Vísir - 24.12.1941, Qupperneq 40

Vísir - 24.12.1941, Qupperneq 40
40 .TÓLABLAÐ VÍSIS Eftir veturinn kemur sumarið.. Hafið þér athugað, að ef stríðið heldur áfram n æ s t a sumar, getið þér ekki ferð- ast til útlanda í sumarleyfinu. En enginn þarf að vera í vandræðum samt, nóg er til af fögrum stöðum hér á landi og strandferðaskipin flytja yður á allar helztu hafnirnar kringum alit land. Munið hinar hentugu ferðir strandferða- skipanna vetur og sumar. Skipaútgerð ríkisins mönnum sínum nýkomnum frá útlöndum og auðugum af fé. Jólafögnuðir þessir fóru venju- lega fram í veitingahúsunum „Grand Cliáteaubriand“ og „Univers“, og veitingastúlkurn- ar voru þegar búnar að leggja á borðið, lil að allt væri reiðu- búið, þegar gestirnir kæniu. Daginn eftir — á jóladaginn — var ákveðið að konurnar færu með eiginmenn sína í heimsókn- ir, og loks á annan í jólum ætl- uðu þær að halda lieim til Ros- coff og enda hátíðahöldin þar. Þessi jólahátíð kaupmanna- frúnna frá Roscoff var aðalum- ræðuefni þeirra alll árið og ent- ist að jafnaði frá jólum til jóla. Þetta voru gleðiríkir dagar, lausir við áhyggjur og strit; mennirnir voru ánægðir að vera komnir heim, þeir Ilöfðu frá mörgu að segja, og komu auk þess færandi hendi með dýrind- is djásn úr happasælli för. Það var ekki nein furða þótt þær hlökkuðu til jólanna. Myrkrið skall á tveim klukku- stundum fyrir lokunartíma sölubúða. En það var ekki nátt- myrkur eingöngu, heldur skall á myrkursþoka. Og þokan hlaut að verða skipinu svo mikill far- artálmi, að það kæmist' ekki með neinu móti í höfn. Innsigl- ingin var tæp —- það mátti ekki neinu muna — og í óveðri, nátt- myrkri og þoku gat engum lif- andi manni komið til hugar að freista þess að komast inn í höfnina. Um miðnætti létti þokunni svo, að úti fyrir Englandsálnum sást stórt hafskip liggja fyrir fullum ljósum. Fólk bjóst við því, að „Hilda“ lægi þar fyrir akkerum, þvi enda ]>ótt það væri fífldirfska, þá báru menn traust til skipstjórans, og vissu, að hann þekkti innsiglinguna, rifin og skerin, eins vel og hann þekkti stofurnar i sínu eigin húsi. Það gat varla leikið neinn vafi á þvi, að „Hilda“ kærni inn i höfnina með morgunsárinu, og þá var nægur tími til að halda jólin hátiðleg. Það var þó eitthvað, sem ekki fékk friðað eiginkonur lauksal- anna, sem áttu menn sína lifi í skipinu. Um kvöldið, þegar þær voru á Ieið til guðsþjónustunn- ar, sáu þær grilla lit i Ijósin á skipinu. En það. sem gerði þær órólegar var það. að þeim sýnd- ist eins og fleiri ljós væru á skip- mu. en eðlilegt var. fil að lýsa upp skipið. Þar að auki sýndisl þeim ljósin hreyfast með í- skyggilegum hraða eftir þilfar- inu. Utan af hafnargarðinum höfðu verið send Ijósaslceyti til ,.HiIdu“ pg þeipT var spinstund- is svarað með tuttugu ljósa- skeytum, hverju á fætur öðru. Þau áttu sennilega að tákna; Gleðileg jól. HEILÖG BRÆÐI. Ef til vill voru margir far- þegar á skipinu, þar á meðal eitthvað af heldri konum ensk- um, sem eyddu jólunum yfir á frönsku ströndinni, sér til upp- lyftingar í fábreytinu heima. Og það gat verið þeirra vegna, að einhverju leyti, að lauksal- arnir frönsku vorií ekki að flýta sér neitt i land. Eða hversu á- ..nægjulegl hlaut það ekki að vera, að mega einu sinni eiga jólin sin sjálfur og án allrar í- hlutunar eiginkvennanna? Nú, en hvað sem þessu leið, var úr- skurðarvaklið þó ekki í Iiöndun- um á farþegunum sjálfum, heldur urðu þeir að fá leyfi Gregory’s skipstjóra, ef þau vildii skemmta sér úti á hafi — laukkaupmennirnir frá Roscoff og hefðarmeyjarnar ríku frá Englandi. Töfrum hinnar himnesku hljómlistar né fjálgleik bænar- innar liafði ekki lekizl að friða könurnar í Saint-Malo, er þær gengu i þyrpingu út úr upphil- aðri kirkjunni undir útgöngu- laginu, sem bergmálaði í víð- áttumikilli steinhvelfingu kirkj- unnar. Úti var nístandi nepja. Það var skollin á kafaldshríð í stað þoku og regns. En þrátt fyrir þetla lögðu fleslir Iykkju á leið sína, til að vita hvorl þeir gætu ekki greinl Hildu einhvcrsstaðar i gegnum náttmyrkrið og kafaldið. Haf- ið var í æstu róli og öldurnar drundu hræðilega upp við ströndina. — Og þó heyrðu kon- urnar slög sins eigin lijarta, sem barðist í brjósti þeirra, svo hátt, að það gnæfði yfir storm- gnýinn og brimhljóðið. Þær gátu greint, er þær rýndu í veðr- ið, að Ijósin á þilfari skipsins voru færri en áður. En unga fólkið, sem slegizt hafði í sam- fylgdina með þeim, var áhyggju- laust með öllu, og óskaði þess af lieilum hug, að það væri komið út í skip, til að skemmta sér.— þar hlyti að vera fjör í tuskun- um þetta kvöld. Svo skildist fólkið að, og hver hélt heim til sín. En konur lauk- salanna frá Roscoff tóku gleði sina ckki aftur — jafnvel þó þær kæmu inn í upplýsta og ljópi- aða veizlusali gistihúsanna. Ó- veðrið lá i loftiuu, þeir skyldu fá að heyra það — eigipmenn- irnir — þegar þeir kæmu i land, hvað það gilti, að láta konur sin- ar híða kvíðafullar i landi ámeð- an þeir drykkju sig ölvaða og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.