Þjóðmál - 01.06.2010, Page 56

Þjóðmál - 01.06.2010, Page 56
54 Þjóðmál SUmAR 2010 ings fyrir ógætilegri hegðan, að bankastjórnin hefði frá því snemma árs 2008 lýst þungum og vaxandi áhyggjum af stöðu bankanna . Þetta er rétt, en var á hinn bóginn fjarri því að vera í fyrsta sinn . Þá hefur Stefán Svavarsson, einn fremsti endurskoðandi landsins, bent á að alls ekki megi rugla saman fjármögnunarþröng og jafnvel fjármögnunarhruni við eignahrun (Sjá grein í viðskiptablaði Morgunblaðsins, 15 . október 2009) . Þótt starfsemi banka kynni þannig að stöðvast vegna þess að endur fjár­ mögnun næst ekki, þá þurfi það ekki að þýða að eignir standi ekki fyrir sínu, hafi þær verið réttilega metnar . Í þessu felst að hafi mat Fjár­ mála eftirlitsins og þeirra stóru alþjóðlegu end ur skoðunarskrifstofa, sem endurskoðuðu bank ana, verið rétt, hefði Seðlabankanum ekki verið rétt eða stætt á að líta svo á að bankarnir stæðu ekki undir þessum veðum og ríflega það . Raunar lýstu ráðherrar því oft yfir opinberlega, bæði hér á landi og erlendis, að þeir treystu því að Seðlabanki Íslands yki stuðning við innlenda lausafjárstöðu bankanna, eins og allir aðrir seðla bankar væru að gera um þær mundir, eins og það var gjarnan orðað . En þar sem nefndin gerir þetta mál að sínu fyrsta og hefur það svo fyrir ferðarmikið í bréfi sínu, þótt ekki geti þetta mál á nokkurn hátt hafa stuðlað að falli bank­ anna, nema síður sé, þá er óhjákvæmilegt að gera frekari grein fyrir því . Nefndin virðist velta fyrir sér, að þrátt fyrir breytta forgangsröðun krafna hefði Seðla­ bank inn getað tryggt stöðu sína með því að sækjast eftir góðum skuldabréfum, í stað þess að treysta ábyrgðum þriggja stærstu við­ skiptabanka landsins, með árs reikninga og árs ­ fjórðungsreikninga sem endurskoð unar skrif­ stofur af alþjóðlegum stærðum staðfestu að væru réttir, sýndu trausta eignastöðu og svim­ andi mikinn hagnað fram á mitt ár 2008 . Slík eftiráspeki hefur einnig komið fram hjá stór­ yrtum hagfræðingum, reyndar að hluta hinum sömu og kröfðust þess að Seðlabankinn yki útlán til bankakerfisins í september 2008 . Þessi „hugleiðing“ nefndarinnar virðist ekki taka neitt mið af því hvaða aðstæður voru uppi síðasta eitt og hálfa árið fyrir hrun bankanna . Allir seðlabankar, sem eitthvað gátu, voru um þær mundir að rýmka kröfur sínar um veð og gæði þeirra . Ef Seðlabanki Íslands hefði einn banka þrengt kröfur sínar um veð við þessar aðstæður til þess að hann sjálfur tæki litla eða enga áhættu af tilraunum til að fleyta eigin bankakerfi í gegnum brimskaflana þá hefði með réttu mátt áfellast bankastjórnina og velta fyrir sér eftir á hvort hann hefði átt þátt í að flýta falli íslenska bankakerfisins . Lýsingar á þeirri rýmkun veðkrafna sem fram fór hjá öðrum seðlabönkum getur nefndin fengið úr skýrslu Alþjóðagreiðslubankans frá febrúar 2008 og skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá febrúar 2009 og fleiri skýrslum hans . En hvað þá um spurninguna um að fá fleiri tryggingar frá bönkum og fjármálastofnunum? Í ljósi smæðar markaðarins og sterkrar láns hæfiseinkunnar var því í hæsta máta eðlilegt að skuldabréf íslensku bankanna væru lögð fram sem tryggingar í viðskiptum við Seðlabankann . Hefði Seðlabankinn á þessum tíma sett tak mark anir á notkun þeirra í viðskiptum hefði það valdið óróa um allan heim . . . Fjármagnsmarkað ir lokuðust á íslensku bankana haustið 2007 . Hefði á þeim tíma eða á mánuðunum á eftir verið gripið til aðgerða sem drægju gæði bréfa bankanna í efa sem tryggingar hefði það jafngilt því að Seðlabankinn tæki bankana af lífi . Ótryggð ar lánalínur þeirra hefðu lokast þegar í stað og einnig öll önnur fjármögnun sem tryggð var með skuldabréfum íslensku bankanna .
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.