Vísir - 24.12.1942, Síða 46

Vísir - 24.12.1942, Síða 46
46 JÖLABLAÐ VISIS Á UTHAFSÖLDUM I I TI á reginhafi ldauf lítið ^ farþegaskip úthafsöldurn- ar. Norðanstormurinn gnauðaði siit gamla kuldaljóð. — — Þetta var á jóladaginn. Dag- urinn var grár og forneslcjuleg- ur og virtist í engu minna á hlýleik og kærleika jólahátíð- arinnar. Allan fyrri hluta dagsins hafði niðdimm úthafsþokan umlukt skipið og þokulúðurinn gjallað öðru liverju gegnum veðurgný- inn eins og válegar dauðaklukk- ur úr heimi heljar. Seinni hluta dagsins liafði veðrinu slotað skyndilega, það hirti upp, en herti á frostinu. Þegar rökkva tók að ráði sáust jafnvel stöku stjörnur á dökk- um himninum. Það er huggun öllum þeim er á liafinu sigla, að sjá þessar fjarlægu stjörnur — þær eru eins og vinir, sem senda hverj- um og einum hlýjar kveðjui’. Hversu einkennilegt sem það er, getur ein lítil stjarna sópað burtu úr huganum viðkvæmum klökkva um einstæðingsskap. ★ I IT við borðstokkinn stóð ^ maður i gráum, þykkum úlsterfrakka, með trefil um hálsinn, og gráa liúfu, sem hann hafði di-egið langt niður á enn- ið. Hann hallaði sér fram á horðstokkinn og virtist aðeins hlusta á úthafsöldurnar, sem risu stórar og hvítfyssandi í fjarlægðinni og skullu með hrammþungum krafti upp að skipslrliðinni og báru með sér sjávai'seltu og hressandi and- blæ. Þetta var maður á bezta aldri, hár vexti og fremur grannur, með sviphreint, karlmannlegt andlit. Hann var einn af hinum fáu fai'þegum, sem voru með skipinli í þessari ferð — Hrafn Snorrason listmálari — sem nú var á heimleið eftir nokk- ui’ra ára dvöl erlendis. Hrafn liafði gengið upp á þil- far til að anda að sér svölu og hressandi sjávarloftinu. Fyrir lítilli stundu hafði hann setið makindalega í reykingasalnum og látið fara vel um sig. Hann hafði verið að lesa af mikilli ánægju í ævisögu Van Gogh, þegar nokkrir kaupsýslumenn, sem voi'U með skipinu, settust þar að spilum, með háværu tali og upphrópunum um game, jxi'jú hjörtu, grand o. s. frv. Þeir slógu í borðið svo að glumdi í öllu, ráku upp í’uddalegar og næstum ókurteislegar hláturs- rokur. Hrafn hafði þegar staðið ólundarlega á fætur. — Ó, fyrir- gefið þér, heri-a listmálai'i. Við ætluðum ekki að trufla yður, aðeins að taka hér nolckra slagi, höfðu þeir sagt afsakandi. — Nei, þið truflið mig ekki minnstu vitund, hafði liann sagt bx-osandi, en í huganum liafði liann óskað þeixn góði’ar fei’ðar „norður og niðui'“. Þetta var ekki í fyrsta skiptið, sém þessir herrar gerðu honurn gramt í geði og lögðu næstum undir sig reykingasalinn með spila- mennsku sinni. Það var í raun og veru óskiljanlegt, að annað eins og þetta skyldi hafa áhrif á hann. Ef til vill var það mest þessi aldraði og sílspikaði sildai’kaupmaður, herra Johan- sen, er puntaði upp á fínlieit sin með konsúlstitlinum, sem kom honum úr jafnvægi. Hrafn hafði, frá því er hann sá liann fyrst, reynt að sniðganga hann mest af öllum fai’þegunum. En hann vildi alls ekki játa það fyrir sjálfum sér, að liann bæri úokkurn vott af kala eða óvild til hans. En einhverra Iiluta vegna gat hann alls ekki þolað návist þessa manns. Það virðist líka svo, að það sé ekki í sjálfs manns valdi að hvei'jum maður dregst ósjálfrátt og hver verður manni ógeðfelldur. M RAFN Snorrason vaknaði ** af hugsunum sínum þarna við borðstokkinn, því að út til lians bárust mildir tónar. Það. var ungfrú Ethel Reynards, sem lék á slaghöi-puna í borðsaln- um. Hún var ein af fai’þegunum — konsert-slaghörpuleikari á hljómleikaferð — geðugur og skemmtilegur fei'ðafélagi. Hann mundi það nú, að hún hafði lof- að að leika nokkur lög síðari hluta dags.ins, eftir beiðni, er skipstjórinn hafði borið fx-anx við liana, samkvæmt áskorun hinna far]>eganna. Hrafn gekk þegar undir þilj- ur. Hann opnaði liægt hurðina að borðstofunni. Þegar liann lcom inn var ungfrúin að leika enskan jólasálm. Allir fai'þeg- arnir voru þarna saman komnir og einnig mest öll skipshöfnin. Allir voru hátíðlegir á svipinn, jafnvel litla telpan, sem var elcki nema á sjötta árinu og var yngsti fai’þeginn. Hrafn tók sér sæti úti við dyrnar, augu hans skimuðu yfir liópinn og mættu augum ungu, Iaglegu konunnar, sem sat næst telpunni. Það lék dull bros um varir hennar og hún strauk hægri hendinni blíðlega um vanga litlu telpunnar. Af einskærri tilviljun höfðu þau staðið ein síns liðs aftur á skipinu kveldið áður, þegar hún bauð honum gleðileg jól. Hann gat alls ekki "0 þessari stundu gert sér fyllilega Ijósa grein fyrir ]>essu. Hann vissi það eitt, að hann hafði lekið hana í faðm sér og þrýst brennheitum kossi á varir hennai’. Hann leit aftur upp, og i áttina til hennar, en nú mættu augu hans augnai'áði gamla konsúlsins, hen'a Johan- sens, sem sat við hlið hennar. Unga, laglega konan brosti enn þessu dulda bx-osi. Hvað lá í þessu brosi? Það var ekki á hans valdi að ráða það, og þó hafði hann engri konu kynnzt betur né nánar en einmitt hénni — Signínu Þor- steinsdóttur. Enski jólasálmurinn var á enda. Farþegarnir hylltu lista- konuna með dynjandi lófa- klappi. Nú lék liún sónötu í b-moll eftir Chopin („Ljóðið um dauðann“); þar næst „Tunglskinssónötuna“ eftir Beethoven, og að lokum vai’ð liún, vegna lii’ifningar og að- dáunar áheyrendanna, að leika aukalag: „Kirkjan á marar- botni“ eftir Debussy. Þetta ein- kennilega og seiðmagnaða lag, er byggt yfir forna þjóðsögu frá Bretagne, um kii'kju, sem átti að hafa soklcið i haf fyrir mörgum öldum, meðan á messu stóð. Það var og göinul trú, að i ljósaskiptunum risi kix-kjan úr hafi, og þá mætti heyi’a töfr- andi söng og klukknahljóm óma frá henni, en smátt og smáll dvínaði söngurinn og klukknahljómui'inn, þar til allt dæi út í fjai’ska og kirkjan hyrfi aftur niður í djúpið. Hrafn vai-ð gripinn sterkum töfi’um af þessu lagi. Það kom honum til að niinnast bemskú sinnar. Hann hafði átt heima á eyju, er lá skammt undan ströndinni, þar sem liöfuð- borgin stóð. Og þar liafði hann alizt upp með Sigrúnu Þor- steinsdóttur — Rúnu, sem nú sat þarna á móti honum. Skyldi ]>etta lag einnig minna hana á bernsku þeirra? Hrafn leit yfir til hennar. Hún horfði niður fyrir sig. Hann gal því ekki lesið úr aug- um hennar, livað inni fyrir bjó. ★ LJRAFN sá þau sem lítil börn * * í flæðarmálinu, þar senx þau léku sér að skeljum og kuð- ungum, og þegar þau sátu nið- ur í naustinu lijá Andra gamla fiskara, er hann var að beita eða gera við netin. Þar sátu þau löngum hljóð og lilustuðu hug- fangin kvöld eftir kvöld á dul- jÓLASAGA EFTIR GUÐMUND K. EÍRIKSSON

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.