Vísir - 24.12.1942, Page 49

Vísir - 24.12.1942, Page 49
JÓLABL^P VtSJS 49 honum? sagði Hrafn bliðlega við litlu stúlkuna. — Já, já, sagði telpan áfjáð. Þegar búið var að leysa upp þennan litla pakka, kom í ljós lítið gullið men, sem hægt vár að opna. Hrafn opnaði það, og í þvi voru þá tvær litlar myndir. — Hann sýndi lienni þær. — Myndirnar voru af litlum dökk- hærðum dreng í matrósafötum og lítilli ljóshærðri telpu. Og ef hún hefði verið nokkrum ár- um eldri, hefði hún ef til vill veitt því athygli, að myndin af litlu telpunni svipaði mjög til hennar sjálfrar. Hrafn lokaði meninu aftur og fékk litlu telpunni það um leið og hann klappaði á kollinn á henni og sagði, að jólasveinninn hefði sagt, að hún mætti aldrei týna þessu meni. — Það ætti að vera henni minjagripur sem hún mætti aldrei farga né glata. Löngu eftir að káetuhurðin hafði lokast eftir litlu stúlk- unni, stóð Hrafn í sömu spor- um og starði hugsandi út um kýraugað, sem úthafsöldurnar skullu á jafnt og þétt. ★ |-J RAFN og ungfrú Reynards stóðu frammi á skipinu og ræddu saman. Ungfrú Reyn- arxls var glaðlynd og hlátur- mild kona og hlátur hennar hljómaði tær og friskur út i næturhúmið. Þau tóku hvorug eftir kon- unni, sem kom í þessu upp á þilfarið. Það var Sigrún — eða frú Johansen eins og hún var nefnd daglega. Hún hikaði and- artak, líkt og hún væri að ráða það við sig, livort hún ætti að ganga til þeirra eða ekki. Að því búnu gekk hún aftur eftir skipinu og staðnæmdist við borðstokkinn, þar sem skugga bar á og ekki sást til þeirra. Hún stóð þarna þögul, há og grönn, og starði út í nóttina. Hún bar hægri hendina upp að brjósti sér og kreppti hendina utan um litinn hlut. Það var menið — með myndunum tveimur — sem Hrafn hafði gefið litlu dóttur hennar. Barn- ið hafði sofnað með það í krepptum lófanum, er hún svæfði það, og hún hafði leyst það úr hendi þess sofandi. Þegar hún tók það í hönd sér, eftir öll þessi ár, virti það fyrir sór =— og myndimar tvær — og miuntist kveldsius, þegar hún hafði gefið Hi:afní það sem minjagrip um ást hennar og tryggð, báru tilfinningarnar hana ofurliði. Og hún minntist alls þess liðna. — Minningarnar runnu fram í huga hennar hver eftir aðra — ein* og lifandi myndir. — Tilfinningar, sem voru henni ofurefli og hún hafði reynt að kveða niður, brutust nú fram með ofurmagni. Þær voru sem fjarlægur ómur, — bergmál frá löngu liðnum ham- ingjudögum. * Sigrún stóð einmana út við borðstokkinn og grét hljóðlega í húmi næturinnar. Jólah ugleiðing Framhald af bls. 1. Þvi segi eg við þig, sem þess- ar línur lest: Hugleiddu jólin og hinn andlega boðskap jieirra með þér sjálfum, reyndu einn- ig í einrúmi að opna sál þína fyr- ir þér sjálfum og öðlast hina innri leið og innra skilning á þessari hátíð kærleikans og frið- arins! Af þeirri leit eiga svo að spretta þeir ávextir, sem fegra líf vort hið ytra. Einu sinni kom eg á jólunum á sveitabæ, sem var afskekktur upp til fjalla. Hjónin voru einyrkjar með stóran barnalióp. Þau voru gæðamanneskjur. Þar var allt fágað og hreint og svo vinalegt, að fátæktin sjálf, sem þar var, virtist fara í felur vegna þess hugarfars, sem hafði prýtt hæj- arhúsin undir jólin og ríkti þar á heimilinu. Svona áhrif þurf- um vér að finna og sjá á jólun- um. Þessi áhrif þurfa að sigra í heiminum, svo að upp megi renna gleðileg jól, þar sem þeir veilui eru studdir, þeir fljúku græddir og þeir sorgbitnu huggaðir, þar sem mannkynið megi búa við bjart hugarfar og góða breytni einstaldinganna og þjóðarheildanna, svo að heimur vor megi verða samastaður friðarins og bróðurkærleikans. G I e ð i I e g j ó 1! i J e s ú nafni. Amen. Jón Thorarensen, GLEÐILEGJÓL! Eygló. GLEÐILEGJÓL! á Feldur h.f. f GLEÐILEG JÓL! Ó. V. Jóhannsson & Co. V________________________ GLEÐILEG JÓL! Sportvörur h.f. GLEÐILEG JÓL! Verzlunin Lögberg.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.