Vísir - 24.12.1941, Page 57

Vísir - 24.12.1941, Page 57
JÓLABLAÐ VÍSIS 57 F Y R I R B Ö R N I N KOLBRÚN: Di ftttlnn^ar örlagaiina. Sigga litla sat sleinþegjandi út viÖ gluggann og horfði á tunglsgeislana seni dönsuðu fram og aftur um snjóbreiðuna. Það var svo skrítið, það minnti á álfana sem æfintýrin sögðu fró, álfana sem dönsuðu jóladans'A. kristaltærum svell- fleti í konungshöllinni í Huldu- ldettum. Bráðum voru jólin komin. Siggu þótti vænl um jólin, þau voru henni dásamlegur við- hurður, sem gerðist á hverju ári, kom í svartasta skammdeg- inu með ljós og fögnuð, jólatré og söng — og á jólunum urðu allir góðir og viidu gera sitt lil þess að jólin gætu orðið gleðileg jól. Þannig voru jólin sem Sigga titla þelckti. Það var einmitt þelta sem hún var að tiugsá um: Mamma hennar hafði sagt að allir ættu að hugsa um að gera sitt til þess að jólin gætu orðið gleðileg. Mannna —■ hún gerði auðvitað alltaf mest til þess að jólin yrðu góð og hátiðleg,. hún var alltaf glöð og brosandi á jólunum, hún sagði líka að það væri jóta- gleðin, að gleðja aðra. A rúminu gegnt uppgöngunni sat gamla konan, Albertína. Hún hafði komið á lieimilið um tiaustið, lireppurinn hafði komið henni þarna fyrir. Siggu slóð stuggur af þessari gömlu konu, fyrsl og fremst af þessu hræðilega langa nafni, sem líka var svo óþjálft að nefna, og svo af því live gamla konan var þögul og vonskuleg á svipinn. Svona var liún alltaf, svaraði reyndar ekki ónotalega ef á liana var yrt, en talaði sjaldan við neinn að fyrra hragði. Sigga þorði atdrei að skipta sér af henni, en ])ó fannst henni að einmilt fyrir Albertínu gömln þvrfti hún að sækja gleðileg jól. Hún vildi gjarnan gleðja Al- bertinu gömlu, silja hjá henni, tala við tiana og biðja hana að segja sér sögur, því hún hlaul að kunna margar sögur, hún var <,rn cnniul, Og hún vildi lika gjarnan hugga Iiana þegar itla lá á henni, því henni leið visl illa stundum. Það hlaut að vera þessvegna, að þún grét oft þegar hún VfU’ að lesa í bókinni sem hún geymdi vanalega undir koddan- um sinum. Það var stór bók og undar- legir stafir í henni, Sigga kunni að lesa, en þetla voru engir vana- tegir bókstafir, enda sýndist Siggu að Albeutína gamla læsi alls ekki neitt, lieldm’ rýndi i bókina á sama stað og flelli aldrei blaði. Og svo hrundu tár niður á bókina. Sigga vissi ekki hversvegna hún grét, en lienni þótti það leiðinlegt, hún fann alltaf sárt til með þeim sem hún liélt að liði illa. En það var bara svo skritið að þó Albertína gamla sæti þarna á rúminu, þá var eins og hún væri svo langt í burtu, að Sigga gæti ekki komizt eins nærri henni og henni fannst við þurfa, til þess að hún gæti reynt að liugga hana. Svona var allt skrítið. En þó voru tvær aðrar mann- eskjur sem liún luigsaði oftar um í sambandi við jólin. Það voru þau Helga syslir hennar og Hörður í Auslur- bænum. Þau, sem alltaf liöfðu verið svo yndisléga kát og góð, og alllaf saman þegar þau gátu — þangað til í liaust. Allt í einu voru þau liætt að tala saman, hætl að brosa þegar þau mættust snögglega og' horf- ast í augu með þessum undar- lega svip, þegar þau liéldu að aðrir tækju elcki eftir því. Þau voru líka hætt að hlæja. Hetga var raunar kát þegar geslir komu og oft við mömmu og pabba, en þegar hún var ein raulaði hún raunaleg lög og var svo döþur á svipinn. Hún tiafði lika einu sinni, þegar túnið var þakið grænu grasi, gullnum sóleyjum og sak- teysislega livítum smára, já þá liafði hún hvíslað þvi að Siggu litlu að sér þætti ekki eins vænt um nokkra lifandi manneskju og Hörð. En livað var þá að? Sigga litla var búin að hugsa mikið um þetta en gat ekkert svar fengið. Hún var nú lika barn, ekki fullra tíu ára ennþá, og hún vissi langtum fleira nú en fyrir ári síðan. En þetta vissi hún ekki: Hversvegna þau höfðu orðið ósátt? Hún hljóp stundum í rökkr- inu út í Austurbæ og bað Þór- unni gömlu að segja sér sögu, en ef Iiún var að sinna litlu börnunum, systurbörnum Harð- ar, þá Jaumaðist Sigga út úr bað- stofunni og fram i „litlu stof- una“, þar sem Hörður sat þá vanalega og reykti pípu sína. Siggu þótti ofurvænt um Iiörð, hann var svo góður, talaði við liana eins og þau væru jafnaldr- ar og sagði henni stundum sög- ur. Hann átti líka fiðlu og kunni að leika á liana. Það var dásam- legast af öllu sem Sigga hafði heyrt æða séð. Hann hafði svo oft leikið á fiðluna fj'rir þær syslurnar, þarna i „litlu stofunni" en nú kom aldrei fyrir að hann snerti fiðluna sína nema þegar Sigga litla bað hann með sínum blíð- asla rómi, „að spila nú fyrir sig bara eitt lag — kannske tvö“. Hann var lika alltaf alvöru- gefinn og dapur, og Sigga var viss um að það væri vegna þess að Helga kom ekki til hans eins og áður. En nú ællaði Sigga titla að gera dálítið sem enginn vissi um. Hún ætlaði að gera silt til þess að auka jólagleðina. Hún leit hálf-fehnturslega yfir á rúmið til Albertínu gömlu og svo aft- ur út um gluggann á tungls- geislana sem dönsuðu um snjó- inn. Ef hún sjálf væri svona lítill og léttur geisli sem dansaði og bæri birtu á jörðina þar sem hún færi. Helga systir hennar sat við hliðina á henni og horfði út i rökkrið í baðstofunni, og augu hennar virtust svo stór og dökk vegna myrkursins. „Vertu hara róleg, Helga mín, litla systir skal laga þetta allt saman“, liugsaði Sigga móður- lega. En þó var hún ekki sann- trúuð á að það gæti teldzt. — Um kvöldið þegar þær syst- urnar voru háttaðar spurði liún lágt: „Helga mín, mannstu hvað þú sagðir einu sinni í sumar?“ „Eg veit ekki hvað þú átt við,“ svaraði Helga annars hug- ar undan sænginni. Hvernig átti lienni að detta það i hug? Ekki vissi hún að hjarta Siggu litlu barðist eins og það ætlaði út úr brjóstinu. Ennú var að hröklcva eða stökkva. „Um hann Ilörð, þú sagðir að þér þætti lang-langvænst um hann af öllum, vænna en um pabba og mömmu eða mig,“ hvíslaði Sigga og varð sterk af hugsuninni um að hafa þó kom- ist svo langt í framkvæmdum l>essa umfangsmikla vei’kefnis. „Sagði eg það?“ Hödd Helgu var óvanalega hrjúf. „Já, þú sagðir það. En af hverju ertu þá svona vond við hann núna? Þykir þé- kannske 15 Þegar þau löbbuSu suður túnið, gat hún ekki varizt sárri gremju við þessa vondu ófreskju, sem Helga hafði talað nni, dutthinga örlaganna,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.