Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 55

Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 55
JÓLABLAÐ VÍSIS 55 þá gert, meira en svo, að þeir gleyma fæðingardegi hans. — Það gerir þeim engan mun! En með mig, sem mundi hátíðisdag lmns og gerðist málsvari lians, án þess að eg þó vissi mig eiga honum nokkuð gott upp að unna,-----með mig er alll öðru máli að gegna, sökum þess að eg er ekki annað en heimsk tröll- kona! — Henni létti heldur, er hún hafði gefið slcapi sínu þannig nokkra útrás. Sankti-Pétur þagði um hríð, en svipur lians sýndi, að hann var alvarlega móðgaður, þó hann virtist ekki viss um á hvern liátt vopnin yrðu bezt snúin úr greipum tröllkvendis þessa. — Gleymi fæðingardegi hans, -----livaða fjarstæða! Eg veit ekki betur en að,------— — Nei, þú veizt ekki betur, — greip tröllkonan fram i fvrir honum, — því þú veizt ekki neitt! — En eg veit um það, sem eg segi, þó eg sé tröllkona. — Sankti-Pétur sótti í sig veðr- ið. Hann leit hvössum en þó ró- iegum augum til tröllkonunnar og mælti í djúpum og alvarleg- um róm: — Eg býst ekki við, að þér sé fyllilega ljóst tröllkona góð, liversu alvarlegum og þungum sökum þú berð mennina. — Já, ekki aðeins þá, heldur og mig einnig, því vitanlega er það skýlda mín, að fylgjast með öllu þeirra framferði. — En tröllkonan hafði tekið það mikinn þráa að erfðum frá ætl sinni, að hún var ekki af balci dotlin þó Sankti-Pétur byrsti sig nokkuð. — Þá skyldu hefir þú rækt laglega, fyrst þú ert þar um ófróðari fávitrum tröllum. — svaraði hún storkandi. Þetta varð Sankti-Pétri of- raun að þola. — Nú er meira en nóg talað, tröllkvendi, •— æpti hann og var hinn æfasti. Slíkt og þvílíkt læl eg engan -mér bjóða. Nú fer eg samstund- is skemmstu leið til jarðar og athuga málin nánar. Þú getur slegist í för með mér, svo þú hafir ekki siðar ástæðu til að draga dómsniðurstöður mínar í efa. — Og fari svo sem eg vona, —-og um leið leit hann ógnandi ’augnaráði til tröllkonunnar úr Vonarskarði, — að ásakanir þínar reynist rakalausar, — þá skalt þú næst leita annara leiða en þeirra, sem hingað liggja. — — En komist þú að raun um, að eg hafi með rétt mál farið, — hvað þá? — spurði hún, stað- ráðin í að nola sér hvert minnsta tækifæri til þess ýtrasta. — Það getum við athugað þegar þar að kemur, — svaraði Sankti-Pétur þurrlega. — En nú verð eg að finna mér veltlinga. Já og trefil verð eg vist lika að taka með. Eg er ekki samur til ferðalaga nú og eg var hér áður fyrr meir. — Á meðan eg var og hét.----------- III. Sankti-Pétur og tröllkonan voru á heimleið úr ferð sinni til jarðarinnar, — það er að segja, Sankti-Pétur var á heimleið. Tröllkonan var enn í fvlgd með honum, — en hvort hún var á leið til sinna endanlegu heim- kynna eða ekki, það var henni enn með öllu ókunnugt um. Þau héldu yfir bakkana og upp brekkuna; heim að bænum. Sankti-Pétur var fámæltur og þungur i spori; tröllkonan var aftur á móti mjög glöð í bragði og létt í hreyfingum. Það var auðsjáanlega sökum hæversku, að hún hélt sig að baki Sanldi- Péturs, en greip ekki til spretts fram úr lionum, upp brekkuna, sem hún þó virtist vera lil í. Þau gengu nú heim hlaðið. Allt var þar i sömu skorðum og þegar þau fóru. Heimaln- ingurinn kom þjótandi á móti þeim fyrir skemmuhornið; hann kumraði vingjarnlega við Sankti-Pétri, en hann lézt ekki verða hans var. ‘Við það vildi heimalningurinn ekki sætta sig, hann hnyllti húsbónda sinn of- ur vingjarnlega aftan i kálfann með öðrum hnífli sínum, til þess að vekja á sér þá eftirtekt, sem liann þóttist eiga heimtingu á. En Sankti-Pétur var ekki i neinu leikaraskapi þessa stund- ina, og eini eftirtektarvotturinn, sem heimalningurinn hlaut, var snöggur vettlingssnoppungur. Hann móðgaðist stórlega sem vonlegt var og lét þykkju sína bitna þunglega á hnésbótum tröllkonunnar. Flekkótti seppinn stökk ofan úr bæjarsundinu og hugðist sýna gleði sína yfir heimkomu húsbóndans með ástúðlegu flaðri og feginsgelti. En er hann varð skaplvndis hans var, setti hann upp hundssvip, labbaði ólundarlega nokkur skref í humáll á eftir þeim, athugaði því næst eina hlaðhelluna mjög gaumgæfilega sem hún væri sérkennilegasta fyrirbrigði og lagðist siðan á hana, eftir að liafa snúið sér í hring nokkur- um sinnum. Þá varð hann þess allt i einu var, að önnur aftur- löpp hans var ekki svo hrein sem skyldi og tók þvi að þvo hana af kappi. Sankti Pétur hélt rakleitt inn i bæ, en leit þó um leið þannig til tröllkonunnar, að hún skildi það, sem hann ætlaðist til að hún gengi inn með honum. Er þau komu inn i baðstof- una, bauð hann henni til sætis á rúmið með glitofnu ábreið- unni, en tók sjálfur að ganga um gólf með hendur lagðar á bak aftur. Svo þungt var honum í skapi, að hvorki gætti liann þess, að taka af sér prjónatref- ilinn eða loðhúfuna. Þannig leið löng stund. Tröllkonuna setti einnig hugsi. Hún hafði séð og heyrt svo margt og mikið á þessu langa ferðalagi, að hún var alls ekki viss um að sér mundi end- ast eilífðin til að skilja það. En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.