Þjóðmál - 01.06.2010, Page 40

Þjóðmál - 01.06.2010, Page 40
38 Þjóðmál SUmAR 2010 ingi kunna menn að skipa málum öðruvísi en síðari tíma menn kunna að mæla með, þegar þeir horfa til baka úr rólegri framtíð og geta velt hlutum fyrir sér fram og til baka . Samkvæmt 13 . gr . laga nr . 142/2008 skulu nefndarmenn gefa þeim, sem greinin tekur til, hæfilegan frest til að gera skriflegar athuga­ semdir við afstöðu nefndarmanna og laga­ túlk un . Ekki eru efni til að túlka þennan rétt á annan veg en sem almennan andmælarétt, sbr . stjórnsýslulög . Styðst sá skilningur meðal annars við greinargerð með frumvarpi að lögum nr . 142/2008, en af henni er ljóst að átt er við hefðbundinn andmælarétt, enda er gert ráð fyrir að athugasemdirnar kunni að leiða til þess að nefndarmenn breyti afstöðu sinni og falli eftir atvikum frá gagnrýni sinni . Eins og áður er rakið barst bréf nefndarinnar allnokkru eftir að lögákveðinn lokafrestur nefndarinnar til að skila endanlegri gerð skýrslu sinnar rann út, og hvað þá frestur nefndarinnar til að beita ákvæðum 13 . gr . laganna gagnvart einstaklingum . Í bréfinu, sem barst á heimili mitt að kvöldi 8 . febrúar, var mér gefinn frestur til kl . 16:00 hinn 19 . febrúar, til að nýta framangreindan andmælarétt, og sérstaklega tekið fram að annars yrði ekkert tillit tekið til athugasemda minna . Nefndin tilkynnti síðan opinberlega að hún hefði sent ellefu öðrum einstaklingum sambærilegt erindi, sem og það að hún hygðist ljúka verki sínu endanlega eigi síðar en í lok þessa sama febrúarmánaðar . Má af því ráða að nefndin ætlaði sér í hæsta lagi níu daga frá því andmæli bærust henni til að ljúka verki sínu endanlega og þar sem ætla mátti að allur ytri frágangur ritsmíðarinnar væri þar talinn með, mátti ætla að tíminn væri skemmri en það . Þegar þetta blasir við, kynnu margir að ætla að með bréfi því sem ég og fleira fólk fékk í síðustu viku, hafi í raun ekki staðið til að veita andmælarétt heldur eingöngu að uppfylla skilyrði 13 . gr . nefndarlaganna . Því vil ég helst ekki trúa að óreyndu . Ljóst er þó, að til þess að borgari njóti í raun andmælaréttar verður að vera tryggt að andmælin verði tekin til raunverulegrar skoðunar, af aðila sem ekki hefur áður endanlega gert upp sinn hug til mál efnisins . Fara verður fram á, að þau atriði sem fram koma í andmælunum verði hvert um sig vegin og metin efnislega og tekin til greina að hverju því leyti sem þau ekki verða hrakin með sterkari sjónarmiðum sem þá séu studd við skýran og ótvíræðan lagagrundvöll en ekki geðþótta . Hyggist nefndin, eða ein­ stak ir nefndarmenn, sbr . niðurlag 5 . gr . nefnd ar laganna, ekki taka einstök andmæli til greina, verður að gera kröfu til þess að slík niður staða verði útskýrð og studd viðhlítandi laga grunni . Verður hún augljóslega ekki byggð á öðru en því sem fram kemur í bréfi nefnd­ arinnar 8 . febrúar og ekki verða aðrar laga­ túlkanir hafðar í frammi af henni en þar hafa komið fram, sbr . 13 . gr . nefndarlaganna, en í greinargerð segir um þá grein, að sé afstaða nefndarinnar til einstakra álitamála reist á lagatúlkun þá sé nefndinni rétt að reifa þá lagatúlkun í bréfinu . Þá vek ég athygli á því, að í greinargerð segir einnig um 13 . gr . laganna, að nefndin skuli gefa einstaklingum kost á að gera athugasemdir ef nefndin „íhugar“ að setja fram það „mat“ í skýrslu sinni til alþingis, að hlutaðeigandi einstaklingi „hafi hugsanlega orðið á mistök“ . Er hér ljós sá skilningur, að þeir einstaklingar sem bréfið fá, skuli þar ekki standa frammi fyrir ákveðnum hlut heldur eingöngu atriðum sem til íhugunar séu, og að fullt tillit verði tekið til andmæla þeirra og þau hafi áhrif á niðurstöður nefndarinnar, hvort sem er hennar í heild eða einstakra nefnd­ armanna . Andmælaréttur er stór hluti af þeirri grunnreglu stjórnsýsluréttarins sem nefnd er rannsóknarregla . Sé andmælaréttur ekki virtur, og séu andmæli ekki tekin til efnislegrar og óhlutdrægrar skoðunar, eftir atvikum með frekari athugun málavaxta, eru grunnreglur stjórnsýsluréttarins brotnar . Sést berlega af athuga semdum með frumvarpi til laga nr . 142/2008 að nefndinni var ætlað að fylgja þessum grunnreglum og skyldi engan undra . Sá örskammi tími sem nefndarmenn ætla sér til lokafrágangs ritsmíðar sinnar, að fengn­ um andmælum tólf einstaklinga, gefur ekki sér staklega góðar vonir um raunverulegt innihald þess andmælaréttar sem umræddir ein staklingar þó ómótmælanlega eiga . Þá vek­
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.