Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 75. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Reuter Sovétríkin: Vilja sundra Evrópu og Bandaríkjunum Bonn, Reuter. Heimildarmenn Reuter-frétta- stofunnar sögðu í gær að Sovét- menn hefðu breytt afstöðu sinni í viðræðunum í Genf og væru greinilega að reyna að reka fleyg milii Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Evrópu. Sögðu heimildarmennirnir að samningamenn Sovétmanna í við- ræðunum um meðaldrægar kjarn- orkuflaugar (INF) hefðu fallið frá fyrri tillögu um að skammdrægar flaugar yrðu hluti af samkomulagi og bættu við að stjórnin í Kreml væri að reyna að skapa sundrungu meðal vestrænna ríkja. Nú er rætt um að Vestur-Evrópuríki þurfi að taka höndum saman í varnarmálum eigi þau að mega sín einhvers. Jaqu- es Chirac, forsætisráðherra Frakk- lands sagði í viðtali um helgina að í Evrópu væri skilningur fyrir því að öryggi álfunnar ylti m.a. á auk- inni samhæfingu herja í Vestur- Evrópu. Sjá grein á miðopnu. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, Mikhail Gorbachev, aðalritari sovéska kommúnista- flokksins, og Raisa, kona hans, klappa eftir að þjóðsöngvar ríkjanna voru leiknir fyrir sýningu á Svanavatninu eftir Tchaikovsky í Bolshoi-leikhúsinu í Moskvu. Forsætisráðherra Breta í Moskvu: Mikill ágTeiningiir milli Thatcher osr Gorbachevs Moskvu, AP, Reuter. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sem nú er í fimm daga heimsókn í Sovétríkjunum, sagði við Mikhail Gorbachev Sovétleiðtoga síðdegis í gær að hann mætti reiða sig á meira traust vestrænna ríkja ef hann uppfyllti skuldbindingar sínar í mannréttindamálum og kveddi sovéskt herlið brott frá Afganistan með hraði. Thatcher og Gorbachev ræddust við í nærri níu klukkustundir í gær og viðræðunum loknum héldu þau ræður í kvöldverðarboði. í ræðunum kom fram djúpur ágreiningur um ýmis málefni. Gorbachev hefur aldrei verið harðorðari í garð vestræns leiðtoga í opinberri heimsókn í Kreml. Hann svaraði gagnrýni Thatcher á stefnu Sovétmanna, bæði í utan- og inn- anríkismálum, lið fyrir lið. Thatcher sagði að mikilvægast væri að auka traust og trúnað milli ianda austurs og vesturs. „Við byggjum úrskurð okkar ekki á ásetningi eða loforðum, heldur á athöfnum og niðurstöðum," sagði Thatcher í harðorðri ræðu í móttöku í Kremlarhöll. Gorbachev sagði að Sovétmenn væru reiðubúnir til að ræða mann- réttindamál af hreinskilni og án vífilengja ef einnig yrði rætt um atvinnuleysi, heimilisleysi og mis- munun í vestrænum ríkjum. Hann sagði að ekki væri hægt Reuter Réttarhöld vegna eitraðrar matarolíu Réttarhöld hófust í gær í máli 38 kaupmanna, sem sakaðir eru um að hafa selt eitraða matarolíu. Þessi mynd var tekin af hinum ákærðu í réttarsal í Madrid, höfuðborg Spánar, í gær. Að sögn yfirvalda lét- ust 386 manns af völdum eitruðu olíunnar, en sækjendur í málinu segja að 650 manns hafi látið lífið og 25 þúsund borið skaða af. Eduardo Fungairino ríkissaksóknari krafðist þess að átta hinna ákærðu yrðu dæmdir í rúmlega hundrað þúsund ára fangelsi hver. Eitrunin kom upp vorið 1981. Saksóknarinn sagði að hinir ákærðu hefðu flutt inn iðnaðarolíu unna úr repju og blandaða eiturefnum. Olían hefði verið endurunnin við mikinn hita til að líta út sem matar- olía. Fjöldi fórnarlamba eitrunarinnar safnaðist saman fyrir utan réttarsalinn og lá við óeirðum þegar hinir ákærðu komu í lögreglufylgd. að taka alvarlega tilraun Thatcher til að tengja takmörkun vígbúnaðar mannréttindamálum í Sovétríkjun- um. Gorbachev hafnaði ákalli Thatch- er um að kalla sovéskt herlið brott frá Afganistan og sagði að vissir vestrænir aðiljar vildu aðeins grafa undan tilraunum til að leita póli- tískrar lausnar þar. Thatcher sagði að stjórn hennar myndi ekki afsala sér þeirri vörn, sem fælist í að hafa kjarnorkuvopn. Hún talaði máli vestrænna ríkja um samkomulag um takmörkun vígbúnaðar, allt frá útrýmingu með- aldrægra flauga í Evrópu til takmörkunar skammdrægi-a flauga. Gorbachev svaraði með því að saka vestræn ríki um að draga úr tillögum um samkomulag með því að setja Sovétmönnum skilyrði og kröfur. Breskur embættismaður gerði lítið úr árás Gorbachevs á Thatcher og sagði að viðræðurnar bæru því vitni að þau gætu sagt hvoru öðru hug sinn án fjandskapar. Sovéska fréttastofan TASS sagði aftur á móti að ágreiningur hefði verið mikill og Gorbachev hefði lýst sig andvígan því að öryggi ríkis yrði best tryggt með styrkleika. Thatcher snæðir í dag hádegis- verð með Andrei Sakharov, að sögn breskra embættismanna. Sögðu þeir einnig að sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Breta, myndi í dag afhenda Eduard Shevardnadze, starfsbróður sínum, lista yfir að- skildar fjölskyldur og menn, sem ekki hafa fengið leyfi til að fara úr landi. Sjá síðu 33. Rcuter Sólblóm eftir Vincent van Gogh. Einn og hálfur milljarður kr. fyrir van Gogh London, AP, Reuter. EITT þekktasta málverk Vin- cents van Gogh, Sólblóm, var selt í gær fyrir 24,75 milljónir punda (um 1,53 milljarða ísl. kr.) og er það þrefalt hærra verð en áður hefur fengist fyr- ir málverk á uppboði. Ónefndur erlendur listaverka- safnari keypti myndina á uppboði hjá Christie’s í gærkvöldi. Loka- boð í myndina var 22,5 milljónir sterlingspunda og bætast tíu pró- sent umboðslaun þar við. Svartur mánudagur í kauphallarviðskiptum: Verðbréf hríðféllu þegar dollar lækkaði London og New York, Reuter, AP. VERÐBREF lækkuðu í kauphöllum í London og New York í gærmorgun og söniu sögu var að segja frá Tókýó. Bandaríkja- dollar lækkaði enn og komst neðar gagnvart japanska jeninu en nokkru sinni eftir stríð. Talið er, að ótti við yfirvofandi viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Japans haf i valdið þessu. frá Japan frá og með 17. apríl nk., vegna vanefnda japanskra stjórn- valda á áðurgerðu samkomulagi um kaup og sölu á tölvubúnaði milli landanna, en þessi viðskipti nema geysilegum fjárhæðum. Margir fjármálasérfræðingar telja nú, að Bandaríkjastjórn hafi ekkert á móti því, að dollarinn lækki enn frekar og reyni með því að 1 Tókýó var dollarinn skráður á 144,70 jen um tíma í gær og því lægri en nokkru sinni. Verðbréf í dollurum snarlækkuðu í kjölfarið, er fjárfestingaraðilar víða um heim reyndu að losa sig við mikið magn af slíkum verðbréfum. Á föstudaginn var ákvað Reagan forseti að leggja tolla að fjárhæð 300 millj. dollara á rafeindavörur knýja Japani til að auka eftirspurn heima fyrir en draga úr útflutningi til Bandaríkjanna. Þannig megi draga úr þeim mikla halla, sem verið hefur á viðskiptum Banda- ríkjanna við Japan um langt skeið. Síðdegis í gær bárust fréttir af því, að helztu frammámenn í jap- önsku efnahagslífi hygðust halda skyndifund mjög fljótlega til að ræða til hvaða ráðstafana skuli gripið eftir hið mikla verðfall dollar- ans í gær. Sjá ennfremur: Gengi gjaldmiðla á bls. 41.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.