Vísir - 24.12.1942, Page 35

Vísir - 24.12.1942, Page 35
JÓLABLAÐ VÍSIS 35 verða þau yfir þvi, að þú getur ekki verið heima.“ „Eg veit það, Ted. Og mér þykh það ekki skemmtilegt heldur. En þetta megum við læknarnir hafa, — og það er ekki um þáð að fást. Það er líka ekki svo lítil ánægja í þvi fólgin, ef maður getur hjai’gað niannslífi — á jólanótt! En reyndu nú að vera kátur í kvöld, Ted — þú ert alltaf svo skratti daufur í vetur og í dag ertu eins og agúrka, sem legið hefir ár- langt i ediki. Það stendur wisky- flaska á borðinu í lyfjakomp- unni. Fékk hana i morgun frá Sigló. Eg var húinn að lyfta tappanum. Fáðu þér einn — eða tvo — ekki meira — þú hefir gott af því, — þó að þú sért nú víst í bindindi“, bætti hann við brosandi. „Ætl’ ekki það, kvað Púlli“, tautaði eg, og strauk hendinni um munninn. Bóndinn kom með Jarp og rétti mér tauminn. Það var eins og Jarpur væri hissa á þessu. Hann lioi’fði á okkur Bjarna á víxl, sínum fallegu og greindar- legu augum, —- eins og liann ' væri að reyna að reikna út, hvað væri nú í bígerð. Þegar eg lagði tauminn Upp á makkann á honum leit hann til mdn horn- auga, og var eins og glellnis- glampi i augunum — sem eg þýddi: „Eg skal velgja þér, vertu viss!“ Kvaddi eg nú Bjarna lækni og hónda og hljóp á bak. Yar Jarpur ókyrr á meðan og ólm- ur strax þegar á bak var komið, svo að eg mátti hafa mig allan við, að hann rifi ekki af mér ráðiii. En nú var dimt, eins og áður er sagt, og eg litt kunnug- ur þarna, eða þangað til út á aðalveginn kæmi. Þangað var nokkur spölur. Þó að fjörofsinn væri mikill i Jarp, þá urðum við brátt á eitt sáttir, því að yfirleitt fór vel á með okkur. Eg vildi ekki fara mjög hratt yfir, meðan eg var á veginum, þvi liann var ekki góð- ur, þó að liann væri har£ur. Og ekki mundi eg livar við höfðum farið af ánni, svo að eg vildi ekki eiga undh’ því, að fara ísana, fyrr en út á Vatn kæmi. En eg vissi að það var traust og hvergi vök. En nú var að gera fjúk. Við höfðum litið gefið því gaum á leiðinni frameftir, að þá var farið að hvessa nokkuð. En vindurinn var þá í bakið. En.nú fékk eg að kenna á Norðra, því að hann púaði helköldum gust- inum beint í andlit mér, og hreytti úr sér hraglanda, sem æ ágerðist. Jarpur var langstígur •f á brokkínu, en mjúkur eins og spánýr Buick-bill. Skilaði hon- um vel áfram, — og áður en mig varði vorum við komnir á móts við Kvíabekk. Ekki hefði eg þó vitað nákvæmlega hve langl eg var kominn ef ekki hefði verið hringt klukkunni i gömlu kirkjunni, rétt í því að eg reið framlijá. Mér varð hálf hverft við og Jarpur lagði koll- húfur. En hverft varð mér við hringinguna vegna þess, að eg vissi, að á Kviabekk átti ekki að messa þetta kvöld. Þar er nú sjaldan messað. En Rögn- valdi gamla mun hafa þótt það hlýða, að hringja hátíðina i garð, engu að síður. Eg vissi þá lika, að klukkan myndi vera sex og jólin voru að byrja.--------- — Og elsku litli drengurinn lieima — og gömlu hjónin. — — Góði Guð, vertu hjá þeim og gleð þú þau um Jólin!------- Eg vaknaði af hugsunum mínum við það, að Jarpur linaut og eg var rétt kominn fram af honum. Vegurinn var þarna svo grýttur og leiðinlegur i alla staði. Þetta fór betur en á liorfð- ist. Og mér datt í liug, að mér væri betra að gæta mín. Norði’i var að verða grimm- ur. Hann jók hriðina, svo að jörð var á skammri stundu al- hvit. Var nú ógerningur að horfa fram á veg nema „á skakk“ — en Jarpur rataði. Og nú varð mýkra undir fæti, svo að eg lof- aði honum að lilaupa, enda var eg kunnugri staðháttum eftir því sem utar dró í sveitina. Eg stöðvaði Jarp í lilaðinu á Þóroddsstöðum, en þaðan er skammt til valnsendans fremri. Ekki fór eg af baki, en knúði dyrnar með svipuskaftinu. Þarna var kunningjafólk mitt og vildi eg bjóða því gleðileg jól. Þórður bóndi kom til dyra og ætlaði elcki að þekkja okkur Jarp, því að við vorum orðnir talsvert fannbarðir. Hann vildi hafa mig af baki og gefa mér hressingu, en eg sagðist vera að flýta mér. Húsfreyja kom nú líka til dyra og skiftumst við á Jólaóskum af vinsemd og liélt eg svo leiðar minnar. Hríðin var að verða glórulaus, sem kallað er, en eg kveið engu. Þarna var ekki liægt að villast, enda sagði Norðri til um stefn- una. Samt þótti mér vænt um, þegar út á valnið kom, og Jarp- ur hafði ekki fyrr stígið fæti á ísinn, en liann reif af mér taum- ana. Eg lét það gott heita, — lagðist fram á makkann, rak kollinn i kólguna og lét Jarp ráða. Og honum líkaði þetta vel. Hann var ekki nema fá- einar minútur að fara vatnið á ■ ■ ■ £ GLEÐILEG JÓL! u GLEÐILEG JÓL! ■ ■ Verzl. Havana. ■ ■ ■ Verzlunin Vegur. ■ 1 «>OÍ ÍOOOÍ« iílOOOtiOOtH iööOílt iöC GLEÐILEG JÓL! Gunnlaugsbúð, Freyjugötu 15. uööt iööööööööö tiööööööööötiöc ; GLEÐIIÆG JÓL! Tóbaksverzlunin London. GLEÐILEG JÓL! Kolaverzlun Guðna & Einars. GLEÐILEG JÓL! Guðm. Þorsteinsson, Bankastr. 12. GLEÐILEG JÓL! Nordals-íshús. GLEÐILEG JÓLl Kjöt & Fiskur. GLEÐILEG JÓL! Verzlunin Varmá. XSÖÖOOOÖÖOÖÖOÖÖÖÖÖÖÖOÖOOOÖ! 2 8 GLEÐIIÆG JÓL! Húsgagnaverzlun Friðriks Þorsteinssonar. KSÖÍ Xiöööt SCOÖÖÖOÖÖt iööööt XSO< GLEÐILEG JÓL! Litla bilstöðin. GLEÐILEG JÓL! ■ Skóbúð Reykjavíkur. "■■■■■■■■■■■■■■■■

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.