Vísir - 24.12.1942, Qupperneq 37

Vísir - 24.12.1942, Qupperneq 37
í eldhúsinu, frænka og börnin þrjú og stúlkurnar, Badda og Ester, — öll prúðJbúin. Mikill var fögnuður barn- aníía fyrst i stað, þegar þau sáu jólatréið, -— þetta var • í fyrsta sinn, sem þau sáu þessa fögru sjón — tákn jóladýrðarinnar. Eg settist við orgelið og svo sungum viíT jólasálm, en kven- fólkið og börnin gengu um- hverfis tréð — en eg var með liugann annarsstaðar — — lítill, elskulegur drengur — — gömul hjón------. Mér gekk illa að grilla nóturnar. Gjöfum úthlutað og gleð- skapur dálitla stund. Aftur sunginn jólasálm,ur. En þá var farið að nöldra: „Er pabbi úti í vonda veðrinu? Kemur hann ekki bráðum? Æ, hversvegpa kemur hann pabbi ekki?“ Og það dofnaði yfir gleðinni og söngnum. Eg hitti ekki nóturn- ar á orgelinu og frænka var hætt að syngja. Svo segir hún allt í einu: „Við skulum annars slökkva á jólatrénu núna. Það er ekkert gaman að því, úr þvi að hann pabbi er ekki heima, En liann verður heima annað kvöld. Þá kveikjum við aftur á trénu, — það vei'ður gaman, krakkar!“ Börnin féllust strax á þetta. Og nú var setzt að jólamatn- um. En það var dauflegt borð- hald þó að góður væri matur- inn. Frænka min var hrygg — og börnin orðin þreytt og syfjuð — og þau voru lika hrygg, af því að hann pabbi þeirra var úti í vonda veðrinu. Þau voru liáttuð strax að máltíð lokinni. Stúlkurnar fóru upp þegar þær voru búnar í eldhúsinu. En við frænka sett- umst sitt í hvort horn i dag- stofunni og biðum Bjarna. Fátt var talað. Asta hugsaði sitt og eg rnitt. En úti hamað- ist Norðri og ýlfraði eins og argur úlfur um leið og hann fór fyrir húshornin. Um miðnætti -heyrðum við hurðaskelli frammi. Þar mundi Bjarni vera kominn. Við hlup- um fram. Á honum var engin mannsmynd, svo var hann fannbarinn. Hann var að skafa snjóinn framan úr sér þegar við komum frarn, og eg sá að vel lá á honum. „Hvernig fór um karlinn?“ spurði eg, „Eigum við ekki fyrst að segja gleðileg jól!“ sagði Bjarni og vatt sér að konu sinní og rak að henni rembingskoss, svo rennandi blautur sem hann var í framan. En nú var raunasvipurinn horfinn af frænku minni og JÓLABLAÐ VlSIS 37 hún hló. „Og það eru „gleðileg jól“ framfrá, — sé eg að vera muni,“ sagði liún. „Já, það held ég nú! Eg liætti ekki fyrr en eg gat kornið jóla- grautnum ofan í karlinn. Það var nú ekki mikið sem hann át, — ein skeið eða svo. Hann er annars úr allri hættu, og kon- an var ósköp glöð þegar eg kvaddi hana.“ „Var ekki slæm fæi'ðin??“ spurði eg. „Fremur það — þangað til eg fann vatnið. Eg var lengi á leiðinni út að vatni, skafl- arnir voru orðnir djúpir og Brúnka óþæg. — En nú er eg svangur. Gefðu mér jólamatinn kona, — og rnikið af honum. Og svo fer eg að hátta. Eg er dálítið þreyttur. Við Ásta sátum hjá Bjarna, meðan hann var að borða,- Hann lék á alls oddi og nú var frænka mín líka glöð. Og eg var svona mitt á milli þess að vera glaður og ekki glaður. Að lokinni máltíð sagði Bjarni: „Þú hefir fengið þér einn — eða máske tvo, — eins og um var talað ?“ „Eg fékk mér einn,“ svaraði eg rogginn. „En sú hófsemi! Þá er bezt að fá sér einn undir svefninn“. Og svo fengum við okkur einn. Þegar við komum úr apó- tekinu aftur, sagði frænka. „Það er svo vont veðrið, og líklega kalt heima hjá þér, að eg er búin að búa um þig. á legubekknum i dagstofunni“. „Alltaf 'ertu eins, elsku frænka!“ „Æ, vertu ekki að þessu, Ted En þú átt það skilið að þér líði vel i nótt, þú hefir verið „góður drengur" i kvöld. Og gleðileg jól, elsku frændi!“ — og áður en eg vissi af rauk hún áð mér og rak að mér remb- ings-koss, þarna beint fyrir framan nefið á Bjarna. „Nam-nam!‘‘ sagði eg og glotti framan í Bjarna. Svo '■ar það ekki meira. Við buð- um góða nótt og eg háttaði. Eg var hálf* dasaður eftir daginn og fann að eg rnyndi sofna fljótt. — — Gömul elskuleg hjón — — litill, ljúfur drengur — — Hvar or hann pabbi?-------- — hann pabbi — — hann er — norður i — — úti i — — hafsaugá. —--------- það er ekkí alveg nákvæmt — — — en það munar ekki nema svo sem hænufeti. Svo sofnaði eg. 10 Þöroddnr E. Jónsson Heildverzlun Umboðssala Sími 1747 (2 línur). Simnefni: „Þósroddur11. SELUR: Allskonar vefnaðarvörur, smávörur og búsáhöld K4IJPIR i Flestar landbúnaðar- afurdir — (a.i niu c jól LADQAVBO 46 SÍMI fœrum vér öllum nœr og fjœr. Viðtækjaverzlun ríkisins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.