Þjóðmál - 01.06.2010, Page 107

Þjóðmál - 01.06.2010, Page 107
 Þjóðmál SUmAR 2010 105 farinn, enda býðst honum ráðherraembætti við næstu stjórnarskifti . Fyrst á að gera hann að flotamálaráðherra, þó að hann hafi aldrei stigið fæti á skipsfjöl . Hann þverneitar að taka við þeirri stöðu, og er þá falið annað ráðherraembætti, sem hann treystir sér betur til að gegna . Þá er hann kemur í fyrsta sinn í skrifstofu sína í ráðuneytinu sitja fyrir honum tuttugu ungir menn, sem allir vilja verða deildar­ stjórar hjá honum . Allir hafa þeir meðferðis öflug með mælabréf frá mikilsmegandi kunn ­ ingjum hans eða kjósendum . Hann getur ekki gert tuttugu mága að einni dóttur, en þorir hins vegar ekki að skjóta skollaeyrum við meðmælunum . Það verður því fangaráð hans, að einn umsækjandann gerir hann að deildarstjóra, annan að undirdeildarstjóra, þriðja að skrifstofustjóra, fjórða að undir­ skrifstofustjóra, fimmta að auka skrif stofu­ stjóra, en hinir fimmtán verða allir aðstoð­ armenn . Síðan er gert hvert áhlaupið á hann á fætur öðru . Þingmenn leggja fyrir hann skrá yfir menn, sem eiga að koma til greina við embættaveitingar, og aðra yfir þá, sem ekki mega koma til greina . Hann gerir tilraun til að leggja niður nokkur óþörf embætti, en þá er honum sýnt í tvo heimana . Þingmenn úr báðum deildum, hér aðastjórnir og bæja­ stjórnir, borgastjór ar, – allir, sem vettlingi geta valdið, rísa á fætur til þess að mótmæla slíkum endemum, eins og heill og heiður föðurlandsins væri í veði . Örðugasta verkefni ríkisráðsfundanna er að ráða fram úr, hvernig synda skuli milli skers og báru í þingsalnum, hvernig fyrirspurnum skuli svarað eða þeim afstýrt, hvernig auka skuli við eða stýfa frumvörpin, svo að meiri hlutinn fáist til að fylgja þeim . Málefni ríkisins eru aldrei þyngsta áhyggjuefni ráðu neytisins, heldur veðra brigðin í þinginu . – Loks er ráðuneyt inu steypt af stóli, og er þá þungum steini velt af brjósti ráðherrans, sem hafði aldrei getað samið sig fyllilega að hinum drottn andi pólitísku siðvenjum . Við lok kjörtíma bilsins er hann ófáanlegur til þess að gefa kost á sér aft ur til þingmennsku og heitstrengir að koma aldrei aftur í þá veiðistöð . Poincaré hafði setið á þingi yfir 20 ár, þá er hann ritaði þetta, og verið fjórum sinnum ráðherra, svo að hann dæmdi ekki blindur um lit . Enda mun öllum óvilhöll um og kunnug­ um mönnum koma sam an um, að þessi lýsing sé sannleikanum sam kvæm í alla staði . Það er ekki að kynja, þótt slíkt stjórnarfar reynist all­ kostn aðar samt . Hirðir sumra Frakkakonunga þóttu ekki léttar á fóðrunum, en þó munu þær tæpast hafa gleypt slíkar fúlgur, sem þingið hefir ausið í kjósendur og vildarmenn . Hitt er satt, að gjaldþol þjóðarinnar er nú meira en áður . Alltaf er verið að stofna ný em bætti . Árið 1906 voru t .d . 702 .596 em bættis menn og starfsmenn í þjónustu ríkisins, en 1909 voru þeir orðnir 757 .678 . Eftir ófriðinn var reynt að grípa í taumana, en ekki veit ég, hvernig það hefir heppnast . — Miklu ferlegri sögur berast þó frá öðrum latneskum löndum, t .d . frá Portúgal . Skömmu eftir síðustu aldamót hafði einn ráð herrann þar ellefu vellaunuð, en starfs lítil eða starfslaus embætti á hendi fyrir utan ráðherraembættið, en annar hafði látið svo lítið að skrá sig meðal verkamanna, sem höfðu atvinnu við eitt af fyrirtækjum stjórn­ arinnar, og hirti síðan verkamanns daglaun ásamt ráðherralaunum sínum! Og ekki er glæsilegra um að lítast vestanhafs . Merkis­ maðurinn Lord Bryce, sem í 6 ár var sendi­ herra Breta í Washington, segir í bók sinni um stjórnarfarið í Bandaríkjunum (The American Commonwealth, I–II), að orðið „stjórn mála­ maður“ (politician) sé orðið að smánar yrði um öll Bandaríkin, ekki ein göngu meðal há­ menntaðra manna, heldur einnig meðal allra góðra borgara . Á einum stað kemst hann svo að orði um hina póli tísku spillingu í Banda­ ríkjunum: „Enginn lætur sér til hugar koma, að þeir, sem kom ast vel áleiðis á embætt is­ brautinni, njóti verð leika sinna, og enginn trú­ ir á þær ástæð ur, sem tilfærðar eru til þess að rökstyðja embættaveitingar . Stjórnmálalistin er í því fólgin að úthluta pólitískum verðlaun um þannig, að fylgismennirnir verði sem öruggastir til liðveizlu, án þess að and stæð ingunum sé þó misboðið úr hófi fram . Dugandismenn hafa neyðzt til að leggja stund á þessa list; forsetar og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.