Þjóðmál - 01.06.2010, Side 80

Þjóðmál - 01.06.2010, Side 80
78 Þjóðmál SUmAR 2010 hafi verið brotin eða ekki eru ekki orðuð í hugleiðingum nefndarinnar . 6 Í þeim „athugasemdum“ sem settar eru fram í 6 . tölulið er ekki fremur en áður gerð grein fyrir því að talið sé að bankastjórnin hafi brotið gegn þeim lögum og reglum sem Alþingi lagði mesta áherslu á að kannað yrði . Þá er fyrst og fremst verið að líta til þess hvort „erindi“ Glitnis hafi verið með þeim hætti að til þess taki stjórnsýslulög nr . 37/1993 . Og ef hvergi var gegn þeim brotið, hvort þá megi ekki finna sér hald í hinum óskráðu réttarreglum sem fræðimenn myndu kalla meginreglu stjórn sýsluréttarins . Nú er það svo, að þótt vís bendingar væru uppi um að reyna kynni innan skamms tíma á reglur seðlabanka um þraut avaralán, þá var slíkt erindi aldrei borið form lega upp við Seðlabankann . Það voru hins vegar þreifingar sem bentu til að slíkt erindi kynni að berast formlega ef grundvöllur væri fyrir því . Bankaráð Glitnis hafði ekki, svo mér væri kunnugt, samþykkt að senda formlegt erindi um þrautavaralán til Seðlabankans . Ef það hefði verið gert á virkum degi í síðustu viku september hefði þegar í stað orðið að stöðva viðskipti með öll bréf er vörðuðu Glitni banka í Kauphöllinni . Það hefði haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir allt bankakerfið . Þá hefði legið fyrir ákvörðun sem sýndi að bankinn væri kominn í þrot, án þess að nokkur ákvörðun gæti legið fyrir um hvort eða hvernig stjórnvöld ætluðu að bregðast við . Sömu áhrif hefði það haft ef það hefði spurst út að Seðlabankinn hefði gert virka viðbragðsáætlun, kallað saman fjölmennan starfshóp, kallað menn heim úr sumarleyfi vegna þess að fram væri komin beiðni um þrautavaralán hjá bankanum . Það kann að vera ástæðan fyrir því að ekkert slíkt formlegt erindi var borið upp við Seðlabankann og ekki samþykkt í bankaráði Glitnis, svo mér sé kunnugt . Þannig að slíkt erindi var ekki formlega til meðferðar og því er ekki hægt að vera með þær vangaveltur um stjórnsýslulega meðferð sem nefndin gerir í þessum tölulið . Eina formlega ákvörðunin sem taka þurfti var ákvörðun ríkisstjórnarinnar, og hún var svo sannarlega ívilnandi . Mér þykir ósennilegt að finna megi aðra ákvörðun sem ívilni meir einka­ fyrirtæki af hálfu hins opinbera en þarna stóð til að gera . Hæstaréttardómurinn sem nefndin vitnar til í þessum kafla einum, geymir örstuttar hugleiðingar um fágaða stjórnsýslu . Eiga þær ekki við um það viðfangsefni, sem nefndin orðar í þessum tölulið . 7 Í 7 . tölulið gætir enn þeirrar viðleitni nefnd­ar innar, sem gengur þvert á lög, sam starfs­ samninga, áminningar umboðsmanns Alþingis og ritverk fræðimanna, að gefa til kynna að Seðlabankanum hafi verið rétt að ganga inn í skýran verkahring Fjármálaeftirlitsins og í þetta sinn með vísun til lagagreinar sem átti að auðvelda Seðlabankanum að safna upp­ lýs ingum sem áttu að gagnast honum á hans verk sviði, fyrst og fremst hagsýslugerðar eins og sést þegar greinin í heild er skoðuð . Margreynt var að bankarnir samþykktu ekki að þessi lagagrein dygði bankanum til að afla sér tækra upplýsinga eftir sínum hentugleikum og myndu margir segja að hér sé lagt til að laga heimild sé í raun misnotuð með oftúlkun langt umfram orð hennar og efni . Þá er þess að geta að eftir að beiðni um þrautavaralán og síðar um lán á hluta gjaldeyrisvarasjóðsins lá í loftinu, hélt bankastjórnin fundi með yfirmönnum Fjármálaeftirlits þar sem farið var yfir þá kosti sem fyrir hendi væru . Vafalaust hlýtur að vera að Fjármálaeftirlitið, sem gat eitt farið og sótt þær upplýsingar sem um var að tefla, ef að bankar þumbuðust við að veita þær, hefði aðvarað Seðlabankann ef þar væri hætta á ferðum . Þess utan var engin ástæða til É g hef einnig efasemdir um að skortur á notkun þess tiltekna eyðublaðs, sem nefndin getur sérstaklega um, hafi haft veruleg áhrif á örlög íslensku bankanna .
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.