Vísir - 24.12.1942, Qupperneq 38

Vísir - 24.12.1942, Qupperneq 38
38 J ÖLABLAÐ VlSIS E N G I N N FRIÐU R jVVJ ADAMA CHIEN var fimm- * tug og bjó yfir fjölda leyndarmála. Hún hafði aldrei trúað neinum fyrir neinu þeirra. Jafnskjótt og hún var nógu stálpuð til að geta hugsað, fór hún að safna þessum leyndar- málum — og það var löngu áð- ur Japanir hófu innrásina í Kina. Ef til vill fór Madama Chien að hugsa,þegarhennivarð það Ijóst, að hún var stúlka og hún sá, hver munur var gerður á henni og bróður hennar. Mun- urinn var allmikill. Ástin, sem var sýnd bróður hennar, var lotningarfull, enda þótt hann væri yngri en hún. Henni var að vísu sýnd ást og dálæti, en jafn- framt var alltaf verið að gera kröfur til þess, að hún innti ein- hver störf af hendi í staðinn, án þess að tekið væri tillit til óska hennar eða andlegra þarfa. Hún velti þessu fyrir sér um hríð, unz hún gat ekki setið á sér lengur og lagði spurningu um þetta fyi-ir móður sína. Hún fékk skjótlega svar. „Það er eins gott, að þú kom- ist að því fyrr en síðar, að þú ert kona,“ sagði móðir hennar, „og úr því að þú ert kona, þá getur þú ekki gert kröfu til þess, að komið sé fram við þig eins og karlmann.“ Madömu Chien, sem var þá aðeins níu ára að aldri, varð svarafátt. En eftir þetta fór hún að safna leyndarmálum sínum, geymdi þau bak við órjúfandi vegg óvenjulegrar fegurðar og yndisþokka. Þegar verið var að kenna bróður hennar allskonar fróðleik, sat hún i næsta her- bergi með sauma sina, en svo nærri dyrunum, að hún gat heyrt hvert orð, sem sagt var í hinu herberginu. Hún stal bók- um bróður síns svo kænlega, að hann saknaði þeirra ekki eða hélt, að hann hefði aðeins lagt þær á glámbekk, og af þessum hókum lærði hún að lesa, ekki einungis kínversku, heldur einn- ig dálitið í ensku og japönsku. Það var eitt af leyndarmálum hennar. Enginn hafði hugmynd um það, að hún skildi eitt orð í erlendum tungumálum og eng- an grunaði, hversu vel hún var læs á móðurmál sitt, eða að.hún fyndi huggun í því að hafa yfir með sjálfri sér það, sem hinir miklu heimspekingar höfðu samið •— eingöngu fyrir karl- menn. Hún var svo fróð, að ef hún hefði verið látin ganga und- ir próf í stað bróður síns, þá Hún gekk í veg fyrir mennina, sem voru að flýja, eins og hún stigi út i straumhart fljót. Er hún fann, að hún var að berast með straumn- um, spyrndi hún við fótum. „Hversvegna eruð þið á undanhaldi?" hróp- aði liún. SmÁSCLfyCt. oJjibi 'P&ahí S. d3uck hefði hún staðið sig betur en hann. En þegar hún var seytján ára, var hún gift manni einum. Hún tók leyndarmál sin með sér í hús eiginmanns síns. Eitt var það, að hún var hætt að trúa á guðina. Það hefði vakið furðu og skelfingu, ef einhver hefði komizt að því, að hin fagra og rólynda unga kona, sem talaði lítið en svo stillilega, ef hún tók til máls, hafði kastað trúnni á guðina, því að konur áttu að vera þekkingarlausar og þess vegna hjátrúarfullar og trúræknar. En hún hafði heyrt kennara bróður síns tala of mikið um visindin, til að geta nokkuru sinni trúað á gúðina framar. Hún beygði samt höf- uð sitt í auðmýkt frammi fyrir guðalíkönunum í húsi manns síns, eins og hún hafði gert heíma hjá föður sínum. Hún trúði ekki á þau ,en leit hiris- vegar á þau sem nauðsynlega hluti til að sýna lotningu fyrir þá, sem voru nógu einfaldir til að þarfnast þeirra. Annað leyndarmál hennar var hin mikla en þó vingjarn- lega fyrirlitning á öllum fáfróð- um og heimskuni. Hún komst að því nærri strax, að maður hennar taldist til þeirra, en ekki vegna þess, að hann væri fátækur, heldur hins að hann var of ríkur — sonur og sonar- sonur auðkýfinga. Það var mik- ið áfall fyrir hana, því að liún hafði látið sig dreyma um sam- félag við gáfaðan mann. En hún tók þessu með jafnaðargerði og í návist manns síns var hún alltaf vingjarnleg og brosandi, og notaði eins lítið af gáfum sinum og nægði til að halda uppi samræðum við hans hæfi. Hinn hluta gáfna sinna notaði hún til að hugsa og velta fyrir sér efni bóka þeirra, sem hún hélt áfram að lesa í laumi. Gáfur hennar og vizka juk-- ust með hverju árinu, sem Ieið, og eftir því sem vizka hennar fór vaxandi, eftir þvi varð hún góðgerðasamari. Jafnframt því varð maður hennar æ háðari henni um allt, sem gera þurfti, svo sem að stjórna eignum þeim, sem hann hafði erft, og allt, sem börn hennar, fjórir synir og þrjár dætur, lærðu, það námu þau hjá henni. Aji þess að ljósta upp neinu af leyndarmálum sínum, vakti hún hjá þeim ást á kunnáttu og lærdómi, svo að þau fóru að reyna að afla sér menntunar á eigin spýtur. Ekk- ert þeirra sá það, sem lá á bak við hina miklu fegurð hennar og vndisþokka, er hún sýndi öllum í svo ríkum mæli, að í augum manns síns var hún liin fullkomna eiginkona og ástvin- ur, og hvert harnanna um sig liélt, að það væri eftirlætisbarn hennar. Þannig liðu árin hvert af öðru. En hún hafði ekki orðið aðnjótandi þess friðar, sem hún þráði svo mjög. Hún var alltaf upptekin við að stjórna hinu mikla heimili og víðáttu- miklu eignum manns síns eða við að ráða fram úr þeim vandamálum, sem lögð voru fyrir hana. Það voru heldur engir friðartímar, sem hún hafði verið fædd á. Hún lifði ógnir byltinga og borgarastyrj- alda, sem alltaf eiga sér stað á umrótstímum, og hún hafði séð hvernig völdin voru tekin úr höndum keisarans og fengin mörgum einstaklingum lýð- veldisins. En hún gerði sér eng- ar vonir um batnandi tíma vegna þess. „Þvi að hvers vegna,“ hugsaði hún, „getum við búizt við því, að margir heimskingjar stjórni betur en einn heimskingi?“ Hún varð þvi ekki döpur eða vonsvikin, þeg- ar skattar fóru hækkandi, bölið vaxandi og deilur margfölduð- ust, þvi að hún var við þessu búin. En svo kom að því dag einn, þegar alU hafði farið hriðvei-sn- andi um langt skeið, að það -varð Ijóst, að erlendir fjand- menn hefði ekki aðeins ráðízt á landið, heldur væri þeir einn- ig að vinna á jafnt og þétt. Ma- dama Chien hafði frá öndverðu haft nánar gætur á gtferli Jap-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.