Morgunblaðið - 16.02.1975, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 16.02.1975, Qupperneq 48
OPIÐ TIL KL. 22 ÞRIÐJUDAGA Reykjavíkurvegi 72 Hafnarfirði Sími 53636 SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 Byggir Stálvík 8 flutningaskip fyr- ir Norðmenn..? NORSKA útgerðarfyrirtækið Rederi Oddfjell í Bergen hefur nú spurzt fyrir um það hjá skipa- smíðastöðinni Stálvík hvort fyrir- tækið geti ekki byggt 8 lítil flutn- ingaskip fyrir það á næstu árum. Ef af þessu verður, yrði hér um lang stærsta samning að ræða, scm íslenzk skipasmíðastöð hefur nokkru sinni gert og tæki nokkur ár að smíða öll skipin. Morgunblaöið hafði samband við Jón Sveinsson, forstjóra Stál- víkur, í gær og innti hann eftir þessu máli. Jón sagði, að það væri rétt að Oddfjell-félagið hefði farió fram á það við Stálvik að það Góð loðnu- veiði strax og birti SAMA góóa loðnuveið- in heldur áfram á svæðinu við Hrollaugs- eyjar og frá því kl. 9 í fyrrakvöld til kl. 11 í gærmorgun tilkynntu 15 loðnuskip um afla til Loðnulöndunar- nefndar, alls 3830 lest- ir. Þessi afli fékkst að mestu í gærmorgun, þar sem nú er bannað aó stunda loðnuveiðar á þessu svæói yfir nótt- ina. Eitt þessara skipa, Sæberg, fékk þó sinn afla úti fyrir Aust- fjörðum. Skipin, sem tilkynntu um afla, eru þessi: Sæberg 270 lestir, Ársæll Sigurðsson 180, Öli Tóftum 110, Lundi 210, Alftafell 260, Ljósfari 220, Sigurbjörg 260, Hilmir 400, Skinney 260, Víðir NK 240, Ásgeir 320, Héðinn 420, Glófaxi 110, Öskar Halldórsson 340 og Náttfarí 230. gerði tilboð í smíði þessara skipa. Hér væri um að ræða lítil flutn- ingaskip, sem notuð yrðu á innan- landsleiðum í Noregi. Þau ættu að vera 41x9,5 metrar á stærð, eða heldur minni en skuttogarinn Runólfur, sem Stálvik hefur ný- lokíð smíði á. „Að sjálfsögðu erum við fullir áhuga á þessu, enda er miklu ein- faldara að smíða flutningaskip en skuttogara,“ sagði Jón. Hann sagði, þeir væru nú með einn skuttogara í smiðum og ættu efni í annað skip, sem ekki væri ráðið um smíði á. Hins vegar væri það svo að íslenzk stjórnvöld hefðu viljað undanfarið að þeir sinntu skuttogarasmiði, en ef ekki yrði fljótiega ljóst um næstu verkefni þá væri Stálvík verk- efnalaus og þá yrði að snúa sér að öðrum vefkefnum eins og t.d. til- boðinu frá Noregi. Alltaf væri verið að koma með fyrirspurnir erlendis frá og fyrir skömmu hefói t.d. komið maður til þeirra frá Tansaníu, sem vildi láta smíða rækjubáta, sams konar þeim og voru smíðaðir fyrir Indverja hér á landi fyrir nokkrum árum. Fjárhagserfiðleikar hjá Hitaveitunni: Liósm. 01. K. M NORÐURLANDARÁÐ — 23. þing ráðsins var sett i Þjóðleikhúsinu I gærmorgun og sýnir myndin þingfulltrúa. Borð hafa verið sett yfir aðra hverja sætaröð í aðalsal leikhússins. Frestar framkvæmd- um í nágrannabyggðunum VEGNA fjárhagserfiðleika hefur Hitaveita Reykjavíkur nú stöðvað ný útboð sem stofnunin hafði boð- ið út. Hitaveitan fór fram á 9.1% liækkun á sölutaxta sínum i nóv- ember s.l., en hefur enn ekkert svar fengið frá ríkisstjórninni. Sú hækkun, sem um var beðið, mun vart teljast raunhæf nú. Þær framkvæmdir sem frestað hefur verið að sinni eru fyrst og fremst í Hafnarfirði og Kópavogi. Jóhannes Zoéga, hitaveitu- stjóri, sagði i viðtali við Morgun- biaðið i gær, að þessi nýju útboð hefðu einfaidlega verið stöðvuð vegna þess að hitaveitan gæti ekki staðið við tilskildar greiðsl- ur. Þau verkefni, sem fyrir lágu og hefur verið frestað, eru lögn dreifikerfis í Hafnarfirði og nokkrir áfangar í vesturbænum í Kópavogi. Þá er einnig útboó fyrri áfanga dreifikerfis i Garða- hreppi tilbúið, en beðið verður með að birta það. Við spurðum Jóhannes hve mikla hækkun hann teldi, að Hitaveitan þyrfti að fá. Hann sagði, að sótt hefði verið um 9.4% hækkun í nóvember til stjórn- valda en ekkert svar hefði enn borizt, og að líkindum væri aðal- sölutími þessa árs búinn, þannig að þetta kæmi sér nú enn verr. Ef allt ætti að ganga eins og bezt væri á kosið, þyrfti Hitaveitan nú að fá kringum 40% hækkun. Verkfræðilegur undirbúningur Hraun- eyjafossvirkjunar er kominn á lokastig TÆKNILEGUR og verkfræóileg- ur undirbúningur Hrauneyjafoss- virkjunar er nú á lokastigi og verður hægt að taka ákvörðun um útboð virkjunarinnar f vor, að sögn dr. Jóhannesar Nordal, for- manns stjórnar Landsvirkjunar. Miðað við að komi til útboðs eins fljótt og hægt er verður mögulegt að hefja framkvæmdir við virkj- unina árið 1976 og hægt að ljúka framkvæmdum árið 1979. Hraun- eyjafossvirkjun verður nálægt 200 megawött, en til samanburð- ar má geta þess, að Sigölduvirkj- un verður 150 megawött og Búr- fellsvirkjun er 210 megawött. Hrauneyjafossvirkjun er talin töluvert hagkvæmari virkjun en Sigölduvirkjun. Hrauneyjafossvirkjun verður nokkru neðar í Tungnaá en Sig- ölduvirkjun. Aður en ráðist var í virkjun Sigöldu lá fyrir hag- kvæmnisathugun fyrir báðar virkjanirnar og þá þegar vitað að Hrauneyjafossvirkjun yrði hag- kvæmari, en réttara þótti að virkja Sigöldu fyrst þar eð hún hefði betri miðlun og væri örugg- ari. Virkjun Hrauneyjafoss krefst ekki eins mikillar stiflugerðar og virkjun á við Sigöldu, en að öðru leyti krefjast báðar virkjanirnar svipaðrar mannvirkjagerðar. Fallhæðin vð Hrauneyjafoss verð- ur 85 metrar, og vatnsmagn og fallhæð eru meiri en við Sigöldu. Verkfræðistofa Sigurðar Thor- oddsen hf. og bandaríska fyrir- tækið Harza hafa unnið að verk- fræðilegum og tæknilegum undir- búningi virkjunarinnar við Hrauneyjarfoss. Ljósm. MbL: Þórleifur Ulafsson. SIGURDUR RE 4 kom með fyrstu loðnuna til Reykjavíkur í gærmorgun. Skipið var með 1050 lestir og er það stærsti loðnufarmur sem borizt hefur hingað. Myndin er tekin þegar verið var að landa úr skipinu í Sundahöfn. 300 millj. kr. halli ísl. flugfélaganna á sl. ári — Sjá grein um erfiðleika hins alþjóðlega farþegaflugs á bls. 12 og 13 — □ --------------------------□ SAMKVÆMT sfðustu áætlunum Flugleiða er reiknað með því að hallinn af rekstri flugfélaganna tveggja — Loftleiða og Flug- félags Isiands — hafi numið um 300 milljónum króna á sfðasta ári. Ein helzta ástæðan fyrir þess- um halla er stórhækkun alls rckstrarkostnaðar og þar af vegur eldsneytishækkunin þyngst. 1 millilandafluginu hækkaði elds- Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.