Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUP. 12. APRÍL 1979 UM margra ára skeið hafa páskarnir, og þá sérstaklega bænadagarnir, verið spilaháti'ð keppnisspilaranna. Að vísu mæla kennisetningar trúar- bragða okkar ekki með spila- mennsku þessa daga en þrátt fyrir það mæta menn og konur úr öllum landshlutum og taka þátt í íslandsmóti á Hótel Loftieiðum. Þetta sýnir áhuga og vin- sældir bridsins og þar sem aðeins örlitill hluti áhangenda hans taka þátt í mótakapp- hlaupinu þiggja þeir, sem heima sitja eflaust, dægradvöi í formi þrauta. Við lítum á viðfangsefnin eins og þau koma fyrir við spila- borðið og fáum okkur sæti í suður. Blað og blýantur eru ómissandi svo að hægt sé að punkta hjá sér úrlausnirnar og bera síðan saman við réttar lausnir, sem birtar verða í dag- legum þáttum blaðsins eftir helgidagana. 1. Gjafari norður, austur-vestur á hættu. Sagnirn- ar skipta ekki máli og þú ert sagnhafi í hjartasamningi. Norður S. AKD10 H. D2 T. ÁDG73 L. 43 Vestur Austur S. 7632 S. G954 H. 1086 H. Á4 T. 952 T. 108 L. G105 Suður S. 8 L. ÁK876 H. KG9753 T. K64 L. D92 Vestur spilar út laufgosa, sem austur tekur með kóng og spilar síðan ás og þriðja laufi. Tak- markið er tíu slagir en er hægt að fá þá gegn bestu hugsanlegu vörn? 2. Gjafari suður, allir utan hættu. Norður S. GIO H. ÁKG8 T. 543 L. 10854 Suður S. Á6 H. D109752 T. K86 L. ÁK Bridge eftir PÁL BERGSSON Þú ert sagnhafi í fjórum hjörtum en vestur sagði einn spaða yfir hjartaopnun þinni. Og hann spilar út lauftvisti, fjarki, nía og kóngur. Báðir láta lágt þegar þú tekur á laufásinn og einnig fylgja þeir lit þegar út spilar tromptvisti á kónginn. Hvernig er framhald þitt? 3. Norður gjafari, austur og vestur á hættu og' hafa álltaf sagt pass. Norður S. G1093 H. 964 T. 73 L. K753 Suður S. ÁK842 H. Á T. ÁKDG L. Á42 I þetta sinn hafnar þú í sex spöðum og færð út hjarta- drottningu. Hvaða spil lætur þú frá hendinni í næsta slag? 4. Vörn gegn fjórum hjörtum. Austur gaf spilið og aðeins þinn vængur á hættu. Vestur S. D6 H. G1084 T. G74 T. KDG6 Suður S. Á85 H. 52 T. KD1053 L. 1074 Sagnirnar: Austur Vestur 1 Spaði 2 Lauf 2 Hjörtu 3 Hjörtu 4 Hjörtu Eðlilega spilar þú út tígul- kóng. Lágt úr borði, norður lætur níuna og austur tvistinn. Hvernig ætlar þú að skipu- leggja vörnina og hvaða spili spilar þú næst? 5. Aftur vörn og í þetta sinn gegn fjórum spöðum. Vestur gaf, allir utan hættu. Austur S. DG98 H. 5 T. KDG4 L. ÁK105 Suður S. Á7 H. Á9764 T. 9 L. G9862 Vestur Norður Austur Suður p P 1T 1 H 1 S 2 H 4 Spaðar Félagi þinn í norður spilar út hjartagosa. Þú tekur slaginn með ásnum og vestur lætur drottninguna. Hvað hætta leynist í vörninni og hvaða spil lætur þú næst á borðið? 6. Velja þarf útspil gegn þrem gröndum. Þú ert með þessi spil í suður. S. Á63 H. K8643 T. G5 L. K74 Vestur opnaði á þrem tíglum, langlitur og lítið annað, og austur sagði þá lokasögnina, þrjú grönd. Hvert er útspil þitt? 7. I siðustu þrautinni snúum við okkur aftur að sóknarspili. Gjafari norður, austur-vestur á hættu. Norður S. 632 H. KG104 T. - L. ÁK6543 Suður S. K H. ÁD953 T. ÁG54 L. 987 Sagnirnar: Norður Austur Suður Vestur 1L 1T 1 H 1S 3 H 3 S 4 G P 5 T P 6 Hjörtu allir pass. Vestur spilar út tígultíu og þegar við lítum á spilin verðum við sammála um, að sagnirnar eru svona heldur af léttara taginu. En ekki þýðir að gefast upp og úrslit spilsins ráðast meðal annars af hvaða spili þú lætur frá borðinu. Hvert er það? Þrautir þessar eru eðlilega misjafnlega erfiðar og sjálfsagt ekki á allra færi að koma auga á réttar lausnir í öllum tilfellum. En réttar úrlausnir og skýring- ar verða að bíða þar til í næstu viku og er því nægur tími til stefnu. Henri Dunan t— fursti á vegum fórnandi elsku Vart mun það land í veröld allri, að ekki opnist það fyrir lykli, sem nú er nefndur Rauði krossinn, með stórum staf. Upphaflega er hann smækkuð mynd af sólkrossi Hellena, er síðar táknaði kjarnann í kær- leiksboðskap Krists. Vart mun heldur það ríki í veröld allri, að ekki geti eða hafi geisað þar djöfulæði það í mannlegri samþúð, sem nefnt er styrjöld og er lögboðið brjálæði, milljóna, sem haldnar eru múgæði og sefjun grimmdar og kvalalosta, sem kveikt er kol- brjáluðum djöflum fremur en mönnum, sem kallaðir eru stjórnmálamenn og lyft til æðstu metorða og valda af hat- andi skríl. Þar keppist hver við annan jafnvel árum saman að myrða fólk, hræða það, kvelja og pína, eyða lönd og borgir, listaverk og gróðurlendi, eitra og afmá, öskr- andi og stappandi undir skipun foringja: „Ef þú ekki drepur, þá drep ég þig.“ Tæplega rennur upp sá dagur yfir okkar annars dýrðlegu jörð, að þetta lögmál gildi ekki ein- hvers staðar. Og þeim veitist svo oftast mest frægð, metorð, heiðurs- merki og mannvirðingar, sem flesta hafa myrt eða lagt til þess góð ráð fyrirskipanir og tækni. Hergagnaframleiðsla hve vera arðvænlegasti atvinnuvegur mannkyns. Skriðdrekar, sprengjur og fallbyssur eru keyptar fyrir milljarða og morð fjár jafnvel í löndum þar sem milljónir barna deyja árlega úr hungri og harðrétti. En' eitt er það tákn, sem er borið gegn þessu brjálæði og afleiðingum þess. Borið um af auðmjúkum verum, sem læðast um innan um faldar sprengjur, fallandi virki og hallir. Vilja fórna lífi, kröftum og heilsu til að líkna og græða. Binda um sár. Bera vatn að brennheitum vörum kveinandi unglinga, deyj- andi manna sundurtættra af sárum, grátandi og emjandi af kvölum. Þetta eru fórnardýr brjálæð- inganna. Til hvers er barizt, drepið, limlest og kvalið veit yfirleitt enginn, hvorki áður né eftir. En táknið, sem eitt veitir ofurlitla von um miskunn og líknarsnertingu kærleikans þeim, sem liggja í valnum er Rauði krossinn. Merki sem íslenzk börn selja á öskudaginn og keypt er fyrir álíka upphæð og greitt er fyrir lítinn brjóstsykurspoka, en á að bæta og getur bætt úr hryllileg- ustu neyð heimsins. Og öskudag- urinn var öldum saman helgað- ur auðmýkt, þjáningu og fórnar- lund. En hver átti þá upphafið á vegum Rauða krossins, sem nú breiðir líknarfaðm og miskunn- arhendur um heim allan? Hver hóf þetta forna sóltákn mót himni til að veita kvöldum og þjáðum, þyrstum og smáðum kærleikssnertingu? Þótt ótrúlegt megi virðast var hann ekki beinlínis úr hópi hermannanna sjálfra. En samt má sannarlega minnast hans á föstunni sem, kjörbróður Krists á Via Dolorosa þyrnibraut of- sókna, þjáninga, fyrirlitningar og smánar. Meginhluta manndómsára flæmist hann falinn, týndur og gleymdur land úr landi í Ev- rópu, frá einni stórborg til annarrar, fór stöðugt huldu höfði. Hernaðarauðvaldið, haturs- öflin vildu áreiðanlega svívirða hugsjónir hans, eyðileggja orð- stír hans og heiður, þar sem þau töldu sig sjá sér leik á borði. r Eg elska Idi Amin Ný bók frá Salti BÓKAÚTGÁFAN Salt er um þessar mundir að senda frá sér bókina Ég elska Idi Amin, en hún fjallar um samskipti stjórnar Idi Ámins f Úganda og kirkjunnar þar í landi. Bókina skrifar Festo Kivengcra biskup. Á bókarkápu segir m.a. að mikil bjartsýni hafi ríkt meðal fólks í Úganda þegar Amin hafi komist til valda, en hún hafi breytzt í vonbrigði er hreinsanir hófust í landinu og að kirkjan hafi ekki farið varhluta af ástandinu. „Spennan í samskiptum kirkjunn- ar og stjórnar Idi Amins fór vaxandi með hverjum degi og náði loks hámarki með morðinu á Janani Luwum erkibiskupi í Kápumynd bókarinnar teiknaði Guðlaugur Gunnarsson. feþrúar 1977. Ég elska Idi Amin er frásögn sjónarvotts sem lýsir þeirri ógnarstjórn sem rikt hefur í Uganda undanfarin ár. Bókin ber

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.