Morgunblaðið - 16.02.1975, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 16.02.1975, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 Fáein kveðjuorð: Kristín Arnadóttir frá Ragnheiðarstöðum Fædd 16. feb. 1894 Dáin 22. jan. 1975 Ef sæmdarkonan Kristín Árna- dóttir frá Ragnheiðarstöðum í Flóa, væri enn lifandi á meðal vor, hefði hún orðið 81 árs í dag, 16. februar. En hún var til moldar borin frá Fossvogskapellu föstu- daginn 31. janúar s.l., að viðstödd- um fjölda vina og vandamanna. 1 margar vikur áður höfðu geisað hin mestu illviðri víða um land, einnig hér um slóðir, en þennan dag skipti snögglega yfir í hina mestu blíðu, sem virtist táknræn fyrir allt hið jarðneska líf þessar- ar mætu og hugljúfu konu, sem alla vildi gleðja eftir mætti og mátti ekkert aumt sjá. Segja má, að ég hafi kynnst Kristlnu og hennar ástkæra eigin- manni: Sighvati Andréssyni, sem misst hefur traustan og elskurík- an lífsförunaut, löngu áður en ég réðst til þeirra kaupmaður vorið 1954. Veturinn 1946—1947, réðst ég vetrarmaður að Fljótshólum, sem er næsti bær við Ragnheiðar- staði f austur átt og vart meira en 10—15 mínútna gangur þar á milli. Var ég þar að beiðni mágs míns, sem þann vetur dvaldi er- lendis, ásamt systur minni, en þau voru þá í tilhugalífinu. Jafn- an var mikill samgangur milli fólksins á Ragnheiðarstöðum og Fljótshólum, enda mikil vinátta með dætrum Kristínar og Sig- hvats og systrum Jóns Sturluson- ar, mags míns. Þennan vetur gerði ég mér mörg erindi að Ragn- heiðarstöðum enda var gott þang- að að koma, heimilisfólkið allt svo glaðvært og alúðlegt —, ekki ein- ungis gagnvart mér, heldur öll- um, sem að garði bar. Heima- sæturnar voru (og eru sjálfsagt enn) ákaflega söngelskar, enda var þar óspart sungið, bæði við störf og í tómstundum. Bræður þeirra voru og eru einnig mjög „músíkelskir", léku á harmoniku og önnur hljóðfæri, bæði heima fyrir og á skemmtunum. Ekki er að efa, að þessa eiginleika hafa börnin hlotið í arf frá móður sinni- enda átti hún þessa eiginleika ri rfkum mæli og notaði þá óspart bæði ein sér og ásamt börnum sínum. — Þennan vetur batt ég órjúfandi vinarbönd við þessi indælu hjón og börn þeirra, sem alla tíð síðan, hefur verið gott að umgangast. Áður en ég hvarf á brott frá Fljótshólum vorið 1947, til að stunda sjómennsku um nokkurra ára skeið, bað Sighvatur mig um að ráðast til sfn sem kaupmaður um sumarið. Þessari bón hafnaði ég þá, en kvaðst mundu hafa sam- band við hann síðar og láta hann sitja í fyrirrúmi, ef ég réði mig til sveitastarfa að nýju. Þannig gerð- ist þaó að ég varð kaupamaður á Ragnheiðarstöðum sumarið 1954, eða árið áður en ég varð lögreglu- þjónn á Keflavíkurflugvelli, en því starfi hef ég gegnt æ síðan —. Aldrei hef ég séð eftir þvf, að eyða þessum stutta tíma á lffsferli minum þarna, enda á ég margar ógleymanlegar endurminningar frá þessu löngu liðna sumri. Eru margar þessar minningar tengdar húsmóðurinni á einn eða annan hátt, enda var hún einstök í sinni röð, hvað varðaði alla móður- umhyggju glaðværðogóbilandi dugnað. Vettvangur hennar var nær eingöngu innanhúss, en þar voru verkefnin ærin, bæði við matseld og öll þjónustustörf, sem marka má af því, að ekki var lagt á borð fyrir færri en 10—12 manns, þegar gestir voru ekki meðtaldir, en þá bar ekki ósjald- an að garði. Þegar ég kom að Ragnheiðar- stöðum, í maflok 1954, var ég ekki einn á ferð. Ekki amaðist Kristfn yfir þvi, þótt ég kæmi þangað með þrjá „ómaga“ til sumardvalar. Voru það 15 ára stjúpsonur bróð- urs míns, 5 ára sonur hins sama bróðurs míns og 12 ára telpa frá Hafnarfirði. Umhyggja Kristfnar fyrir ungmennum þessum var slík, að engu var líkara en að þau væru öll hennar eigin afkvæmi. Aldrei heyrði ég hana láta styggðaryrði falla til þeirra —, né heldur til nokkurrar annarrar manneskju, frá því að eg kynntist henni fyrst. Ekki man ég eftir að hafa nokkru sinni heyrt hana hallmæla nokkrum manni né skeyta skapi sínu á nokkru, hvorki lifandi né dauðu. Lundin var alltaf hin sama, á hverju sem gekk, og alltaf sá hún björtu hliðarnar eingöngu á öllum hlut- um. Ég sá hana aldrei æðrast, þótt eitthvað móti blési, en aldrei fer svo, að á langri og erilsamri ævi, mæti fólki ekki smáir eða stórir erfiðleikar, sem margir eiga erfitt með að klöngrast yfir. Kristín virtist ekki f neinum vandræðum með að yfirstíga sína erfiðleika, enda skorti hana aldrei kjark til að ráðast á garðinn þar, sem hann var hæstur. Hún trúði á allt hið góða og fagra í lífinu og Iét aldrei blekkingar umhverisins villa um fyrir sér. Margt hafði breytzt á Ragn- heiðarstöðum, frá þvf er ég var á Fljótshólum 8 árum áður. Nú voru börnin öll uppkomin, flest vel gift og mörg flutt að heiman, en héldu þó góðri tryggð við heimahagana, sem veitt höfðu þeim svo unaðsríka æsku, í faðmi ástríkrar móður og umhyggju- sams föður —. Þegar Stina og Kalli, sem þá höfðu hafið sinn búskap f Reykjavík, komu í heim- sókn um helgar, var ávallt glatt á hjalla á Ragnheiðarstöðum. Kalli kom ætfð færandi hendi og veitti tengdaföður sínum, mér og öðr- um fullvöxnum næga „brjóst- birtu“. Þegar áhrif hennar fóru að segja hæfilega til sín, var söng- gyðjan óspart tignuð og má mikið vera, ef söngurinn sá hefur ekki heyrst á næstu bæjum ef vindátt- in stóð í rétta átt. Ekki minnist ég þess, að Kristín hafi nokkru sinni bragðað á áfenginu, en þó naut hún þess auðsjáanlega innilega að taka þátt í glaðværðinni og syngja með. Um það leyti, sem ráðningar- tíma mínum lauk um haustið, varð Sighvatur fyrir talsverðu slysi —, lenti með hægri hönd í afskurðarvél, sem tók mikinn hluta framan af þrem fingrum. Frestaði ég brottför minni frá Ragnheiðarstöðum um 2 vikur af þessum sökum, en slys þetta leiddi til þess, að Sighvatur brá búi og fluttist vestur á Reykjanes- skaga, settist fyrst að í Ytri-Njarðvík, en nokkru síðar í Keflavík. Upp frá því bjuggu þau að Faxabraut 33 C þar í Bæ. Sighvatur keypti þessa ibúð, sem er á tveim hæðum, en þar sem þau voru nú orðin tvö ein í heimili, nægði þeim neðri hæðin eingöngu og leigðu því þá efri lengst af vandalausum. Þegar ég settist að í Keflavík, árið 1962, æxlaðist svo blessunarlega til, að heimili okkar urðu svo nálægt hvort öðru, að kalla mátti á milli ibúðanna, án fyrirhafnar. Til þeirra lagði ég oft leið mína og var mér ævinlega tekið opnum örmum. Ekki gat ég séð þess nein merki, að Kristínu leiddist bústaðaskiptin, enda virtist hún njóta þess umfram allt annað að yera samvistum við sinn ástrfka maka, sem hún leit á sem húsbónda sinn og herra. Vafalaust hefði hún möglunarlaust fylgt honum á heimsenda, ef hann hefði krafist þess af henni. í sambúðinni voru þau ætíð eins og nýtrúlofuð. Sem dæmi um viljastyrk Kristínar og fróðleiksfýsn er ekki úr vegi að minnast þess, að um tíma leigðu þau hjónin amerískri fjölskyldu efri hæðina. Kristín var þá komin nokkurn spöl á áttræðisaldurinn; keypti hún sér kennslubók í ensku og fór að læra þá tungu upp á eigin spýtur og án teljandi tilsagnar, einungis til að geta tjáð sig og talað við hina erlendu konu, sem henni féll mjög vel við. Á skömmum tíma tókst henni að læra svo mikið í enskunni, að hún hafði af henni fullt gagn í samskiptum sínum við leigjendur sína. Einnig gerði hún mikið af því að ráða krossgátur, í blöðum og tímaritum, aðallega í þeim tilgangi, eins og hún komst að orði, að öðlast meira vald yfir fslenzku máli og auka orðaforða sinn —. Já, svona var hún, blessuð konan, allt til hins síðasta, að læra meira og meira og auka við þekkingu sína, eins og kostur var á, Á allra síðustu æviárum sfnum, varð ekki hjá því komist að sjá, að tekið var að halla undan fæti hjá Kristínu, á hennar hamingjuríka æviskeiði. Hún þjáðist talsvert af astma, heyrnin dofnaði óðfluga og minnið sljóvgaðist til mikilla muna. Og til marks um það sagði Sighvatur mér frá því, að oft og iðulega legði hún á borð fyrir 10 manns, þótt þau væru aðeins tvö heima. Þá fannst henni hún vera orðin húsfreyja á Ragnheiðarstöð- um aftur og f miklu að snúast. Stundum, þegar ég var búinn að sitja hjá þeim í á aðra klukku- stund, svolgra í mig 3 bolla af kaffi og úða í mig feiknin öll af pönnukökum og öðru góðgæti, átti Kristín það til að segja upp úr eins manns hljóði: „Heyrðu, má ég ekki bjóða þér upp á kaffi og eitthvað meðlæti?“ Kannski endurtók hún þetta tíu mínútum síðar og átti ég í erfiðleikum með að sannfæra hana um, að ég stæði hreint á blfstri af öllum góðgjörð- unum, sem hún væri búin að troða í mig. Svona var nú minnið hennar orðið —, en þó leyndi það sér ekki, að gestrisnin og höfð- ingsskapurinn voru fyrst og sein- ast efst í hennar huga. Vandalaust væri að skrifa stóra bók um ævi þessarar blíðlyndu, ástríku, hógværu, ttygglyndu, brosmildu, dugmiklu og sfðast en ekki sízt, þrautseigu konu, en þessi fáu kveðjuorð verða að duga. Samskiptum mínum við Kristfnu Árnadóttur frá Ragn- heiðarstöðum, minnar fyrrum elskulegu húsmóður og síðar hjartfólginnar vonkonu, mun ég aldrei gleyma, svo lengi sem mér sjálfum endist líf og heilsa. Hverjum manni, sem hlotnast sú gæfa, að eiga samleið með slíkri konu sem Kristín var, þótt ekki sé nema stuttan spöl á lffs- leiðinni, er það mikill ábati, sér f lagi ef hann metur hið góða og fagra í lifinu meira en andstæður þess. Ef öllum væri gefið að lifa eins og hún gerði, væri heimurinn öðru visi en hann er og indælt að vera til. Vini mfnum Sighvati Andrés- syni og öllum afkomendum þeirra hjóna, votta ég mína innilegustu samúð —, en segi samt: „Þótt líkaminn verði að dufti, lifir and- inn að eilífu og fagrar minningar gleymast ei“. S. Þorvaldsson, Keflavfk. útfaraskreytingar btómouol Gróðurhúsið v/Sigtún simi 36770 t Innilegar þakkir til allra fjær og nær, er á einn eða annan hátt sýndu okkur hlýhug og hjálp i veikindum, við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar ÞÓRHALLS DAN KRISTJÁNSSONAR Bogaslóð 12,Höfn Hornafirði. Sérstakar þakkir á deild 4C Landspitalanum, til allra þeirra er léttu honum sjúkdómsleguna. Ólöf Sverrisdöttir og börn. t Innilegar þakkir til allra, er sýndu mér samúð við andlát og útför eiginmanns mins, SIGURÐAR ÞORSTEINSSONAR, bifvélavirkja, Skúlaskeiði 2, Hafnarfirði. Ennfremur alúðarþakkir til þeirra er veittu mér aðstoð í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. „ Soffia Sigurðardottir. t Eiginmaður minn VILHJÁLMUR BALDUR GUÐMUNDSSON Kirkjuferju, andaðist i Landspítalanum að morgni 14. febrúar. Margrét Bjarnadóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, VILMUNDAR ÁRNASONAR frá Löndum, Grindavik. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður JÓHANNS KR. GfSLASONAR netagerðameistara. Kvisthaga 11. Vilhelmina Halldórsdóttir, börn og tengdabörn. t Útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa HARRYSO. FREDERIKSEN framkvæmdastjóra fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 1 8. febrúar kl. 1 3 30. Margrét Frederiksen Ólafur Frederiksen Guðrún Frederiksen Halldór Sigurðsson Edda Hrund Halldórsdóttir t Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför ÞÓRISTRYGGVASONAR Bergþóra Viglundsdóttir, Sólveig Hjartardóttir, Sólveig Þórisdóttir, Snorri Þórisson, Erna Tryggvadóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu. GUÐBJARGAR JÓHANNESDÓTTUR. Fyrir hönd aðstandenda, Róbert E. Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.