Vísir - 24.12.1942, Síða 2

Vísir - 24.12.1942, Síða 2
2 JÓLABLAÐ VÍSIS Ó, ekki að gráta! Sjáðu hvað ég hefi! Nóg handa þér á einu litlu bréfi, sem yndi augna minna var endur fyrir löngu í ofgnótt lita sirtna. — Mér fór sem þér: ég flýði oft úr stríðum og fannst ég hafður tíðum fyrir röngu. Sko, litli vinur, gamla, gamla kortið! Já, gakktu með mér inn um klukkna portið úr bláum silkiböndum, sem bylgjast til og greiðast með björtum silfurröndum, og í þeim stórar kirkjuklukkur hanga. — Nú komum við að ganga og skulum leiðast. Er ekki bjart og hátt — og í'ögur liöllin og hvit í sínu mánaljósi fjöllin og barrtrén græn í snjónum og bjölluhljóð um veginn, sem bugðast fram með sjónum? Og þínu unga, hrifna hjarla, kæri finnst sem harpa drottins væri í fjarlægð slegin. » \ Á húsaþökum hljóður liggur- snærinn, í hvítavoðum sefur næturblærinn og ljós í öllum gluggum um byggð og borgarstræti og bjart í öllum skuggum, — hve undarlegur er sá himna galdur — og ekki er snjórinn kaldur hönd né fæti. / Nú byrja undrin! Þei! við sjáum sýnir, því sælir englar klæðlausir og fínir, sem hefðu álög brostið, þar halda lit fríðu liði og hræðast ekki frostið. Og allt er fullt af englavængjaþyti og allt i stjörnu gliti og hörpukliði. Og mikill söngur svífur út í geiminn og segir: Drottins blessun yfir heiminn! og friður hverju hjarta og friður öllum þjóðum í fögnuðinum bjarta! Og allt í kring er yndislega sungið og allt er loftið þrungið’ söng og Ijóðum. Við förum lengra. Furðusýnir gefur: í fjárhúsjötu lítill drengur sefur. Þar situr kornung móðir með sól um hár og enni, hin sólskinshreina móðir, í augum hennar dagar gleðin djúpa og drottins englar krjúpa og þakka henni. Hún fagnar hljóð: livað hann er yndislegur: hans hjarta slær og brjóst hans andann dregur, hann hreyfir lilla fætur og fínar mjúkar hendur hann finnur til og grætur. Hann dreymir engilsdrauma — gleðst og lifir. Hans dagur risinn yfir höf og strendur. Gakk hæversklega! Hér er kóngur fæddur, — í heiminn borinn maður smár og hræddur. Því fagnar jörð og syngur því lýsast lönd í friði því logar næturhringur. Já; vegna hans er allt í englaþyti og allt í stjörnugliti og hörpukliði.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.