Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 **« lí.- Arlegt kirkjukvöld Bræðra- félags Dómkirkjunnar í dag BRÆÐRAFÉLAG Dómkirkjunn- ar holdur árlegt kirkjukvöld í Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, skírdag kl. 8.30 e.h. Að þessu sinni er efnisskrá kvöldsins i umsjá félaga úr Frí- múrarareglunni á Islandi. Sigurð- ur Isólfsson organisti leikur lag eftir Þórarin Guðmundsson og séra Þórir Stephensen flytur ávarp í upphafi kvöldsins. Inn- gangsorð flytur Gunnar J. Möller hæstaréttarlögmaður en áður leik- ur Jónas Dagbjartsson „Have pity Sweet Eyes“, aríu eftir Mirha Elman, á fiðlu við undirleik Sig- urðar Isólfssonar organista. Krist- inn Hallson óperusöngvari syngur aríu eftir Mozart við undirleik Sigurðar Isólfssonar og Stefán Bogason læknir flytur erindi um trúna. Kristinn Bergþórsson syng- ur „Ég kveiki á kertum mínurn" við undirleik Sigurðar ísólfssonar og því næst flytur Esra Pétursson læknir erindi sem nefnist „Daglegt brauð og brauð lífsins". ívar Helgason syngur „Bæn“ eftir Þór- arin Guðmundsson við undirleik Sigurðar Isólfssonar, Sigurgeir Guðmundsson fv. skólastjóri flyt- ur erindi „I dymbilviku" og því næst syngur Sigurður Björnsson óperusöngvari „Allsherjar Drott- inn“ eftir Cæsar Frank. Séra Þórir Stephensen dómkirkjuprestur fer með bæn í lokin og sunginn verður sálmurinn „Son Guðs ertu með sanni“. Útspil, „Liðinn er dagur" eftir Pál ísólfsson, leikur Sigurður ísólfsson organisti. Öllum er heimill aðgangur að kirkjukvöldi Bræðrafélags Dóm- kirkjunnar. ild að Á FUNDI í bæjarstjórn Seltjarnar- ness í gær var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Þar sem upplýst er að halli á rekstri Oliumalar h.f., á undanförnum 3 árum nemur mörg hundruð milljónum króna, og þar sem ekkert það hefur komið fram sem bendir til betri rekstrarafkomu við eignaraðild ríkisins að fyrirtæk- inu, telur bæjarstjórn hvorki fært né skynsamlegt að láta ótaldar milljónir af peningum skattborg- ara bæjarins renna til kaupa á hlutabréfum þeim sem boðin eru í félaginu, og hafnar því framboðn- um hlutabréfakaupum, en telur að fyrirtækinu yrði bezt borgið með aukinni þátttöku öflugri verktaka- fyrirtækja í starfsemi þess.“ í tilefni þessarar samþykktar sneri Morgunblaðið sér til Magnúsar Erlendssonar forseta bæjarstjórnar og spurði hann nánar um þessa samþykkt. „Eg og félagar mínir i meirihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Sel- tjarnarneskaupstaðar erum algjör- Ekkert keppt vegna veðurs SLÆMT veður var á ísafirði í gær, norð-austan rok og hríðarveður annað slagið og setti það dagskrá Skíðalandsmótsins úr skorðum annan daginn í röð. I gær átti að keppa í göngu, sem frestað hafði verið vegna óveðurs á þriðjudag og ennfremur í stökki en ekkert gat orðið af því. Hefur veðrið gert mótshöldurum mjög erfitt fyrir. Olíumöl hf. lega andvígir því að eyða skattpen- ingum íbúa Seltjarnarnesbæjar í þá óreiðuhít sem Olíumöl h.f. hefur verið undanfarin ár og er enn. Hundruð milljóna króna rekstrar- Auglýst eftir þrítugum manni LÖGREGLAN í Kópavogi auglýsti í gærkvöldi eftir þrítugum manni, Hilmari Bjarnasyni, Hlíðavegi 46 í Kópavogi. Síðast sást til Hilmars á Lækjartorgi klukkan 15 síðastliðinn föstudag. Þá var hann klæddur blárri, vatteraðri nælonúlpu, dökk- um flauelsbuxum, dökkri skyrtu og peysu. Hilmar er 178 cm á hæð, dökkhærður. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um ferðir Hilmars eftir klukkan 15 síðastlið- inn föstudag eru vinsamlegast beðnir að tilkynna lögreglunni í Kópavogi um það. halli um árabil er ófögur rós í hnappagati ráðamanna þessa félags, og tilkoma ríkisins sem 20% eignar- aðila í gegnum framkvæmdasjóð verkar í það minnsta á mig — sem og flest ríkisafskipti — mjög neikvætt, þótt „sósialistar úr öllum flokkum" í sveitarstjórnum megi vart vatni halda af fögnuði yfir eignaraðild ríkisins að þessu fyrirtæki. Ótaldar milljónir skattborgara Seltjarnar- ness í þetta — að okkar mati — næsta vonlausa fyrirtæki — koma ekki til mála, enda ekkert það komið fram sem bendir til betri rekstrar- möguleika í framtíðinni né aukning- ar á sölu framleiðsluvöru fyrirtækis- ins við tilkomu ríkisins sem eignar- aðila. Sporin hræða. Við höfum næg önnur verkefni fyrir okkar fjármagn til arðskapandi uppbyggingar innan vébanda okkar bæjarfélags, og höfnum því alfarið fjáraustri i þetta skammarlega illa rekna fyrirtæki," sagði Magnús Er- lendsson að lokum. Páskar ’79 f PÁSKABLAÐI Morgunblaðs- ins í ár er nær eingöngu hlaupið á tölunni „9“. Farið er frá Arabíu (‘99) um Alhaniu (‘39) í síldina á síðasta snúningnum fyrir norðan (‘69) með viðkomu á liklegum og óliklegum stöðum. Athygli er vakin á eftirfar- andi þjónustuliðum: Minnisblað bls. 5. Útvarp & sjónvarp bls. 23-24-25-26. Messur bls. 32. Fermingar bls. 38-39. Yngstu lesendurnir bls. 49-50-51. Páskabíó bls. 98-99. Hvað á að gera? bls. 92-93. Hvert á að fara? 94-95 Eftirtaldar greinar blaða- manna eru í páskablaðinu: Blað I: Bls. 10—11... „Ég man ekki betur" nefnist grein eftir Halldór Blöndal. Bls. 14—18 ... Árni Johnsen ræðir við Einar Gíslason í Fíla- delfíu. Bls. 34—36 .. . Tölvuvæðing Morgunblaðsins í samantekt Freysteins Jóhannssonar og Magnúsar Finnssonar. Bls. 40—41 . .. Ágúst Ingi ræðir við Hauk J. Gunnarsson leikstjóra. Bls. 42—43 ... Þórarinn Ragnarsson skrifar um Dóms- dag í Stutthof. Bls. 44—47 ... Ágúst Ásgeirs- son ræðir við Óskar Jónsson um frjálsar íþróttir á fimmta ára- tugnum. Blað II: Bls. 52—57 .. . Samantekt Jóhönnu Kristjónsdóttur um sumartíð fyrir 60 árum. Bls. 56—59 ... Sighvatur Blöndal skrifar um landkönnuð- inn Vilhjálm Stefánsson. Bls. 60—61 .. . Rannveig Níelsdóttir skrifar um páska- hátíðina. Bls. 62—63 .. . Slagbrandur ræðir við Magnús Eiríksson. Bls. 64—69 ... Áslaug Ragnars skrifar um ISLAM. Bls. 70—73 ... Elín Pálma- dóttir ræðir við Astrid S. Hannesson. Bla. 74— 79 . .. Guðmundur Halldórsson skrifar um páska- innrásina 1939. Blað III: Bls. 81— 82 ... Fríða Proppé skrifar um silfur hafsins. Bls. 84—87 ... Anders Hansen skrifar um skemmtanalíf fyrir 20 árum. Bls. 88—91... „Hakkavjel til sölu“ nefnist grein Gunnars Pálssonar og byggir á Morgun- blaðinu í apríl 1949. Bls. 96—97 ... Reykjavíkursýningin 1949 í myndum Ólafs K. Magnússonar. Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður: Allt tal um lélegt hráefni á Suðurnesjum fleipur eitt „ÞAÐ ER á misskilningi byggt, nú á vertíð á Suðurncsjum en á hlutum vegna netaveiði. Meðal- þegar því er haldið fram, að á Suðurnesjum hafi verið upp- gripaafli nú á vetrarvertíð og hráefnisvinnsla hafi verið þar með óhagkvæmum hætti,“ sagði Matthias A. Mathiesen, alþingismaður, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Að vísu hefur afli aukizt miðað við siðustu vertíð, sem var einhvee hin lélegasta sem komið hefur á Suðurnesjum um langan tíma og vonandi aflast ekki minna vertíðinni 1977.“ „Það kemur mér á óvart," sagði Matthías, „þegar því er haldið fram, að Suðurnesja- menn vinni sitt hráefni í verð- minni vöru, og ég er fullviss um að það fær ekki staðizt. Árið 1978 reyndist hlutfall Suður- nesja í saltfisk-, skreiðar- og mjölvinnslu úr þorskafla innan við landsmeðaltal." „Því hefur og verið haldið fram að gæði fisks á Suðurnesj- um séu minni en í öðrum lands- verð á kíló af óslægðum þorski upp úr sjó með kassa- og línu- uppbót var á Suðurnesjum 1977 krónur 72,14, en á Suðurlandi kr. 72,78, Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði kr. 69,34, Vestur- landi kr. 72,63, Vestfjörðum kr. 73,62, Norðurlandi vestra kr. 68,50, Norðurlandi eystra 69,22 og á Austfjörðum 71,60 krónur. Af þessu má sjá, að allt tal um lélegt hráefni á Suðurnesjum er fleipur eitt,“ sagði Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður. Hressilegir kaflar í bókinni segir Indriði um greinar Svarthöfða NÝLEGA er komin út hjá Prent- húsinu bók með úrvali greina eftir Svarthöfða, en greinar þessar birtust í Vísi fyrri hluta árs 1977. Er þetta í fyrsta skipti, sem greinar dálkahöfundar eru gefnar út í bókaformi, segir í formála að bókinni. Mikil leynd hefur hvílt yfir því hver eða hverjir haldi í raun á pennanum fyrir Svarthöfða. Flestir hafa þó hallast að því að Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur sé Svart- höfði, en í ritstjórnatíð sinni á Tímanum skrifaði hann greinar undir þessu dulnefni. Morgunblaðið spurði Indriða að því í gær hvort hann væri þessi dularfulli Svart- INNLENT Pólýfónkórinn í Kristskirkju PÓLÝFÓNKÓRINN held- ur þrenna tónleika nú í vikunni, tvenna á föstudag- inn langa, kl. 17.30 og kl. 21 og eina á laugardag 14. apríl kl. 15 og verða þeir í Kristkirkju í Landakoti. Að sögn talsmanna kórs- ins er mikið til uppselt á tónleikana en nokkrir miðar sem óseldir eru verða fáan- legir við innganginn. höfði. Sagðist hann ekki vilja svara þessari spurningu, en sagðist vera jafn sæll og glaður eftir sem áður þó svo að þetta höfundarnafn væri sett á hann. — Ég hef séð þessa bók og í henni eru hressilegir kaflar, sem ég held að fólk hafi gott af að lesa, sagði Indriði. Bflasýning Kvartmfluklúhbsins stendur nú yfir í Sýningahöllinni í Bfldshöfða og getur þar að líta kvartmflubfla, rallbfla, gamla bfla og vélhjól. Sýningin verður opin í dag frá kl. 14—18, á morgun kl. 16—22, laugardag kl. 14—22, páskadag kl. 16 — 22 og annan páskadag kl. 14—22, en það er síðasti sýningardagurinn. Ljósm. Kristján. Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar: N eitar frekari að-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.