Vísir - 24.12.1942, Side 7

Vísir - 24.12.1942, Side 7
J ÓLABLAÐ VlSlS 7 verið látið uppskátt um ferðina, nema að fyrirskipun hefði verið gefm um að sigla heint í vestur. — Menn voru ráðnir á skipin lil tveggja mánaða og íbúar Palos skyitíu bera allt tjón, sem fyrir kvnni að koma í leiðangrinum. Þetta þótti mönnum harðir kostir sem vonlegt var og menn létu í ljós, að konungurinn gæti ekki krafizt svo mikils af hinum dyggu og iðnu íbúum borgarinnar. En það reyndi<J tilgangslaust að spyrja nokkurs frekara. Orða- lag liinnar konunglegú tilskipunar var skýrt og ákveðið. Menn reyndu með vmsu móti að komast hjá að fara í leiðang- urinn — út í blákalda óvissuna. Af þessu leiddi að undirbúningur allur lók miklu lengri tíma en upphaflega vár gerl ráð fvrir. Þegar margar vikiw voru liðnar tilkynnti Martin Pinzon, að hann og bræður lians myndu laka þátt i leiðangrinum, og enginn þyrfti að ala neinar áhyggjur. Það yrði valinn maður i hverju rúmi og stjórn _ leiðangursins falin reyndum, dilgandi manni. Þetta dró mjög úr kvíða manna. Menn ályktuðu sem svo, að Mar- tin Pinzon mundi ekki hætta á neitt, nema mikils auðs væri von, og létu nú margir bindast af gróðafíkn. Nú fór því fjarri, að Kristófer Kolumbus sæktist eftir þvi, að slíkur maður sem Martin Pinzon tæki þátt í leiðangrinum, en það var ekki lagt nóg úr fjárhirzlu konungs til fararinnar, og Kolumbus sjálfur varð að leggja af mörkum áttunda hluta útgjaldanna, en Martin Pinzon bauðst til að leggja fram fé það, sem á skorti, gegn því að liann fengi hlutdeild í ágóðanum. Kol- umbus féllst að lokum á tilboð lians, því að hann vildi komast af stað sem fyrst, því að hann var orðinn gramur og leiður yfir drættinum. önnur snekkjan, sem valin var, nefndist Pinta. Var það 150 smálesta skip og átti Martin Pinzou að liafa stjórn á hendi á henni. Sjálfur valdi Kolumbus sér allstórt flutniugaskip, Santa Maria, og réð á skip þetta, sem átli að verða forystuskip hans eða flagg- skip, eiganda lpess fvrir skipstjóra, og hans menn. Loks var valið 100 smálesta skip, Nina, en eins hraðskreitt og liin. Skipstjóri á Ninu var Vincent Pinzon.* Kolumbus hafði sjálfur á hendi umsjón með öllum vopnabirgð- um og vistum. Einnig dró hann að sér miklar birgðir af glysvarn- ingi, hálsfestum, armböndum, eyrnarhringum, höttum, skraut- bindum og böndum, og notuðum einkennisbúningum, þvi að hann vissi, að þetta mundi mjög ganga i augun á liinum frumstæðu ibúum binna ókunnu landa. En það reyndist erfiðleikum bundið að manna skipin. Margir voru vantrúaðir á það, að þeim mundi verða ríkulega launað, þótt þeim væri lofað „gulli og grænum skógum“, og sumir þeirra, sem loks réðust á skipin voru afbrotamenn, sem vildu nota tækifærið til þess að losna við liegningu, sem þeir liöfðu margfaldlega til unnið. En enn skorti nokkra menn. Var þá gefin út tilskipun, og nokkrir menn, sem sátu i fangelsi, voru náðaðir, og fékkst þannig loks nægur mannafli. Var því allmargt æfintýramanna, ungra og roskinna, á skipunum. Sumurn varð það til nolckurrar hughreyst- ingar, að Kristóbal Kolon ætlaði að taka son sinn Diego með. — Það voru 150 menn, sem loks tókst að safna saman til fararinnar, og þ. 2. ágúst fengu allir fyrirskipun um að hlýða messu í kirkj- unni í La Rabida. Juan Perez ábóti flutti svo hjartnæma ræðu, að margir vikn- uðu. Nóltina áður en af stað var lagt hafði fæstum orðið svefn- samt. Fyrirskipun hafði verið gefin um kvöldið, að menn ættu að vera komnir niður að höfn i dögun. Á hafnargarðinum lieyrðist grátur og kveinstafir, því að mæður, eiginkonur og unnustur reyndu enn að koma í veg fyrir, að menn Iegðu út í óvissuna. Og ekki bætti það úr skák, að lagt var af stað á föstudegi. Menn formæltu Kolumbusi og sögðu, að það væri svo sem eftir öðru, að þessi ítali þyrfti að velja föstudag fyrir brottfarardag. Bæjarráðið kom-á veltvang og lábótinn í La Rabida lagði bless- un sína yfir farmennina. Kolumbus steig á skipsfjöl. Nina leysti festar og skreið frá garðinum og lét svo úr höfn, þar næst Santa Maria og loks Pinta..... Nú var gefin fyrirskipun um, að siglt skyidi til Kanarisku eyj- anna. Eftir athugun á uppdráttum Toscanelli komust menn að þeirri niðurstöðu, að það mundi hyggilegast, að leggja upp þaðan í úthafsleiðangurinn til hinna ókunnu landa. í fyrstu sigldi Kolumbus með ströndum frani, til þess að unnt væri að leita í höfn, ef eittþvað jtÖí að á skipunum. Lagðist það í hann, að útbúnaðinum kynni i einþverju að vera áfátt, og kom Samblástur var ekki enn um aö ræ'öa, en farmenn kröföust þess, aö aftur væri snúið. það brátt í ljós, því að á þriðja clegi brotnaði stýrið á Pintu. En svo fór, að gera varð við stýrið til bráðabirgða i rúmsjó. Komið var við í Gomera, til þess að afla nýrra vista. Þar frétti Kolumbus, að pórtugölsk flotadeild væri á sveimi, til þess að ráðast á skip lians, því að Portúgalsmenn lögðu engan trúnað á það, að Kolum- bus ætlaði að leita ókunnra landa í vestri. Ef svo var -— livers vegna stefndi hann skipum sínum þá ti! Kanarisku eyjanna? Þegar siglt var meðfram ströndum Tenerife þ. 12. ágúst gaus eldfjallið þar á eynni. Glóandi hraunleðjan streymdi í sjó fram og gufumekkirnir stóðu liátt i loft upp. Urðu- farmenn skelkaðir og töldu þetta slæman fyrirboða. Þ. 6. september var loks gefin fyrirskipun um að leggja á haf út — vestur á bóginn. Eftir skamma hríð datt á dúnalogn og i tvo sólarhringa var eng- inn byr. Kolumbus óttaðist stöðugt árás af bálfu hins portúgalska flota, en huggaði sig við það, að herskipum Portúgalsmanna mundi ekki byrja betur en skipum hans sjálfs. Loks hvessti, seglin þöndust út, og var siglt liraðbyri í vestur- átt. í dögun þ. 9. september fór að bera á því, að kurr væri kom- inn i farmenn. Hvergi sásl til lands. Þeim liafði verið sagt, að siglt vrði til Cipango-eyjar, en enginn þeirra liafði heyrt hana nefnda á nafn fyrr. Var ey þessi til — var verið að blekkja j)á ? Og ef fár- viðri skylli á, livar vrði þá hæg't að finna skjólgóða höfn? Það var erfitt að bæla niður kviða þessara ómenhtuðu og hjátrúarfullu manna, sem sumir voru hrottamenni og afbrota. Sjómönnunum hafði verið sagt, að til eyjarinnar væru 750 sjómílur. Fóru þeir nú að krefjast úpplýsinga um það hve margar mílur væri siglt á dægri hverju, til þess að geta fylgst með sein bezt. Greip Kolumbus til þess ráðs, að hafa tvær logg-ba'kur, og frá þeirri’, sem liann sýndi sjómönnum, var þannig gengið, að vegalengdin var talin einum fimmta minni en hún i raun og veru var. Pinzon lét sér þetta vel líka, þvi að hann átti við sömu erfiðleika að stríða á sinu skipi. Þegær menn loks fóru að koma auga á þang og annan sjávar- igroður urðu menn vonhetri um, að ekld vær langt til lands. En ennþá liðu max’gir dagar, án þess að land kærni i augsýn. Drottn- ingin hafði heitið þeim tiu pundum í verðlaun, sem fyrstur kæmi auga á land. Þ. 18. september sigldi Pinzon skipi sínu svo nálægt Santa Maria, að hann gat kallað til Ivolumbusar, sem var orðinn vondaufur, að hann hefði séð hópa hvitra fugla á flugi, og kvaðsl Pinzon raundi sigla skipi sínu í þá átt sem þeir flugu, Iíolumbus

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.