Morgunblaðið - 16.02.1975, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 16.02.1975, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 7 Henry Kissinger Rogers Morton William Simon Hinir þrír stóru: Helztu sam- starfsmenn og ráðunautar Geralds Fords Margvíslegar breytingar á starfsháttum Hvita hússins hafa orðið í forsetatið Geralds Fords og þeir starfsmenn og ráðgjafar, sem hann hefur valið sér til fulltingis eru fæstir þekktir utan Bandaríkj- anna. í U.S. News & World Report fyrir skömmu er greint frá ýmsum nánustu samstarfsmönnum Fords og þeir kynntir nokkrum orðum. Þar er og vikið að þvi að þrir menn beri augsýnilega af þeim og gnæf- ir Henry Kissinger utanríkisráð- herra að sjálfsögðu yfir þá alla. En næstir honum segir blaðið koma Roger Morton innanríkisráðherra og Simon fjármálaráðherra. Nefndur er og Schelsinger varnar- málaráðherra. Þrír fyrrnefndu ráð- herrarnir ganga undir samnefninu „hinir þrir stóru" i Washington, enda störfin sem á þeim hvila viðameiri flestum öðrum ráðherra- embættum. Henry Kissinger og störf hans þarf ekki að kynna, svo rækilega sem um þau er alltaf fjallað. Er þá komin röðin að Roger Morton inn- anrikisráðherra. Hann er islenzk- um þjóðhátíðargestum kunnur þvi að hann var fulltrúi Bandarikja- stjórnar á þjóðhátiðinni á Þing- völlum sl. sumar og flutti þar kveðju frá stjórn sinni. Morton hefur verið náinn vinur Fords frá þvi þeir voru samstarfs- menn i þinginu. Það er til merkis um traustið sem forsetinn ber til Innsti hringurinn: John Marsh, Jr. hans, að Ford fól Morton stjórn og yfirumsjón orkumála í Bandarikj- unum. Hefur forsetinn falið Mort- on ótvíræða forystu í þessum efn- um og hefur komið fram i mörgu að hann treystir mjög á dómgreind Mortons og hæfni hans til að leiða mál til lykta af skörungsskap og viti. Simon, fjármálaráðherra Banda- rikjanna, er og i góðu áliti hjá forsetanum, enda mætti ætla að ekki væri öðrum en hæfileika- manni trúað fyrir stöðu sem þess- ari á slíkum erfiðleikatímum. Þeir sem fylgjast með fram- vindu mála i Washington segja að margt bendi til að Gerald Ford hafi dreift valdinu meira en fyrirrenn- ari hans, svo og gefið starfsliði sinu í Hvita húsinu frjálsari hend- ur til eigin ákvarðana. Hringurinn hefur verið vikkaður og nú eiga ekki aðeins aðganga að Hvita hús- inu fámennur hópur „sérfræð- inga", en slikir sérfræðingar voru mikiis megandi i forsetatið Rich- ard Nixons. Þeirfimm menn, sem eru áhrifa- mestir ráðgjafa Fords i starfsliði Hvita hússins eru: Donald Rumsfeld, 42 ára gam- all, starfsmannastjóri. Hann hefur það verk að láta starfið ganga eins Ijúflega fyrir sig og unnt er. Hann á að sjá um starfsdagskrá forset- ans. láta framkvæma ýmis fyrir- mæli hans, hafa eftirlit með skjöl- um og bréfum. Rumsfeld er einnig sagður Ford ráðhollur i ýmsum persónulegum málum. Rumsfeld er fyrrverandi þing- maður frá lllinois. Hann var sendi- herra hjá Atlantshafsbandalaginu, áður en hann gerðist starfsmaður Hvíta hússins. Donald Rumsfeld Philip Buchen Robert T. Hartmann, 57 ára, er ráðgjafi. Hann hefur unnið vel og lengi með Ford og er sagður sér- fræðingur i að „vita hvað hús- bóndinn er að hugsa". Hartmann var áður blaðamaður og hann er eins konar hugmynda- banki Hvita hússins og auk þess hvilir á honum meginábyrgðin i sambandi við gerð allra helztu ræða Fords. Hartmann er lýst sem hreinskiptum manni og vel hæfum i hvivetna. John O. Marsh jr. er einnig ráðgjafi. Hann hefur með ýmis sérfræðileg mál að gera. Hann var áður þingmaður í fjögur kjörtima- bil fyrir Virginíuriki. Hann var þá sagður hægfara demókrati. Hann er þægilegur i viðmóti, gætinn i bezta lagi, en nákvæmur i alla staði. Starfsbróðir hans einn hefur lýst honum svo að engin hætta sé á þvi að hann veki upp óþarfa ólgu. Hann sé ekki valdasjúkur og fari jafnan eftir óskráðum og skráðum leikreglum. Philip W. Buchen, 58 ára, er lógf ræðilegur ráðunautur Fords. Hann stjórnar að mestu bak við tjöldin og er sagður hafa komið við sögu í náðunarmáli Nixons. Höfð er á orði takmarkalaus tryggð hans við forsetann og ýms- ir álíta að forsetinn leiti til hans með mun fleiri mál en beinlinis heyra undir verksvið hans. L. William Seidman, 53 ára, er einn af fornvinum forsetans. Svið hans er efnahagsmál og réðst hann til Hvita hússins með það fyrir augum að ieita eftir ráðum til að hamla gegn verðbólgu. Hann er yfirmaður Efnahagsmálaráðs for- setans. Hann er sagður ágætur skipuleggjari og mikill verkmaður. Robert Hartmann L. William Seidman Málverkahreinsun Geymið auglýsinguna. Hreinsun og viðgerðir á olíumál- verkum. Sími 22689. Garðastræti 4. íbúð óskast Kona í fastri vinnu óskar eftir 1 2 herb. íbúð helst í Vesturbæ eða í grennd við Miðbæinn. Góð um- gengni. Sími 42519. Halló Hver vill vera svo góð(ur) að leigja tveim stúlkum (sjúkraliðum) með eitt barn, sem eru utan af landi 2ja—3ja herb. íbúð í eitt ár. Sími 21711. 27 ára stúlka utan af landi óskar eftir vinnu strax. Er vön skrifstofustörfum, en margt annað kemur til greina. Uppl. gefnar í síma 82894 eftir kl. 6 á kvöldin. Til sölu Bedford vöruþifreið til niðurrifs. Lágt verð. Sími 53075. Matsvein vantar á netabát. Uppl. í síma 37952, Rvk. og 93-6649, Hellissandi. Peningamenn athugið Vill einhver lána 200—300 þús. i eitt ár með 16 —19% vöxtum og jöfnum afborgunum eftir það. Til- boð sendist Mbl. merkt: „Peningar — 9663". Til sölu Sænskur Thermina-þurrkari. Simi 1 0833. Sniðnámskeið Pláss laus í síðdegisnámskeið. Innritun í síma 1 91 78. SigrúnÁ. Sigurðardóttir, Drápuhlíð 48. 2. hæð. Til sölu Ný kraftblökk fyrir grásleppuveið- ar. Tækifærisverð. Sími 71 592. Þúsund þjala smiður Fyrirtæki óskar að komast i sam- band við fullorðinn mann til alls konar smáviðhalds. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Samkomulag — 6596". Leigubilstjórar Er einhver með svart seðlaveski með mynd af amerískum bilum og víxli í. Pant frá þvi á sunnudags- nótt s.l. eða hugsanl. það hafi tapast i leigubil. Fundarlaun. Sim- ar 5351 1 og 40122. Heimavinna — Vélritun Tek að .mér vélritun heim, er vön skrifstofustörfum og hef rafmagns- vél. Önnur heimavinna kemur einnig til greina. Uppl. í sima 71 387. Til leigu i miðbænum ca. 1 50 fm húsnæði. Hentar fyrir léttan iðnað eða sem lagergeymsla. Uppl. gefur Íbúðaleigumíðst. Hverfisg. 40 b og i S. 22926 á kvöldin. Grindavík Til sölu 300 fm fiskverkunarhús ásamt 4ra herb. íbúð. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavík. Símar 1 263 og 2890. Tilboð óskast í 6 yonna frambyggða trillu, einn- ig grásleppugirnisnet 3 elliðaraf- magnsrúllur o.fl. Upplýsingar í síma 69-7 1487. Sandgerði Til sölu eldra einbýlishús. Má innrétta sem 2ja herb. ibúð á neðri hæð og 3ja herb. íbúð á efri hæð. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavik. Simar 1 263 og 2890. Keflavik — Suðurnes Til sölu gott einbýlish. Skipti á íb. i Rvk. möguleg. Einbýlish. skipti á ódýrara möguleg. Vantar einbýlish. i l-Njarðv. Eigna og Verðbréfasalan, Keflav. S 92-3222. Springdýnur Tökum að okkur að gera við springdýnur samdægurs. Sækjum og sendum ef óskað er. Opið til 7 alla daga. KM springdýnur, Helluhrauni 20, Hafnarfirði. Simi 53044. Grindavík Til sölu ma: Fokh. einbýlish. Ekki fullgert en ibúðarhæft einbýlish. Ennfremur gott eldra einbýlish. Eigna og Verðbréfasalan, Hringbr. 90, Keflav. S. 92-3222. Stýrimaður og háseti óskast á 60 tonna bát frá Rifi. Upplýsingar í sima 93-6709. Citroen G.S. '71 fallegur bill, skoðaður '75, til sölu. Má borgast með skuldabréfi, eða eftir samkomulagi. Sími 16289. Vil kaupa bát 10—30 tonna. Þarf að vera útbúin með rafmagns handfæra- rúllum. Upplýsingar i síma 41 526. Milliveggjaplötur vorar eru nú aftur fyrirliggjandi. Athugið að nákvæmni í stærð og þykkt sparar pússningu. Steypustöðin hf., sími 33603. JHorjjutiFIntiiíi nuGivsincnR <gt*-»22480 Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27. Sími 2589 1 . Gólfhersluefni í sérflpkki THORO STÁLGÓLF 8 litir BP«| P. & W. GÓLFHERÐIR Stálflögumerblandaðíblautasteyp- Settur á gólfin, eftir að þau hafa una. Margfaldar slitþol gólfsins. IThoroI verið steypt. Slitþol þrefaldast og Eykur höggstyrkinn um 50%. höggstyrkur eykst um 25.°c Ómissandi á iðnaðar- og vinnusali. Veljið THORO á gólfin. ÞÚSUNDIR FERMETRA HAFA ÞEGAR SANNAD GÆDIN. IS steinprýði I BORGARTÚNI 29 SÍMI 2B290 I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.