Þjóðmál - 01.06.2010, Page 86

Þjóðmál - 01.06.2010, Page 86
84 Þjóðmál SUmAR 2010 o .s .frv ., en hér gefst ekki rúm til að gera nánari grein fyrir nei­þýðir­já­lögmálinu . Um það fjallaði ég raunar í greinaflokki í Mogganum sem nefnist „Öfugmælavísa“ (nú á bloggsíðu minni) fyrir mörgum árum . En víkjum að lokum að fyrirsögn þess arar greinar . Á að refsa þeim? Þriðja ríki Hitlers drukknaði í blóði . Það var upprætt og forkólfarnir dregnir fyrir rétt . Stuðn ings menn þess hafa farið með veggjum síðan, en eru þó enn ofsóttir, þótt þeir sem þá voru unglingar séu nú örvasa gamalmenni . Þar talar enginn um „fortíðarhyggju“ . Allt öðru máli gegnir um þá sem studdu hina alræðis­ kúgarana og þjóðarmorðingjana . Þeir hafa þó valdið enn miklu meiri hörmungum í nærfellt öld en nasistar komust yfir á tólf ára valdaskeiði sínu . Ég væri þó í rauninni jafnvel tilbúinn til að láta kyrrt liggja og stroka yfir sögu 20 . aldar að mestu leyti, ef ekki væri vegna grundvallar­ þáttar í háttalagi vinstri manna sem greinir þá alfarið frá svonefndum „hægri“ mönnum . Þeir hafa tekið út patent á öllu því góða í lífinu og það sem meira er, þeir hafa komist að mestu upp með það óáreittir . Fyrrverandi stuðningsmenn Hitlers hafa aldrei verið orðaðir við „lýðræðis­“ eða „friðarbaráttu“ . Enn síður hafa liðsmenn nasista talið sig sérstaklega útvalda til að hafa forystu um „mannréttindabaráttu“ . Þeir virðast að minnsta kosti kunna að skammast sín . Það kunna íslenskir stuðnings­ og jámenn alræðiskúgunarkerfis kommúnista hins vegar alls ekki . Á þeim er engan bilbug að finna . Nú eru þeir meira að segja búnir að stofna „mann­ réttindaráðuneyti“ . Enginn virðist sjá neitt athugavert við það . Þeir fara ótrauðir sínu fram og enginn virðist sjá neitt athugavert við „lýðræðis­“ og „mannréttinda“­bröltið nema kannski ég . Skiptir sagan máli? Skiptir fortíðin yfirleitt máli? Á ekki að strika alveg yfir hana og byrja upp á nýtt? Skiptir sú blákalda staðreynd máli að ýmsir þeirra sem nú fara með æðstu völd og embætti í landinu voru þar til fyrir fáeinum árum ákafir stuðnings­ og jámenn einhverrar algerustu og miskunnarlausustu kúgunar líkama og sálar sem dæmi eru um í gjörvallri mannkynssögunni, þar á meðal félagar í sérstökum „vináttufélögum“ við blóði drifnar harðstjórnir? Þennan stuðning er þrátt fyrir allt hægt að skilja og jafnvel fyrirgefa . Ég væri reyndar tilbúinn að gleyma þessu öllu ef ekki væri „lýðræðis­“ og „mannréttinda“­hjalið . Því mun ég ekki gleyma og seint fyrirgefa . Fyrir það ætti að refsa þeim . Þeir ættu a .m .k . að þegja . Frjálshyggja og sósíalismi, eða stjórn­ lyndi, eru helstu andstæður í stjórn málum 20 . aldar og milli þessara stefna er hyldýpi . Einn af fyrstu hugsuðum sósíalismans, Henri de Saint­Simon, sagði að með þá sem ekki hlýddu áætlunum hans yrði „farið eins og kvik fénað“ . Guð feður sósíalismans töldu ein­ stakl ings frels ið, þar með talið tjáningarfrels­ ið, eitthvert mesta böl 19 . aldarinnar . Síðan þá hafa sósíal istar víða um lönd tekið upp nöfn frjáls lyndra flokka og farið að boða frelsi en undir niðri býr hugmyndafræði sem er andstæð frelsi einstaklingsins . Það vill einnig gleymast að þau mann úðar­ sjónarmið sem sósíalistar boða eiga upp runa sinn í einstaklingshyggju og verða ein göngu framkvæmd við þjóð skipu lag sem byggist á einstaklingshyggju . Sósíalískt þjóðskipulag hefur hvarvetna leitt til þess að valdhafarnir þurfa að taka sér alræðisvald til að ná settum mark miðum . Þá verður til sérkennilegt siðferði þar sem einstaklingurinn fær ekki að hlýða sam­ visku sinni eða beita eigin hyggjuviti . Við slíkar aðstæður verður eina siðareglan sú að tilgangurinn helgi meðal ið, að minni hags­ munir einstaklingsins þurfi að víkja fyrir meiri hagsmunum „heildarinnar“ . Við aðstæður sem þessar er samviskulausum mönnum opin greið leið upp virðingarstigann . Einn af merkustu hugsuðum síðustu aldar, Friedrich von Hayek, orðaði það svo að lýðræðis­ sinnaður stjórnmálamaður, sem færi að skipu leggja atvinnulífið, stæði brátt frammi fyrir valinu um að taka sér einræðis vald eða gefast upp .
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.