Morgunblaðið - 16.02.1975, Page 19

Morgunblaðið - 16.02.1975, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 19 Chen Hsi-lien Hua Kuo-feng Tang Hsiao-píng hér ásamt Kissinger Ijóst er að þeir gætu reynt að hreppa stöðu flokksformannsins. Ekki er hægt að útiloka þann möguleika að þeim takist það. Sjálfur var Mao ekki viðstaddur fundi alþýðuþingsins né miðstjórnar- innar sem kom saman skömmu áður. Þó talaði hann við vestur-þýzka stjórnmálaforingjann Franz-Josef Strauss rétt áður en þingið hófst svo að sá möguleiki er útilokaður að hann hafi ekki mætt á þinginu vegna veikinda. Einnig er talið ólíklegt að hann hafi ekki mætt vegna þess að hann hafi verið ósammála ákvörðun- um þingsins því að Ijóst virðist vera að hann hafi lagt blessun sína yfir þá hófsömu stefnu sem var mörkuð á þinginu. Li^legasta skýringin á fjarveru Maos er talin sú að hann hafi dregið sig I hlé og sé hættur að skipta sér af daglegri stjórn mála. Verið getur að hann vilji einbeita sér að þv! að hugleiða framtíð Kina í ró og næði. Hann mun telja að það sem nú skipti mestu máli sé að tryggja þjóðarein- ingu. Kinverjar hafa alltaf vitjað hafa heimspekinga sem geti kennt þeim hvernig þeir geti skilið stjórnmál og hvernig þeir eigi að haga lifi sinu. Mao virðist nú hafa einbeitt sér að þvi að gegna þessu hlutverki og feta þannig i fótspor Konfúsiusar og ann- arra heimspekinga. sem hafa gegnt því á undan honum. Ljóst er að Mao hefur orðið fyrir áfalli. Hann hefur reynt að koma byltingarmönnum til valda, en sú tilraun hans hefur farið út um þúfur. Að vísu benda ræður og skjöl frá alþýðuþinginu til þess að komizt hafi verið að málamiðlunarsamkomulagi, en þó telja sérfræðingar engan vafa leika á þvi að verjendur hugsjóna Maos hafi beðið lægri hlut. Mikil- vægt er talið i þessu sambandi að nafn Maos var aðeins nefnt fimm sinnum i opinberum tilkynningum um þingið. Þingið var ekki síður ósigur fyrir Mao en hina róttæku. En Mao hefur oft áður orðið fyrir áföllum. Árið 1956 var hann sviptur formannssætinu og sá sem var skip- aður formaður i hans stað var enginn annar en Teng Hsiao-ping. Árið 1958 var hann neyddur til að segja af sér forsetaembættinu. Á þessum árum fór „stóra framfarastökkið” sem Mao átti hugmyndina að út um þúfur. Þá dró hann sig einnig f hlé eins og hann virðist nú hafa gert. Sá sem tók við forsetaembættinu var Liu Shao-chi og kinversk stjórnmál mótuðust i nokkur ár af persónuleg- um rig hans og Maos. Mao dró sig aftur i hlé þar sem hann óttaðist að kínverska byltingin mundi kafna i skriffinnsku og tók til við að skipu- leggja menninarbyltinguna. Þá tókst Mao að visu að svipta bæði Liu og Teng völdum, en Teng fékk uppreisn æru gegn vilja Maos 1973 og var siðar skipaður i stórnmálaráðið. Sigur Chous Chou En-lai forsætisráðherra hefur haft á hendi forystuna um að beina Kína inn á hófsamari brautir síðan menningarbyltingunni lauk 1969 og Ijóst er að Mao hefur samþykkt margar þær breytingar sem hann hefur komið til leiðar. Mao hefur til dæmis lagt blessun sina yfir þá stefnu að bæta sambúðina við erlend riki, meðal annars með þvi að hitta að máli marga erlenda gesti, þar á meðal Nixon fyrrverandi Bandaríkja- forseta. Chou hefði áreiðanlega ekki getað rofið einangrun Kina án sam- þykkis Maos og Mao hreyfði heldur ekki mótbárum þegar hann dró úr stuðningi Kinverja við byltingaröfl i heiminum. Á svipaðan hátt lagði Mao sjálfur blessun sina yfir þá hófsömu stefnu sem alþýðuþingið markaði þegar hann sagði fyrir nokkrum vikum að menningarbyltingin hefði staðið i átta ár og kominn væri timi til að hægja á henni. En stutt er siðan Mao samþykkti frávik þau sem hafa orðið frá stefnu hans. Ekki er lengra siðan en i október i fyrra að Mao reyndi að neyða yfirmenn kinverska hersins að fallast á að róttækir menn taki við stjórninni i Kina þegar hann og Chou hverfa af sjónarsviðinu. Herinn þver- tók fyrir þetta og Mao beið ósigur eins og nú. Hann varð að halda ræðu sem var sjálfsgagnrýni i 37 liðum og lýsa þvi yfir að pólitisk dómgreind sín væri ekki óskeikul. Chou steig upp frá sjúkrabeði sin- um til þess að flytja aðalræðuna á alþýðuþinginu. Þar boðaði hann raunsæja efnahagsstefnu sem sting- ur i stúf við rétttrúnað Maos. Að visu tók Chou undir þá kenningu for- mannsins að Kinverjar yrðu að treysta á sjálfa sig og talaði um „ólgu og verðbólgu" i heimi kapitalista en hann lagði megin- áherzlu á samstöðu og einingu, framleiðni og og efnahagsþróun og nútimabreytingar á sviðum landbún- aðar, iðnaðar, landvarna, visinda og tækni sem ættu að færa Kina i fremstu röð rikja heimsins á siðasta fjórðungi þessarar aldar. Chou tók fram að ræðan væri flutt með samþykki miðstórnar flokksins og Ijóst er að ef Kinverjum á að takast að ná þeim markmiðum sem hann gerði grein fyrir geta ekki átt sér stað byltingar með vissu millibili sem Mao telur nauðsynlegar til að Kinverjar geti þrætt braut byltingar- hugsjónarinnar. Ný stefna Hann sagði að visu að togstreita Bandarikjanna og Sovétrikjanna hlyti að leiða til heimsstyrjaldar og að ólga væri gagnleg málstað heims- byltingarinnar. Hann ítrekaði stuðn- ing Kinverja við löndin i Þriðja heim- inum i baráttu þeirra gegn „nýlendu- stefnu, heimsvaldastefnu og yfir- drottnunarstefnu". Hann lagði áherzlu á náið samstarf Kinverja við lönd Þriðja heimsins og bar Rússa þeim sökum að hafa svikið málstað marxismans og leninismans, stundað undirróðusstarfsemi og jafnvel stofn- að til árekstra á landamærunum. Hins vegar skoraði Chou á vald- hafana í Kreml að finna lausn á hinni löngu landamæradeilu Kinverja og Rússa. Jafnframt fuilvissaði hann þingfulltrúa um að sambúðin við Bandaríkin hefði batnað að vissu marki. Þegar hann hafði flutt ræðu sina fór hann aftur i sjúkrahúsið en tók á móti japönskum gestum og þeim sagði hann að Japanir ættu að halda áfram nánu samstarfi sinu við Bandarikjamenn og halda Rússum i hæfilegri fjarlægð. Chou gætti þess vandlega að Mao gæti sætt sig við þá stefnu sem hann boðaði i innanlandsmálum. Sam- kvæmt stjórnarskránni, sem þingið samþykkti, eru nokkrar kenningar Maos löghelgaðar, til dæmis kenn- ingin um „viðvarandi byltingu". Staðfest var að veggspjöldin, sem settu svip sinn á menningarbylting- una, væru þáttur i að framkvæma sósialistiska byltingu. Stjórnarskráin ábyrgist málfrelsi, prentfrelsi, funda- frelsi, skrúðgöngur, mótmælaað- gerðir og verkfallsrétt og heimilar trúariðkun en einnig trúleysi. En nokkur ákvæði stjórnarskrárinnar virðast ganga i berhögg við hug- myndir Maos, til dæmis rétturinn til að eiga jarðir og rækta þær og ákvæði um að Kinverjar geti stundað sjálfstæða atvinnu ef það hefur ekki „arðrán" í för með sér. í raun og veru boðaði ræða Chous að Kinverjar hafa sagt skilið við það boðorð Maos að þeir eigi að vera sjálfum sér nógir og halda sér i hæfilegri fjarlægð frá umheiminum. Sýnt er að Kínverjar hafa ákveðið að hefjast handa um að skipuleggja uppbyggingu atvinnulifsins og auka jafnframt viðskipti sin við útlönd. Forsendur þess að þetta takist eru jafnvægi, röð og regla og skipulag. Allt þetta er viðs fjarri þvi sem Mao hefur boðað. Erfiður vandi Vandinn sem við er að glíma innanlands er gifurlegur. Þrátt fyrir miklar framfarir i landbúnaði geta Kinverjar ekki brauðfætt sig og þeir hafa orðið að flytja inn matvæli fyrir um milljarð dollara á siðastliðnum tveimur árum. Þótt lifskjörin hafi batnað hafa kröfur Kinverja um enn betri lifskjör orðið háværari. í fyrra hafði greiðsluhalli Kínverja þrefald- azt og nam þá 750 milljónum doll- ara. Kinverjar hafa lika keypt erlend- an tæknibúnað, stundum heilar verksmiðjur, fyrir 1,8 milljarð doll- ara, á siðustu tveimur árum. Einnig hafa þeir keypt mikið af hveiti er- tendis frá, aðallega frá Bandaríkj- unum, þótt nú hafi verið ákveðið að kaupa af Ástralíumönnum i staðinn. Kínverjar hafa hins vegar haft vax- andi tekjur af útflutningi, einkum olíusölu. Oliuframleiðslan i fyrra var 65 milljón tunnur og hafði aukizt um 20% miðað við árið á undan. Tekj- urnar námu allt að fjórum milljörðum dollara og sérfræðingar telja að Kin- verjar verði einhverjir mestu oliu- framleiðendur heimsins fyrir næstu aldamót. Það er þvi Ijóst að vegna aukinnar oliuframleiðslu og iðnvæð- ingar verður erfiðara fyrir Kinverja en áður að koma fram i hlutverki vanþróaðs rikis sem berst fyrir til- veru sinni og i forystuhlutverki rikja Þriðja heimsins. í utanrikismálum hafa ekki verið boðaðar róttækar breytingar eins og ræða Chous bar með sér. Sem fyrr telja Kinverjar vafalaust að þeim stafi mest hætta frá Bandarikjunum og Sovétrikjunum og þeir munu halda áfram að fylgja þeirri stefnu að reyna að etja risaveldunum saman. Jafnframt er ekki búizt við að Kin- verjar sýni mikinn áhuga á þátttöku i alþjóðasamvinnu i málum eins og fólksfjölgunarvandamálinu, orku- málum og matvælamálum. Þótt Kín- verjar hafi lengi reynt að leysa deil- una við Rússa gerir enginn ráð fyrir að þeir gangi aftur i náið bandalag. En vinsamleg samskipti eru boðuð við Bandarikin, Sovétrikin og Japan, ekki sizt vegna þess að Kinverjar treysta sér betur en áður til að verja landið, m.a. með skæruhernaði. Hvað tekur við Eftir þær breytingar sem hafa verið gerðar hafa Kinverjar fengið traustustu stjórn sem verið hefur við völd i Peking siðan i menningarbylt- ingunni. Stefnan sem hefur verið boðuð sýnir að þröunin i Kina stefnir í jafnvægisátt. Þar sem Kinverjar hafa tekið að sér forystuhlutverk i heimsmálunum, eiga til dæmis sæti i Öryggisráðinu, og þar sem þeir eru háðari efnahagsástandinu i heim- inum en nokkru sinni áður mundi annað öngþveiti i likingu við menn- ingarbyltinguna stofna öllu þvi i hættu sem hefur verið byggt upp i Kina siðan 1 969. Þess vegna hefur dregið úr likum á þvi að nýr glundroði skapist. en þótt styrk stjórn sé við völd hefur enn ekki verið ákveðið hver eigi að taka við völdunum af Mao. Þvi er ekki hægt að útiloka harða valdabaráttu og illdeilur þegar Mao hverfur af sjónarsviðinu og slik barátta gæti haft umrót i för með sér. Hinir hófsömu vona að valdaskipt- in gangi rólega fyrir sig en tilvera nýju stjórnarinnar grundvallast á málamiðlunarsamkomulagi sem hefur tekizt milli andstæðra fylkinga innan flokksins. Það sem helzt gæti komið i veg fyrir umrót er sú stað- reynd að Kinverjar gera sér almennt grein fyrir þvi að það gæti orðið þeim dýrkeypt og raskað þeim framförum sem þeir leggja megináherzlu á nú orðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.