Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 17 einn, tveir, þrír, áfram gakk, einn, tveir, þrír... I Fíladelfíu hef ég kynnst mjög góðu fólki og átt þar góða sam- starfsmenn. Við höfum náð ótrú- legum árangri með hjálp Drottins. Nægir þar að benda á byggingu kirkjunnar sem Ásmundur Eiríks- son stóð fyrir og eitt vandaðasta pípuorgel landsins sem Árni Arin- bjarnar og Daníel Jónasson fara höndum um.“ Sönggleði hefur löngum verið aðall Fíladelfíumanna og ég spurði Einar um þann þátt í starfinu? „Við erum ekki betri söngmenn en aðrir menn, en við syngjum lög sem falla betur í smekk fólks en yfirleitt er boðið upp á, það er leyndardómurinn. Þetta hefur fylgt okkur allt frá því að þessir góðu og léttu norrænu og banda- rísku söngvar komu hingað til lands og á sínum tíma var Sigur- björn Sveinsson þar fremstur í flokki með þýðingar og tilfærslu. Okkar trú er gleði og okkur líkar vel að túlka hana í söngnum." „Og fæ samband við skepnuna“ Við fórum að tala um útisam- komur hvítasunnumanna og þá spannst góða veðrið inn í samtalið, því oft greip safnaðarfólkið tæki- færið ef gott var veður og hélt samkomu með söng og hljóðfæra- slætti á Stakkagerðistúni í Eyjum. Og þegar við vorum farnir að tala um veðrið þá lá sauðkindin næst við höggi, en Einar hefur alltaf verið mjög næmur á þá skepnu. „Ég er ekki í vafa um að sauð- kindin hefur mjög sterka meðvit- und og er alls ekki skynlaus frekar en aðrar skepnur. Þegar heilög ritning talar um Guðs ríki í Rómverjabréfi 8. kap. kemur þar fram að jafnvel skepnurnar muni verða leystar úr ánauð forgengi- leikans, að deyja, — til dýrðar frelsi Guðs barna." Ég komst að raun um að kindur þekkja mann af lykt og heyrn, þær þekktu fótatakið og þær þefuðu af manni. Ég ól þær þannig upp að þó þær væru með nýbornum lömbum efst í Hlíðarbrekkum þá gat ég kallað þær til mín, kjassað þær og tekið upp lömb þeirra. Ég átti eina á sem var mikið uppáhald eins og aðrar kindur. Ég var eitt sinn að fara til guðsþjón- ustuhalds í Betel í endaðan apríl og 10 til 15 dagar í burð. Þá vekur athygli að golsótt ær er komin að dyrum í fjárkofanum þar sem hún var aldrei vön að vera. Ég horfi í augu hennar og fæ samband við skepnuna og skynja að hún vill fara í hlöðuna þar sem ég hafði afgirt krær vegna burðar. Gekk hún við hlið mér þar inn á sína kró sem hún hafði ár eftir ár. Færði ég henni hey og vatn og fór síðan til guðsþjónustuhaldsins. Þegar ég kom aftur eftir tvo tíma var hún búin að bera þremur fallegum lömbum og mér fannst hún segja við mig þegar hún horfði á mig: „Er ég ekki dugleg." „Baugi fór að anda“ Pabbi minn, sem á gamals aldri sá um féð þegar ég var á sjó, var einnig nákvæmur. Ég átti svarta á, stóra og fallega. Eitt kvöld þegar ég var að fara á samkomu á fimmtudegi segir pabbi að Surtla fari að bera og ég skuli ekki fara á samkomu. Ég fór þó og setti samkomuna eins og ég var vanur, en þegar ég kom heim aftur var pabbi gustillur og sagði: „Líklega ert þú búinn að missa ána og lambið fyrir andstyggðar drollið í þér. Er ég kom í króna til Surtlu var hún lögst fyrir og hreyfði sig ekki og lambið sat fast í burðar- liðnum. Snoppan var köld. Ég bað pabba að halda í horn Surtlu, ég var í samkomufötunum og hvítri skyrtu, en skyldi að hér mátti engan tíma missa. Ég fór með höndina inn með ánni og fann að fæturnir stóðu fyrir og óvenjulega stór horngarður. Ég gat ýtt höfð- inu inn og náð fótunum réttum og síðan liðkaði ég til fyrir lambinu sem virtist vera líflaust. Þegar lambið var komið frá móðurinni og hún óskemmd, því það þurfti stundum að skera í þessi grey, þá spratt Surtla upp og rann á vit lambsins, saug munn og nef, stillti bringu lambsins við vinstri fót og sparkaði kröftuglega með hægri fæti í herðakamb. Það dugði ekki og aftur notaði hún munn við munn aðferðina þannig að fram- hlutinn á höfði lambsins hvarf upp í móðurina og hún saug og saug og sparkaði ennþá kröftugar en áður, en án árangurs. í þriðja sinn endurtók sagan sig og nú með enn meiri örvæntingu og krafti en fyrr þannig að sparkið slengdi lambinu á afturfætur móðurinnar. Það dugði, Baugi fór að anda, þetta var baugóttur hrútur. Daginn eftir var hann vigtaður eins og ljósmæður gera og reyndist 5 kg eða 25 merkur." „Eins og of mikill pipar í mat“ „Hver finnst þér helzti munur- inn á samskiptum við mannkind- ina og sauðkindina?" „Sauðkindin svíkur þig aldrei og talar aldrei illa um þig, en mann- kindin á hvort tveggja til. Eignistu vináttu sauðkindarinnar og beri hún traust til þín þá varir það á meðan hún lifir. í 1. kapitula Jesaja 2—3 segir: Heyrið þér himnar og hlusta þú jörð, því að Drottinn talar. Ég hefi fóstrað börn og fætt þau upp og þau hafa risið í gegn mér. Uxinn þekkir eiganda sinn og asninn jötu hús- j bónda síns, en Israel þekkir ekki, mitt fólk skilur ekki. Já, ég svara þér með orðum Biblíunnar, það heldur í gegnum allt, ég þekki Biblíuna og hún á svar við öllu mannlegu. Ég hef þjálfað mig í þessu og vitni annar í bókina og geri það ekki rétt, þá finn ég það strax eins og of mikinn pipar í mat.“ Vitrunin kom fram á íslandi „Upphaf Hvítasunnuhreyfingar- innar á íslandi?" „Upphaf hvítasunnutrúboðs á íslandi er 1 rauninni á bænastund í Svíþjóð. Forstöðumaðurinn sem bað heitt til Drottins varð frá sér numinn og sá sýn. Hann sá fjöll með hvilft á milli og þar blasti við byggð en í bakgrunni var fjall. Þetta er Island, sagði andi Guðs við hann, þangað hef ég kallað þig. Forstöðumaðurinn sagði upp störfum sínum í Svíþjóð, hjá stórum söfnuði, og hélt til Bergen þar sem hann tók sér far til íslands með Nóu. Hann hét Erik Ásbö þessi maður og kona hans Signý. Þau komu fyrst til Fá- skrúðsfjarðar, fóru síðan norður um og vestur og suður til Reykja- víkur sumarið 1920. Hvergi á þessari leið sá Ásbö þann stað sem honum hafði vitrast. í Reykjavík hóf hann samkomuhald við lítinn sem engan árangur. Árið eftir, 1921, var hann að þrotum kominn og um sumarið gafst hann upp og ákvað að halda aftur utan. Tók hann sér far með Lyru til Noregs. Síðasta höfn áður en lagt var frá landinu yfir Islandsála var Vest- mannaeyjahöfn. Lyra kom að Eyj- um að morgni 4. júlí, renniblíða um allan sjó. Þegar Ásbö vaknar snemma morguns og lítur út um kýraugað í klefa sínum stirðnar hann upp, þarna eru fjöllin, þarna er Eiðið, þarna er bærinn, þarna er Helgafell, þarna er sýnin sem honum vitraðist. Án þess að þekkja= nokkurn mann í Eyjum tekur Ásbö sitt hafurtask og fer af skipinu í Eyjum ásamt konu sinni og Sveinbjörgu heitinni Jóhanns- dóttur systur Ólafíu sem kunn var að trúboðs og mannúðarmálum í Noregi í aldarbyrjun. „Að vinna menn fyrir Guðs rflki“ Skip lögðust ekki upp að bryggju í Eyjum á þessum tíma og voru farþegar og vörur selflutt í land á ferjubátum. Þegar báturinn lagð- ist að Bæjarbryggjunni tók Ásbö og hans lið töskur sínar og sté á land þrátt fyrir allt önnur áform í upphafi ferðar Lyru. Þar sem hann stendur á Bæjarbryggjunni Sjá næstu síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.