Vísir - 24.12.1942, Síða 4

Vísir - 24.12.1942, Síða 4
4 JÓLABLAÐ vísis Gunnlaugur Scheving: Jón Engilberts Jón Engilberts aö starfi i „guösgrœnni náttúrunni“. JÓN ENGILBERTS íslenzk niálaralist, sem er aðeins nokkurra áratnga gömul, hefir þróast á líkan hált og eftir sömu lögum sem málaralist annar- staðar í Evrópu hefir gert, yfirleitt. íslenzkir listmálarar liófu starf sitt um líkt leyti og impressionisminn var að taka völdin af realismanum. Á eftir impressionismanum tóku við ýmsar stefnur, sem meira eða minna voru byggðar á þeirri skoðun, að myndlist ætti að vera skapandi en ekki eftirlíkjandi, og að hið myndræna væri uppistaða myndlistarinnar. Með þessu er ótt við, að í stað þess að realistar og impressionislar höfðu það mark í'yrir auga, að sýna eftirlikingu náttúrunnar í myndum sínum, þá reynir nútímalistamaður að skapa heim samræmis i inynd sinni og láta þetla samræmi verka á likan hátt og þá fegurð og tign er við sjáum í náttúrunni, er hún birtist í sinni fegurstu mynd. Hinir yngri myndlistarmenn hér heima hafa túlkað hinar nýrri listastefnur í myndum sínum á mismunandi og persónuleg- an nótt. Jón Engilberts listmálari er einn þessara listamanna. Það sem Iiefir einkennt Jón frá fyrstu tíð er óst hans á stórfelldu risi hinna beztu listaverka. Það er eftirtektarvert, að þegar margir „Barn með brúöu.“ „BoröitS viö gluggann.“ okkar yngri listamanna liafa lært af verkum franskra og þýzkra listamanna hefir Jón Engilberts komið auga á það, að hér á Norð- urlöndum eru til miklir meistarar sem hægt er að læra af. List Edvard Munclis, Karstens, WlQlumsens, Söndergaards, Lund- ströms, og margra fleiri hefir talað sínu sterka máli og sýnt ótvírætt að norrænn andi á sín sérkenni og sinn kraft, sem mynd- listin getur túlkað. Jón Engilberts hefir lært af sumum þessara listamanna og er það vel farið. Það er gott að hafa hugfast, og ekki sízt nú á þessum tímum, að til er eitthvað það, sem er nor- rænt. Jón Engilberts er fæddur í Reykjavik 1908. Hann byrjaði þegar i æsku að mála og teikna. Fyrstu kennslu naut hann hjá Guð- mundi Thorsteinssyni, listmálara. Átján óra að aldri fór Jón til Danmerkur og stundaði nám við listaháskólann í Kaupmanna- liöfn. Síðan dvaldi hann nolckurn tíma i Þýzkalandi, en fór síðan til Noregs og var þar við nám við listaháskólann í Osló, og naut tilsagnar hins þekkta norska málara Axel Revolds. Jón sýndi á haustsýninguni í 'Osló 1933, en þar sýndu þá ýmsir þekklustu málarar Norðmanna svo sem Edvard Munch og Henrik Sören- sen. Jón sýndi einnig sarna ár í Kunstnersamfundet í Osló, en þar sýndu þá ýmsir af hinum yngri málurum svo sem Middelfart, Vinge o. fl. þeirra, er mesta eftirtekt hafa vakið meðal liinna yngstu norsku listamanna. Árið 1939 fór Jón Engilberts til Hol- lands — og var veittur til þess styrkur frá listaháskólanum danska — og er þessi styrkur kenndur við hollenzka málarann Van Gogh. Þessi ferð hafði jnikla þýðingu fyrir Jón, og var það sérstaklega list Rembrandts sem dró að sér athygli hans, og hreif hann mikið. Því hefir stundum verið haldið fram af ýmsum þeim, er liafa

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.