Morgunblaðið - 16.02.1975, Síða 34

Morgunblaðið - 16.02.1975, Síða 34
34 MÖRGÚNBLAÐIÐ, SÚNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1975 99 Eve of Destruction” Nótt eina heyrði ég ifiann syngja á litlu kaffihúsi í Balboa I Kaliforniu — í Frankenstein- kaffihúsinu. Gítarspil og sðng- ur þessa manns kveikti f ttiér. Viku síðar keypti ég gítar og lærði á hann þrjú grip. Ég söng og spilaði þar til ég var nærri búinn að gera alla brjálaða. Kvöld eitt í afmælisveizlu söng ég nokkra söngva. Veit- ingahúseigandi frá Santa Monica heyrði til mín og viku síðar bað hann mig að syngja í klúbbi sínum. Þegar aðrir klúbbeigendur heyrðu til min fór ég á milii þeirra, fór í einn klúbb af öðrum. Vinur minn einn var um þessar mundir að safna saman tónlistarmönnum og nefndi The New Christy Minstrels. Ég var beðinn að slást í hópinn — hafði reyndar ákveðið að gerast leikari, en ég sló til, ákveðinn í að fara þang- að sem örlögin vildu leiða mig. The New Christy Minstrels héldu tónleika um öll Banda- rikin og erlendis og við komum fram í útvarpi og sjónvarpi. Við héldum tónleika i Hvíta húsinu fyrir Johnson forseta, og ég átti þátt í lögunum „Green Green“ og „Greenback Dollar", sem urðu metsölulög. Á þessum tíma lærði ég mikilvæga lexíu af manni frá Honolulu. Hann var jazz píanó- leikari og allar stelpur sátu yfir pfanói hans þegar hann Iék. Við fórum nokkur úr „Christy“ til að hlusta á hann og hann bauð okkur heim til sín að spila. Við þáðum boðið. Þegar þangað kom fórum við gegnum járn- hlið að húsinu og biðum þar til hann hafði lokað varðhundinn inni i bflskúr þar sem voru fyrir Rolls og glæsilegur kádiljákur. Og inni fyrir höfð- um við aldrei séð annan eins íburð. Við settumst og röbbuðum saman. „Það var gott að þið komuð strákar, ég er að deyja úr leiðindum. Ég held ég sé að verða vitlaus," sagði hann. Ég varð hugsi. Ef þetta gerir mann ekki ánægðan, að lifa í paradís, eiga meiri pening en ég hélt að væri til... Og hann sem fékk 95 manna Caravelli-þotu í afmælisgjöf til að fljúga til kunningjanna. Samt sat hann þarna volandi, einmana og allslaus. Mick Jagger söng „I cant get nó satis- faction“ og er það án efa einn sannasti söngurinn, sem hann hefur sungið allt sitt lif til þessa. „Eve of Destruction.“ Þegar ég komst að raun um að peningar voru ekki allt hætti ég í „Christys". Það var i janúar 1965. Það ár var „Eve of Destruction" tekið upp. Ég helt mig vera spámann — að eitur- lyf gætu svipt hulunni af ýmsu. Ég vissi að heimurinn var að eyðileggjast en ég hélt að við gætum bjargað honum. Ég trúði á sjálfan mig og góðsemi mannsins. Ég var í rauninni að leita eftir svörum með þessu lagi mínu. Annar texti á plöt- unni sagði: „Ég veit ekki hvað við munum fá. Það eina sem ég veit er að við höfum ekki öðlast það ennþá.“ Ég vissi að ein- hvers staðar lágu svör við spurningum mínum. En stórstjörnurnar áttu ekki önnur svör en aðrir. Til dæmis Jimi Hendrix, fólk setti hann á stall og hélt að hann væri eitt- hvað. Hann var mjög einmana og lauk ævi sinni með sjálfs- morði. Við Janis Joplin héng- um saman í New York i nokkra daga. Það eina, sem olli okkur erfiðleikum, var hræðsla henn- ar. Hún skildi ekki hvernig ég gat sungið alveg bláedrú. Eina leið hennar til að koma fram fyrir áheyrendur var að drekka sig fulla og sökkva sér niður í tónlistina. Svo sagði hún mér: „Ef ég sé áheyrendur verð ég svo skelfd, að ég get ekki sung- iö.“ „Hárið“. Ég hélt áfram að syngja, taka upp plötur, leika í tveimur kvikmyndum og síðan lék ég í „Hárinu", sem sýnt var á Brod- way. Ég hélt að „Hárið“ væri til að mótmæla kerfinu, segja að allir væru frjálsir og jafnir. Eftir að hafa leikið I nokkra mánuði fór mér að líka illa við persónuna, sem ég lék. Mér lenti saman við stjórnendurna. Þeir fengu 50 þúsund dali á viku meðan aðrir við sýninguna fengu um 100 dali. Þeir sem störfuðu við sýninguna voru allir jafnir, eins og leikurinn sjálfur sagði, en ekki á útborg- unardaginn. Einn af strákunum svaraði þessu: Auðvitað er þetta svona — þetta er bara sýning bján- inn þinn — bara „bisness". Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Þess vegna hætti ég. (Þýtt úr Campus Life — fram- hald). Enginn lýsti betur ástandinu á sjöunda áratugnum en Barry McGuire í laginu Eve of Destruction. Metsöluplatan sagði frá vonleysi kynslóðarinnar og vonbrigðum. Barry varð frægur og vinsæll og meðal kunningja hans voru Jimi Hendrix og Janis Joplin. Hann hvarf frá tónlistinni, en hefur nýlega byrjað aftur. En nú er Barry McGuire óþekkjanlegur. Fréttír Bréfa — biblfuskóli. Fyrir nokkru sögðum við frá biblíuskólum í Noregi og Danmörku og fengum lýs- ingar á starfsemi þeirra. Norsk Luthersk Misjonssam- band, sem rekur skóla í Ósló hefur ýmsa fræðslu um Biblíuna m.a. sumarnám- skeið, kvöldskóla og stutt helgarnámskeið. Einnig hafa þeir tekið upp bréfa- skóla og er hægt að fá upplýsingar um þetta allt í bæklingi sem gefinn hefur verið út. Heimilisfangið er: Biblia, Fjellhaug skoler, Sinsenveien 15, Oslo 5. Við þetta má bæta að ýmis félög hér hafa verið með biblíu- bréfaskóla eða bréfa-biblíu- skóla, en ekki vitum við hvort slíkir eru í gangi núna. Fróðlegt væri að fá upplýsingar um slíkt. Lýð- háskóli er hins vegar rekinn í Skálholti af Þjóðkirkjunni og er þar m.a. að fá biblíu- fræðslu. Klámið að hverfa Dagens Nyheter í Svíþjóð hefur lýst yfir að það taki ekki lengur auglýsingar, sem klámmyndir tilheyra. AÐ það sérstaklega við um bíóauglýsingar. Mun þetta koma til af þvf að menn vilja ekki nota konuna í þessum tilgangi. Hvernig væri að íslenzk blöð fhuguðu þetta? Æskulýðsdagurinn '75. Hinn árlegi æskulýðs- dagur þjóðkirkjunnar verður sunnudaginn 2. marz. Yfirskrift dagsins er tekin úr Biblfunni og er: „Allir eiga þeir að vera eitt.“ Undir þessari yfirskrift á að fjalla um fjölskylduna, hvað það er sem getur sameinað hana, en raddir hafa verið uppi um að fjölskyldan sé orðin óþarft fyrirbrigði. Á samkomum og guðsþjónust- um á vegum æskulýðsstarfs- ins verður þetta efni tekið fyrir og einnig er ætlunin að fá inni í fjölmiðlum með um- ræður og greinar o.fl. Gylltur leir eða leirugt gull FRAMHJÁ GENGUR fjöldinn. Sumir'flýta sér, aðrir fara sér hægt. Hvert skyldi hann vera að fara? Hvað ætli hann sé að gera? 1 fyrstu varpa ég þessum spurningum frá mér. Eg veit ekkert um hann. Og þó,A leið minni gegnum bæinn kemur aftur í hug mér mynd fjöldans. Hvað gerir hann? Lifir hann ekki sínu daglega lífi, vinnur, sefur og nærist? Ekkert meir? Nú eiga allir frítíma. Hvað þá? Reyna ekki flestir að koma sér vel fyrir? Láta einskis ófreist- að. Sumir finna alltaf eitthvað nýtt til að hressa upp á til- veruna með og sölumenn eru óiatir við að benda á allt það sem er ómissandi. Margir berast með straumnum í hamingjuleit. 1 hug minn kemur mynd gull- grafarans. Hans æðsta mið er að finna gull. Um leið og frétt um nýja gullæð berst út tekur hjarta hans að slá hraðar. Hann skilur allt eftir, fórnar öllu og leggur af stað, í leit. Finnur hann gullið? — Er leit f jöldans lík leit gullgrafarans? E.t.v. svipuð, en þó frábrugðin. Gull- grafarinn veit hvers hann leitar, en fjöldinn rennir oft blint í sjóinn. — Dagblað, aug- lýsing. Komdu .... Farðu ... Augu og eyru eru vakandi. Fara, skoða, kaupa. — Hvað svo? Endirinn verður oft öðru- vísi en ætlað var í byrjun. Margir standa uppi með gyllt- an leir. Vonbrigði, innantóm skemmtun, fánýtir og einskís- verðir hlutir. Margir stefna þó markvisst að einhverju „varan- legu“. — Ég sat við gluggann, úti brann hús, hús mannsins sem fór hér um áðan. Lögregla, sjúkrabíll, slökkvilið. 1 hönd mannsins, sem fór hér um áðan, er aska. Allt sem hann á. — Hversu oft endar saga einhvers á þessa leið? Saga þín? Hún hefur e.t.v. byrjað vel: Gamall skrjóður, lítill bíll, bfll stærri en nábúans. Herbergishola, há- hýsi, hjólhýsi. Þannig má láta hugann reika. stundum er leitað langt yfir skammt. Ef maðurinn, sem stóð með öskuna í hendinni, hefði aðeins vitað að fjársjóðurinn var ekki langt undan. Hefði hann ekki fleygt leirnum og tekið gullið? Auðvitað. Er það ekki alveg sjálfsagt? Hvers vegna gerir hann það þá ekki? E.t.v. vegna þess að gullið er oft leirugt. Konan með brúna barðastóra hattinn leit á mig með undrunarsvip: Þjóðsaga, bara þjóðsaga. Ungur maður I snjáð- um jakka útskýrir fyrir mér hinar ýmsu leiðir, sem hann telur vera, til að hreppa hamingjuna. Allar miðast að því að gera eitthvað gott. — Ég staldra við. Fjársjóðurinn liggur við dyrnar, en enginn hirðir um að opna til að ná f hann. Ef þú, maður, aðeins vissir hvers virði hann er, þá myndir þú án efa fara að sem kaupmaðurinn forðum er seldi allt, sem hann átti, til að kaupa „perluna“ dýrmætu. Eða þá eins og konan við Jakobsbrunn, sem við lesum um í Jóhannesar- guðspjalli. Hún bað Jesúm um að gefa sér lifandi vatn, eftir að hann hafði sagt henni að við neyzlu þess myndi hana aldrei þyrsta aftur. Við munum einnig er Kristur sagði: „Safnið yður ekki fjár- sjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir, og þar sem þjófar brjótast inn og stela,“ Matteus 6:19—20. Hvernig fáum við gert þetta? Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis og þá mun allt þetta veitast yður að auki. Mér koma í hug orð úr Spádómsbók Jeremía: „Ó, land, land, land heyr orð Drottins.“ Jer. 22:9. Hversu þörf er ekki áminning spámannsins: „Heyr orð Drott- ins.“ „Þvf að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, held- ur hafi eilíft líf.“ Jóh. 3:16. „Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvfld.“ Matteus 11:28. „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn: þeim sem trúa á nafn hans.“ Jóh. 1:12 Ennfremur segir Jesús: „Ég er kominn til þess að þeir hafi lff og hafi nægtir." Jóh. 10:10b. „Frið læt ég eftir hjá yður, minn Frið gef ég yð- ur; ekki gef ég yður, eins og heimurinn gefur." Jóh. 14:27. Um leið og við höfum tekið við þeirri gjöf, sem Guð gefur okkur í Jesú Kristi, eigum við það sem allir leita að: grundvöll til að byggja líf okkar á, mark til að stefna að, það sem gefur lífinu gildi og svo margt sem við fáum að njóta í samfélagi við Jesúm. Enginn veit hvað líf með Guði er, fyrr en hann hef- ur reynt það sjálfur. Ég fæ ekki sannfært nokkurn mann með mínum orðum, þar verður andi Guðs að koma til. — Hvar stendur þú? „Þar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.“ Matteus 6:21. Athugaðu stöðu þína. Sækistu eftir gylltum leir eða leirugu gulli? M.F.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.