Þjóðmál - 01.06.2010, Page 88

Þjóðmál - 01.06.2010, Page 88
86 Þjóðmál SUmAR 2010 Atli Harðarson Um Karl Popper Undir lok árs 2008 gaf Heimspekistofnun Háskóla Íslands út bók sem heitir Ský og klukkur og inniheldur þýðingu Gunnars Ragnarssonar á nokkrum ritgerðum eftir Karl Popper . Bókin, sem er 235 blaðsíður að lengd, er vönduð og góð kynning á heimspeki Poppers og þýðingin er, eftir því sem ég best fæ séð, nákvæm og til fyrirmyndar .1 Hver var Karl Popper? Popper var einn af frumlegustu og merk­ustu heimspekingum síðustu aldar . Hann fæddist í Vínarborg árið 1902 . Fjölskylda hans var af gyðingaættum en kristinnar trúar . Hann lauk doktorsprófi í heimspeki árið 1928 og 6 árum síðar, 1936, var hans þekktasta verk Logik der Forschung gefið út . Ensk þýðing kom 1 Við lestur bókarinnar rakst ég þó á 2 ritvillur . Önnur er í 3 . línu neðanmálsgreinar á síðu 82 og hin í 3 . línu á síðu 190 . Á stöku stað fylgir Gunnar orðalagi frumtexta af óþarflega mikilli nákvæmni að mér finnst . Þetta spillir þýðingunni þó ekki svo heitið geti nema e .t .v . á einum stað, þ .e . á síðu 128 þar sem „antediluvian“ er þýtt sem „fyrirflóðsmaður“ . Ósennilegt er að lesandi sem ekki veit hvernig orðið „antediluvian“ er notað átti sig á hvað „fyrirflóðsmaður“ þýðir . Þarna hefði e .t .v . verið betra að nota íslenskt orðalag sem er venjulegt að hafa um forneskjuleg viðhorf eða e .t .v . eitthvað á borð við „eins og forngripur síðan fyrir Nóaflóð“ . út aldarfjórðungi síðar undir nafninu The Logic of Scientific Discovery . Árið 1937 flutti Popper til Nýja­Sjálands enda taldi hann sér ekki óhætt í Austurríki vegna upp gangs nasista . Á Nýja­Sjálandi ritaði Popper annað af sínum þekktustu verkum The Open Society and Its Enemies . Hann hafði fylgst með uppgangi fasisma og kommúnisma og hvernig frjáls mann legir samfélagshættir í Evrópu áttu í vök að verjast og í þessu tveggja binda verki reyndi hann að rekja pólitíska hugmyndafræði sem var andstæð einstaklingsfrelsi og lýðræði til kenn inga Platons (427–347 f . Kr .), Georgs Hegel (1770–1831) og Karls Marx (1818–1883) . Popper flutti til Englands árið 1946 . Frá 1949 til 1969 var hann prófessor í rökfræði og vísindalegri aðferðafræði við London School of Economics og síðan prófessor emeritus við sömu stofnun til dauðadags árið 1994 . Meðal merkustu bóka sem Popper samdi eftir að hann var sestur að á Englandi má nefna tvö ritgerðasöfn sem fjalla að miklu leyti um vísindaheimspeki: Conjectures and Refutations: The Growth of Scientific Knowledge sem út kom 1963 og Objective Knowledge: An Evolutionary Approach sem út kom 1972 . Einnig er vert að nefna sjálfsævisögu hans Unended Quest; An Intellectual Autobiography frá árinu 1976 og bókina The Self and Its Brain: An Argument for Interactionism sem út kom 1977 og Popper ritaði í samvinnu við ástralska
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.