Morgunblaðið - 16.02.1975, Side 25

Morgunblaðið - 16.02.1975, Side 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1975 meira en að standa undir þeirri hækkun, sem hún veldur á rekstrarvörum. Hins vegar telur ráðherr- ann sennilegt, að ávinning- ur togaraflotans af fisk- verðshækkun þurrkist út vegna útgjaldaauka í kjöl- far gengisbreytingar þar sem skuttogararnir eru yfirleitt ný skip og á þeim hvíla mikil erlend lán, sem að sjálfsögðu hækka við gengislækkunina. HLIÐARRÁÐSTAFANIR VEGNA ÚTGERÐAR hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 35,00 kr. eintakið Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn Auglýsingar Fyrstu viðbrögð út- gerðarinnar við gengis- breytingunni voru þau, að vandamál hennar væru enn óleyst. Þessi viðbrögð stafa af því, aó svo hröð handtök voru höfö við ákvörðun gengisbreyting- ar, að ekki vannst timi til að ganga jafnframt frá hliðarráóstöfunum, sem ríkisstjórnin hyggst beita sér fyrir til þess að gengis- breytingin komi útgerð- inni aö fullum notum. En auðvitaó er ljóst; að með gengisbreytingunni hefur verió lagður grundvöllur að því að útgerðarrekstur- inn komist í heilbrigðara horf en verió hefur um skeið. 1 viótali við Morgunblað- iö i gær, gerói Matthías Bjarnason, sjávarútvegs- ráöherra, glögga grein fyr- ir áhrifum gengisbreyt- ingarinnar á stöðu sjávar- útvegsins og þeim hliðar- ráðstöfunum, sem ríkis- stjórnin mun hafa frum- kvæói um. Sjávarútvegs- ráðherrann bendir f viötali þessu á, að ef hver grein sjávarútvegsins meti gengisbreytinguna fyrir sig án hliðarráðstafana þýöi þaó einfaldlega, aó þeir sem selja útflutnings- afuröir úr landi njóti hagnaðarins af gengis- breytingunni algerlega. Þess vegna sé nauðsynlegt aö færa til fjármuni innan sjávarútvegsins, milli ein- stakra greina hans. Matthias Bjarnason segir í viötali þessu, að gagnvart bátaflotanum almennt geri fiskverðshækkunin mun í þessu sambandi rifjar ráðherrann upp, hvernig að málum var staðið sl. haust, þegar gengi krón- unnar var lækkað um 17%. Þá var ákveðið að verja 600 milljónum króna til þess aö greiða upp gengistap af erlendum lánum fiski- skipaflotans. Ennfremur voru lagðar fram 230 millj- ónir króna af gengishagn- aði í rekstrarframlög til togaraflotans og um 250 milljónir króna i rekstrar- framlög til bátaflotans. Matthías Bjarnason lýsir því yfir í samtali sínu við Morgunblaðið, að hann telji eðlilegt, að mikill hluti gengishagnaðar renni til þess aó greiða gengistap af erlendum lánum fiskiskip- anna og þegar það hafi ver- ið gert leiki enginn vafi á því, að gengisbreytingin verði útgerðinni hagstæð. Þegar þessar yfirlýsing- ar sjávarútvegsráðherra eru hafðar í huga verður aö telja, að þær áhyggjur, sem útgerðarmenn hafa látið í ljós um rekstrar- vandamál fiskiskipanna i kjölfar gengisbreytingar, verði ekki langvarandi, enda ljóst, að ríkisstjórnin mun svo fljótt sem kostur er leggja fram lagafrum- vörp um þessar ráðstafanir og aðrar. Jafnframt hefur forsætisráðherra lýst yfir þvi, að olíugreiðslukerfið og tryggingakerfi fiskiskip- anna verði allt tekið til endurskoðunar enda ekki vanþörf á. Markmið ríkis- stjórnarinnar með gengis- breytingunni var annars vegar að tryggja rekst- ur undirstöðuatvinnuveg- anna og hins vegar að jafna gjaldeyrisstöðuna. Bæði forsætisráöherra og sjávarútvegsráðherra hafa nú gefið yfirlýsingar á þann veg, að útgerðinni ætti að vera ljóst, að viö þessi markmið veróur stað- ið með nauðsynlegum ráð- stöfunum til viðbótar gengislækkun. ALÞÝÐUBANDALAG ÞRÍKLOFIÐ Fróðlegt hefur verið aó fylgjast með afstöðu stjórnarandstöðunnar til gengisbreytingarinnar. Al- þýðubandalagið er bersýni- lega þríklofið í afstöóu sinni til málsins. Guðmund- ur Hjartarson, einn helzti áhrifamaður í Alþýðu- bandalaginu um langt ára- bil, sem Lúðvik skipaði bankastjóra Seðlabankans, stóó að ákvörðun um gengislækkunina i banka- stjórn Seðlabankans. Ingi R. Helgason, sem er full- trúi Alþýóubandalagsins i bankaráði Seðlabankans, greiddi ekki atkvæði gegn gengislækkuninni þegar hún var til umræðu í bankaráðinu. Hins vegar lýsti Lúðvík Jósepsson yfir andstöðu við gengislækk- unina í þingræóu þ.e.a.s., að hún væri of mikil. Hann vill bersýnilega heldur fara þá leið að hækka skatta og lækka gengið svo að auki en ekki eins mikið og ríkisstjórnin gerði. Þegar þetta er haft i huga og þessi þríklofningur helztu áhrifamanna Al- þýðubandalagsins gagn- vart gengisbreytingunni er skoðaður er þess tæpast að vænta, að menn taki mikið mark á hávaðanum í Þjóð- viljanum vegna gengis- breytingarinnar. | Reykj avíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<Laugardagur 15. febrúar ♦♦♦♦••♦♦< Þá hefur það gerzt Eins- og að líkum lætur, ræða menn vart um annað þessa dag- ana en gengisbreytinguna og efnahagsráðstafanirnar, en raunar hefur lýðum verið það ljóst undanfarnar vikur, aó ekki yrði komizt hjá því að grípa til einhverra róttækra ráðstafana í efnahagsmálum, vegna hins geig- vænlega halla á utanríkisverzlun- inni og erfiðleika útgerðar og fiskvinnslu. Allir vissu því, að eitthvað yrði gert, en hins vegar var mönnum ekki ljóst, hvaða úr- ræði væru iíklegust til úrbóta eða hvaða leið stjórnvöld veldu til að greiða fram úr vandanum. Að undanförnu hefur staða þjóðarbúsins verið skoðuð niður í kjölinn af efnahagssérfræðingum og stjórnmálamönnum. Eftir því sem dýpra var kafað, varð mönnum stöðugt ljósara, hve um- fangsmikill vandinn var, enda lætur nærri að 10.000 milljónir króna hafi skort, til að endar næðu saman, ef reynt hefði verið að halda gengi íslenzku krón- unnar óbreyttu. Samhliða þessari skoðun á efna- hágslífinu voru grandskoðaðar hugmyndir um niðurfærslu kaup- gjalds og verðlags,. annars vegar og millifærslu, sem svo er nefnd, hins vegar eða uppbótakerfi i ein- hverju formi. Framan af héldu menn, að svigrúm kynni að vera til lausnar vandans eftir annarri hvorri þessari leið eða einhverju samblandi af þeim. En þegar farið var að skoða, hvernig fjár mætti afla til að standa undir þessum gífurlegu útgjöldum, sáu flestir eða allir, að út í hreina ófæru væri stefnt, og engin leið væri til önnur en sú að viður- kenna þá staðreynd, að gengi krónunnar væri enn einu sinni fallið og eina leiðin til lausnar væri sú að skrá gengið rétt, sam- hliða því sem gerðar yrðu ýmsar tilfærslur og breytingar í efna- hagskerfinu til að leitast við að tryggja, að árangur gengisbreyt- ingarinnar yrði sem mestur. Spara, spara, spara 1 sjónvarpsþætti nýlega undir- strikaöi Gylfi Þ. Gíslason, að leið- in til að rétta við fjárhag þjóð- arinnar væri sú að spara, spara og spara, og í ræðu á Alþingi s.l. miðvikudagskvöld um gengis- breytinguna, undirstrikaði hann af fyllsta drengskap og ábyrgðar- tilfinningu hinn mikla vanda, sem þjóðin stæði frammi fyrir og ekki yrði leystur án þess að horf- ast í augu við hann og gera við- hlítandi ráðstafanir. Hann taldi raunar, að nóg hefði verið um hik af hálfu stjórnvalda og ekki seinna vænna að gera róttækar ráðstafanir. Gylfi Þ. Gíslason minnti á ræðu, sem Jónas H. Haralz flutti nýlega á Akureyri, en þaf hefði hann undirstrikað, að ekki ætti að gera sitt litið af hverju, að eitt ætti að taka úr þessari áttinni, en hitt úr hinni, enda væru slíkar aðgerðir versta heildarlausnin. Mergurinn málsins er sá, að Jónas Haralz var einmitt að vara við því, að menn reyndu að hrúga saman einhverri uppbóta- eða niðurgreiðsluleið, ásamt skatt- lagningu og víðtækri skrumskæl- ingu á efnahags- og atvinnu- málum. Hann var einmitt meðal þeirra fyrstu, sem gerðu sér ijósa grein fyrir því, að slíkar aðgerðir mundu ekki halda, og þess vegna yrði ekki hjá því komizt að horf- ast í augu við fallið gengi íslenzka gjaldmiðilsins. Þess vegna var til- vitnunin í ræðu hans býsna lang- sótt, þegar nota átti hana til að gagnrýna aðgerðir ríkisstjórnar- innar. Að tryggja hag útvegsins Gylfi Þ. Gíslason vitnaði til orða formanns Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna, sem héldi því fram, að vandi útgerðarinnar væri ekki leystur með þessum að- gerðum og taldi þau benda til þess, að samhliða gengisbreyting- unni ætti að taka upp einhvers konar uppbótakerfi, útgerðinni til handa. Sú ályktun er að sjálf- sögðu fráleit, þótt e.t.v. megi segja, að einkennilegar yfirlýs- ingar Kristjáns Ragnarssonar um það, að gengisbreyting væri meginútflutningsatvinnuvegin- um gagnslítil, hafi gefið tilefni til hennar, t.d. þessi orð: „Allur sá vandi, sem útgerðin hefur staðið frammi fyrir, er þvi óleystur.“ Auðvitað veit Kristján, að gengisbreylingin ásamt hliðarráð- stöfunum gerbreytir hag útgerð- ar. En hins vegar er ekki hug- mynd ríkisstjórnarflokkanna, að uppbótakerfi fylgi í kjölfar gengisbreytingarinnar, þvert á móti munu tilraunir verða geróar til að skera upp það kerfi milli- færslu i útgerð og fiskvinnslu, sem við lýði hefur verið, og koma þessum atvinnuvegi á þann grundvöll, að menn verði að vera ábyrgir gerða sinna, enda fer ekki hjá því, að upp rifjist fyrir mönn- um orð, sem Guðmundur G. Haga- lín lét falla fyrir nær tveim ára- tugum, þegar hann sagði, að eitt- hvað hlyti að vera bogið við kerf- ið, þegar enginn útgerðarmaður færi á hausinn i 20 ár. En i tilefni af yfirlýsingum for- manns L.l.Ú. og fulltrúa Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í yfir- nefnd verðlagsráðs sjávarútvegs- ins, er rétt að undirstrika f fullri einlægni og fyllstu alvöru, að hvorki íslenzkir stjórnmálamenn né islenzk alþýða munu taka því með þögninni, ef þessir aðilar gera nú tilraun til að bregðast skyldu sinni, þeirri skyldu að hag- nýta aðgerðir þær, sem ákveónar hafa verið, til itrustu tekjuöflun- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 25 Hannes Pétursson, skáld: Hreppstjórí, hreppstjórínn... ÞAÐ á að hafa gerzt í kennslustund hjá Sigurði Nordal, þegar fjallað var um skáldskap Jónasar Hall- grímssonar, að einn nem- enda benti á tiltekinn stað í verkum skáldsins og spurði prófessorinn, hvort þar væri ekki fremur óíslenzkulega til orða tekið. Sigurður varð hugsi andartak, en svaraði síðan og var kímileitur: ,,Það sem Jónas Hallgrímsson hefur ort og Konráð Gíslason lesið yfir, jah það hljótum við nú að kalla islenzku." Þessari sögn, sem ég vona að sé ekki mjög afbök- uð, skaut upp í huga mér, þegar ég las í Morgunblað- inu 12. febrúar snarpa ádrepu Jóns Á. Gissurarson- ar á viðskeyttan greini i máli voru. Það er víst og satt, eins og höfundur styður ýmsum dæmum, að við- skeyttur greinir er nú of- notaður og misnotaður. Þó sýnist mér atlagan ekki gerð að þeirri ofnotkun og mis- notkun einni, heldur að við- skeyttum greini svo til hvar og hvenær sem er, hann sé tungunni ósambocinn og allajafna til lýta, því höfund- ur segir: ,,Ráð gegn greinissýki er einfalt og auðlært: menn tortími sem flestum grein- um, sem sækja fram í penna þeirra og ræðu. Því fleiri sem falla þeim mun betra." Eftir þessari áeggjan væri mál fegurst og réttast, ef helzt hvergi brygði fyrir við- skeyttum greini. Ævintýri eftir Jónas Hall- grímsson nefnist Stúlkan í turninum. Nú sleppi ég við- skeyttum greini og þá verður heiti þess Stúlka í turni. Ævintýri eftir Ander- sen kallast á íslenzku Litla stúlkan með eldspýturnar. Nú sleppi ég aftur viðskeytt- um greini og þá breytist nafnið í Lítil stúlka með eldspýtur. Ég held að þessi dæmi skýri það, hvers vegna ekki má fleygja við- skeyttum greini út á haug: rétt notaður nálægir hann tilfinningalega það sem sagt er, og oft Ijær hann málinu mýkt og innileika. Ráð gegn „greinissýki" er ef til vill ein- falt og auðlært, en engum verður kennt með harðyrtri reglu að nota viðskeyttan greini á þann hátt sem birt- ist í réttu heiti áðurnefndra ævintýra. Málkennd verður ekki sett í reglu, en hana má rækta, og þá til að mynda hvenær vel fer á.viðskeytt- um greini og hvenær illa. Það er stilfræðilegt. í þarflegri hugvekju sinni ræðir Jón Á. Gissurarson um viðskeyttan greini að því er snertir laust mál, ekki bund- ið, hafi ég tekið rétt eftir, en í sjálfri reglu hans, þeirri sem ég tók upp, felst ekki munur á þessu tvennu, enda ætti reglan, sé hún réttmæt, að ná til kveð- skapar. Hún er svipuhögg á lausamál Jónasar Hallgríms- sonar, svo ég haldi mér við hann, og þarf ekki lengi að lesa þann hagsmið til þess að sjá það. Reglan er einnig svipuhögg á Ijóð skáldsins mörg hver. Hún systir hans Jónasar hleypur, þegar hreppstjórinn finnur hana á förnum vegi. Menn setji hreppstjóri í staðinn! Ósnotur væri sú orðmynd í Ijóðinu. Kannski er hún samt „íslenzkulegri" þegar litið er til fornmáls. En „það sem Jónas Hallgrímsson hefur ort og Konráð Gíslason lesið yfir, jah það hljótum við nú að kalla íslenzku." ar og sparnaðar í rekstri. Þjóðin hefur axlaó byrðar til að tryggja hagsmuni mikilvægasta atvinnu- vegsins og þarf enn að gera það, a.m.k. um nokkurra mánaða skeið, og þess vegna mun hún ekki liða þeim, sem fyrst og fremst njóta góðs af þessum að- gerðum, ábyrgðarleysi á einu sviði né neinu. Að þessu málefni vék Pétur Sigurðsson í ræðu á Alþingi s.l. miðvikudagskvöld. Hann taldi brýna nauðsyn til þess bera að skera upp allt kerfi sjávarútvegs- ins, að auka sjálfsábyrgð útgerð- arinnar, veita aðhald að þvi er varðar olíunotkun og greiðslur á tryggingum fiskiskipa, svo að nokkuð sé nefnt. Fulltrúi sjó- manna vakti með þessum orðum athygli á vandamálr, sem ætti að vera sameiginlegur hagur útgerð- ar, sjómanna og þjóðarinnar ailr- ar, að snúast gegn af fullri festu, svo að fyllri ábyrgð og aðhald verði skapað í þessum atvinnu- vegi. Slíkar aðgerðir á sviði útvegsins mundu svo leiða til þess, að aðrar atvinnugreinar yrðu gegnumlýst- ar á sama veg, bæði landbúnaður og íðnaður. Við skulum horfast í augu við þá staðreynd, að bæði innlend og erlend verðbólga hef- ur skrumskælt ýmsa þætti íslenzks atvinnulífs og fjölmargt er unnt að gera til að bæta rekst- ur og auka afrakstur, ef þeir menn sjáífir, sem í atvinnurekstri standa og hafa hætt fé sínu til hans, leggja á ráðin og benda á úrbæturnar, en allt slíkt er ekki falið skrifstofumönnum, eins og því miður færist mjög í aukana, bæði hér á landi og annars staðar. Hvenær átti að láta til skarar skríða? Eins og vera ber í lýðfrjálsu landi, eru stjórnvöld skömmuð fyrir allt, sem þau gera, eða gera ekki. Stjórnmálamennirnir verða að vera við því búnir að rísa undir gagnrýninni, því að hún er það aðhald og undirrót umbóta, sem frjálst þjóðskipulag byggist á. Ilér á landi er að vísu allt of mikið um það, að stjórnmálamenn taki sem persónulegar árásir gagnrýni á stefnu eða gerðir og telji það jafnvel óvináttuvott, þegar ein- hverju þvi er andmælt, sem þeir aóhafast eða stefna aó. Slík af- staða er fáránleg. Stjórnmálabar- áttan er engin feguróarsam- keppni, þar sem kjósendur eiga að greiða þeim atkvæði, sem er sléttur, felldur og skoðanalaus (þótt Alþýðubandalagið virðist vilja hafa þaó svo, ef marka skal af valdi formanns fyrir þann flokk). Þvert á móti ber stjórn- málamönnum að setja fram ákveðnar skoðanir, svo að fólkið hafi val um þær, en ekki bygg- ingarlag stjórnmálamannsins. Menn styðja þann, sem þeir telja liklegastan til að fyigja fram þeim sjónarmiðum, sem viðkomandi kjósandi aðhyllist. Að vísu er þar meiri vandi á ferð, þegar um lista- kosningar er að ræða, eins og ger- ist hér á landi, en í einmennings- kjördæmum. En það er önnur saga. Undanfarnar vikur hefur ríkis- stjórnin verið skömmuð fyrir að hraða ekki aðgerðum í efnahags-- málum, og jafnframt hafa menn áfellzt hana fyrir að gera þjóðinni ekki nægilega grein fyrir efna- hagsvandanum. En þegar Ölafur Jóhannesson, formaður Fram- sóknarflokksins, fyrir skemmstu hélt ræðu á fundi Framsóknar- félaganna og blað hans birti meginefni hennar, var að honum ráðizt fyrir að skýra satt og rétt frá staðreyndum i efnahagsmál- um, sem flestar hverjar voru raunar komnar fram áður, þótt ekki hefði þau atriði, sem þar birtust, verið dregin saman í eina heild, og að því er varðar efna- hagsaógerðirnar nú, er enginn efi á því, að stjórnarandstaðan hefði brugðizt gegn þeim, hverjar sem þær hefðu verið, og það enda þótt allir viðurkenni nauðsyn þess að snúast aó festu gegn vandanum. Þannig er þetta raunar í öllum lýðræðisríkjum, stjórnarandstöð- unni er ætlað að veita aðhald og gagnrýna gerðir stjórnvalda. Spurningin er hins vegar um það, hvernig stjórnarandstöðu farnast. Oftast er reynslan sú, aó stjórnar- andstaðan vinnur fremur á en hið gagnstæða, en þetta er þó ekki einhlítt. Þótt Sjálfstæðisflokkn- um tækist eftir þriggja ára stjórnarandstöðu sina að vinna stærsta stjórnmálasigur í sögu flokksins, er ekki þar með sagt, að núverandi stjórnarandstaða muni styrkjast vegna ádeilna á rikis- stjórnina. Þvert á móti má segja, að enn bryddi ekki á því að stjórnarandstaðan hafi náð nokk- urri fótfestu, heldur er hún gjör- samlega ringluð og veldur þar auðvitað miklu hinn djúpstæði ágreiningur, sem er innan raða Alþýðubandalagsins, þar sem hver höndin er upp á móti ann- arri, og heift og illindi ráða ríkj- um. Samstaða Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks Hin unga ríkisstjórn Geirs Hall- grimssonar hefur þegar átt við mikinn vanda að etja og orðið að ganga í gegnum tvo hríðarbylji. Fullt traust hefur verió og er milli forustu stjórnarflokkanna, og það hefur auðvitað riðið bagga- muninn. Menn hafa tekið mál- efnalega afstöðu til aðsteðjandi vanda og axlað i sameiningu þær byrðar, sem á stjórnmálamenn leggjast, þegar ntikinn vanda ber að höndunt. Ljóst er raunar, aó enn er ekki séð fyrir endann á lausn vanda- málanna. Gengisbreytingin trygg- ir hag útvegsins og fiskvinnsl- unnar í heild, ef rétt er á haldið, og forusta þessa mikilvægasta at- vinnuvegar metur afstöðuna rétt og sýnir þann drengskap og ábyrgðartilfinningu, sem þjóðin hlýtur að krefjast af henni. En margt fleira veróur til að koma. Hallinn við útlönd hefur verið svo giíurlegur, að róttækar ráð- stafanir verður að gera til að draga úr þenslu innanlands og tryggja gjaldeyrisstöðuna. Stjórnarflokkarnir eru sammála um að beita sér fyrir niðurskurði framkvæmda og einbeita kröftun- um að því að fullnýta þau at- vinnutæki, seni fyrir eru í land- inu. Þetta þýðir auðvitaö bæði niðurskurð fjárlaga og minni fjár- veitingar til ýmiss konar fjárfest- ingarlánasjóða, sem aftur hafa þá minna fé handa á milli til að lána til framkvæmda. íbúðarhúsabyggingar munu líka verða nokkru minni en áður og suðvestanlands er nauðs.vnlegt að draga úr þenslunni á bygg- ingarmarkaðinum, enda hefur þar verió um að ræða marghátt- aða spillingu og stjórnleysi, vegna óðaverðbólgu og umframeftir- spurnar eftir vinnuafli. Rétt tímasetning Auðvitað má alltaf um það deila, á hvaóa tíma gera eigi ráð- stafanir eins og þær, sem nú eru að sjá dagsins ljós. Sumir segja, að ríkisstjórnin hefði átt aó gera þetta fyrr, aðrir benda á, aó samn- ingar séu lausir á vinnumarkaði, og heppilegra hefði verið að reyna aó ná samkomulagi við verkalýð, áður en til svo róttækra ráðstafana væri gripið, því aó þær muni torvelda samkontulag á vinnumarkaði. Bréfritari er þeirrar skoðunar, að ekki hefði þaó verið til bóta að dylja verkalýðsforustuna stað- reynda í efnahags- og fjármálum. Ef samningar hefóu verið gerðir, en í kjölfar þeirra komið víðtækar efnahagsráðstafanir, er hætt við þvi, að ólgan á vinnumarkaði hefði vaxið svo, að allt hefði sprungið i loft upp. Hitt er bæði hyggilegra og heiöarlegra að leggja spilin á borðið, gera það sem gera þarf, sýna fólkinu fram á alvöru málsins og ætlast siðan til þess, að allir ábyrgir aðilar leitist við að finna þá lausn. sem heilbrigð er og eðlileg, tryggir rekstur meginatvinnuveganna. fulla atvinnu og kentur í veg fyrir það, að kjör þeirra, sem erfiðast eiga uppdráttar. skerðist svo. að ekki verði við unað. A niestu erfiðleikatimum verða þeir. sem betur ntega sín, að axla þyngstar byrðar. Að því stefnir rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar. og í þvi efni á þjóðin öll að styðja hana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.