Vísir - 24.12.1942, Side 1

Vísir - 24.12.1942, Side 1
JOLABLAÐ 1943 t sambandi við jókihátíðina blasa við oss tvær leiðir, sem farnar eru. \ \ Sú ytri off sú innri. Þegar ytri leiðin er farin, eru jólin helguð annriki og ýmsum þeim störfum, sem ekkert eiga skylt við trúarlífið og þá hátíð, sem jólin eiga að vera. Jólin verða þá líkari kaupstefnu eða einhverri verzlunarhátíð heldur en mestu helgidögum trúarlífsins. Þessu fylgir svo þrældómur við heimilishald, veizluhöld, skemmtanir og yfirleitt allt það, sem gerir þessa hátíð að erfiðum áreynsludögum, þannig að mörg konan og margur karl- maðurinn varpar öndinni léttilega að þeim loknum og segir: Þá eru nú blessaðar hátíðirnar liðnar, það er sann- arlega gott. Svona er það þegar ytri leiðin er valin, og því betri sem afkoma vor er hér í heimi, því meir virðist lífið sjálft þrýsta oss út á þessa braut. — Þegar innri leiðin er farin, þá er að vísu viðhafður ytri viðbúnaður líka, en honum er þá stillt svo i hóf, að hann aðeins þjóni hæfilega og réttilega þeirri andlegu hátíð, sem er aðalatriðið. Þá ber oss að hugleiða það, sem gerðist á jólunum forðum, og þá þýðingu, sem þessi hátíð hefur um áll- ar liðnar aldir og fram á þessi jól haft fyrir oss. Þá sjáum vér fyrir sálarsjónum vorum fjárhúsið og hina fátæku móður með barnið i jötunni. Og vér sjá- um að enn í dag er þetta að endurtakast. Það virðist enn ekki vera rúm fyrir þau, þvi að kærleikur Krists og boðskapur hans um frið á nú helzt skjól og griðland í afkimum jarðarkringlunnar, en þar sem fjölmennið og svokölluð menning ríkir, er nú hugsað og starfað að öllu því, sem er i beinni andstöðu við þróðurkærleika og frið. Því eru þetta döpur jól. En i þeim þrengingum, sem nú ríkja í heimi vorum sjáum vér bezt í sambandi við jólin, hve allt hið ytra er fánýtt hjá hinu, sem er höfuðatriðið, að láta boðskap jólanna ná til hjartans og reyna að opna sál sina fyrir þeim boðskap um kærleika og frið, sem hið heilaga barn jólanna flutti oss. Þær hugleiðingar verða ávallt einka- mál hvers og eins. En myndin af Guðssyni i jötunni verður oss alltaf lærdómsríkt dæmi og áminning um það, að í þessum hugleiðingum verðum vér að koma fram sem börn af hjarta og í skilningi, því það er ekki alltaf að lífsreynsla vor og jarðneskur skilningur leiði oss að þeirri lind, sem fær vakið og vökvað þann gróður sálar- lifsins, sem vara á til eilífs lífs. Sú leit lánast fyrst og fremst með bænum og hugleiðingum i vorri eigin sál, þvi ef vér fáum opnað hana fyrir Ijósinu frá hæðum og svo fyrir oss sjálfum, fáum vér svör og huggun, sálin á líka fortilveru og geymir i djúpum sinum þá þekkingu, sem heimurinn veit enn of lítið um, og aðeins getur áunnizt eftir hinni innri leið, og því sagði Kristur að Guðsríki væri hið innra með oss. Framhald á bls. 49.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.