn væri skráð í Kauphöllinni . Eftir að viðskiptabankarnir féllu væri Straumur mjög mikilvæg gátt íslenskra fyrirtækja í samskiptum við umheiminn . Hluthafar væru alls um tuttugu þúsund og starfsmenn 597 á tíu skrifstofum víðs vegar um Norðurálfu, þar á meðal 120 á Íslandi . Eigið fé næmi um sjö hundruð milljónum evra og eiginfjárhlutfall væri yfir nítján af hundr­ aði . Áætlanir gerðu ráð fyrir að með eignasölu myndi eiginfjárhlutfallið hækka stig af stigi . Þá þegar á öðrum ársfjórðungi myndi það fara upp í 21 prósent, yrði komið upp í 24 prósent á þeim fjórða og á öðrum ársfjórðungi 2010 væri 23 Sama heimild . 24 „Straumur gagnrýnir FME .“ Fréttablaðið, 10 . mars 2009 . það orðið 28 af hundraði . Stjórnendur Straums töldu að mikið væri í húfi fyrir íslensk stjórnvöld og rétt væri að þau kæmu að bankanum með fjárframlagi að upphæð hundrað milljónir evra og ríkissjóður myndi eignast 39,9 prósenta hlut í félaginu . Þá tæki ný stjórn við og nýr stjórnarformaður yrði skipaður .25 Svein Harald Øygard telur að það hefði verið óviðeigandi að ríkið gerðist hluthafi í Straumi . Til að mynda í ljósi þess að yfirgnæfandi meiri­ hluti starfsmanna væri erlendur og staðsettur erlendis og 89% útlána til erlendra aðila . Það væri því fjarri lagi að tala um íslenskan banka auk þess sem bankinn hefði að hans mati notið of mikillar fyrirgreiðslu fram að þessu . Þá hefði falist í því mismunun gagnvart öðrum fjármálastofnunum að ríkið gerðist hluthafi í Straumi . Kveðst Svein Harald hafa látið þessa afstöðu sína í ljósi á fundinum á laugardeginum og enn fremur sagt að hann réði fjármálaráðherra frá því að ríkið gerðist hluthafi í bankanum .26 Klukkan 18:00 á laugardeginum höfðu þeir Fall og Jack enn á ný samband við Bretana og tilkynntu þeim að ekkert væri að frétta af framvindu málsins eftir samræður við fulltrúa hinna ýmsu stofnana . Klukkustund síðar átti William Fall símtal við Steingrím J . Sigfússon fjármálaráðherra . Fjármálaráðherra hafði lítið um málið að segja, en kvaðst hafa fengið upplýsingar um málið frá ráðgjöfum sínum sem hefðu tjáð sér að farin yrði sú leið er henta myndi Íslandi best .27 Fall hafði einnig hug á að ná símasambandi við Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra, en það tókst ekki . Steingrímur gat staðfest við blaðamann Fréttablaðsins að þetta samtal hefði átt sér stað . Hins vegar kvaðst hann ekki kannast við að hafa sagt Fall í þessu samtali að ráðgjafar sínir hefðu lagt til að bankinn yrði þjóðnýttur, en heimildarmenn blaðsins innan Straums munu hafa fullyrt svo . Sagðist Steingrímur aðeins hafa hlýtt á viðhorf Fall, en engu 25 Saving Straumur . Skyggnusýning Williams Fall á stöðu Straums fyrir Seðlabanka, 7 . mars 2009 . 26 Svein Harald Øygard, viðtal 17 . desember 2009 . 27 William Fall, viðtal 21 . september 2009 .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.