Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1979 27 mkirkjunni s. Þar fluttu fjögur börn úr Vesturbæjarskóla, idóttir: barna og fulloröinna barnaheimilin. Þetta eru aö vísu ágætar stofnanir en þaö má ekki nota þær sem eins konar geymslur fyrir börn þangaö til þau eru orðin nægilega stór til að sjá um sig sjálf. Þaö er einnig mikil- vægt að börnin finni aö þau standi ekki ein, að þau geti komið og sagt pabba og mömmu eða öðrum trúnaðar- vini frá atburðum dagsins og helst án þessara hlutlausu svara sem oft vilja koma svo sem, nújá, jæja, eða eitthvað í þeim dúr. Það verður strax þegar börnin eru orðin nægi- lega stór til þess að skilja mælt mál að fara að tala við þau eins og einstaklinga en ekki eins og brúður, leiðbeina þeim en láta þau samt taka sjálfstæðar ákvarðanir þar sem því verður við komið, því það er ekki verulega hagstætt fyrir einstaklinginn að vera alinn upp í svo vernduðu umhverfi að hann geti ekki tekið sínar eigin ákvarðanir, heldur verði að láta aðra gera það fyrir sig, þegar að því kemur einhvern tíma að hann verður að standa á eigin fótum. Til þess að samskipti barna og fullorðinna geti orðið eðli- leg þarf umhverfi þar sem báðir aðilar geta eytt tóm- stundum sínum saman. Hér í Reykjavík vantar mjög mikið einhver opin svæði, þar sem börn og fullorðnir geta verið saman, því það er alltof algengt orðið að fólk setjist fyrir framan sjónvarpið á föstudagskvöldum og ranki svo við á mánudagsmorgni og spyrji sjálft sig, „Er helgin liðin?“ En það er ef til vill möguleiki á því að koma fólki eitthvað út, ef það veit að það þarf ekki að fara neitt langt til þess að komast í snertingu við náttúruna. Og ég held að börn hafi mjög gott af því að sjá Pabba og Mömmu öðru- vísi en þreytt eða vinnandi. dómnum þegar tækifæri gefst og finnst þó oft að foreldrar séu með óþarfa afskiptasemi þegar þeir vilja leiðbeina börnum sínum. Plest þessara barna eiga þó eftir að iðrast þess, þegar þau uppgötva að þau eru orðin eftirbátar jafnaldra sinna sökum leti og hugsa þá kannski sem svo: Af hverju hlustaði ég ekki á foreldra mína þegar þeir reyndu að leiða mér fyrir sjónir hversu nauðsynlegt það væri að rækja nám sitt vel til þess að geta orðið góður og nýtur þegn í þjóðfélaginu. t í umferðinni önnur vegna þess að fyrir utan þá staði sem þeim er ætlað að vera á er ekkert gert með tilliti til þess að fatlaðir þurfi að nota það. Það er þetta sem þarf að bæta úr. T.d. með öðruvísi gang- stéttarbrúnum, lægri upp- göngu í strætisvagna, minna af stigum, stigar virðast oft vera bara til skrauts. Ef þú lítur inn í einhvern banka eða aðra líka stofnun í Reykjavík þá tekurðu líklegast ekki eftir því, hversu margar tröppur eru þar, en eftir þessu taka þeir hreyfilömuðu og verða fyrir barðinu á. Ef þú ætlar upp í lyftu í einni af hinum mórgu byggingum Reykjavíkur þá tekuröu lík- legast ekki heldur eftir því hversu dyrnar á lyftunni eru þröngar, óþarflega þröngar. En þarna komast hjólastólar stundum ekki inn. Þegar þú ferð yfir götu tekurðu varla eftir því hversu gangstéttar- brúnirnar eru oft háar, en alltaf lenda þeir fötluðu í vanlræðum. Svona mætti lengi telja. Því hljóta þeir sem fara niður í bæ og líta í kringum sig að sjá alltof margar hindranir fyrir fatl- aöa. En þetta er sumstaðar verið að laga, t.d. er búið að útbúa aðrar dyrnar á dóm- kirkjunni þannig að þar kom- ast hjólastólar út og inn. Vonandi verður í framtíðinni einungis byggt þannig að fatlaðir geti notið þess til jafns við aðra. Pólýíónkórinn á æfingu í vikunni. Ljósm.: Kristjón. Tónleikar Pólýfónkórsins: Aðgengilegt nútímaverk og gömul meistaraverk í söngskrá kemur fram aö mikil endurnýjun hafi átt sér stað á söngkröftum kórsins í vetur og segir söngstjóri m.a. að kórinn standi nú á tímamótum og síðan: „Þjálfun kórsins stefnir jafnan að því að ná raddlegum árangri og viðhalda þeirri hljómfegurð, sem talin hefur einkenna söng hans, jafn- framt því að byggja upp tónskyn kórfélaganna með því að glíma við valin viðfangsefni. Stærð kórsins nú er fremur miðuð við flutning stórra verka með hljómsveit, en iðkun cap- ella-söngs er ómissandi þáttur í þjálfun og uppeldi hvers góðs kórs. Tónleikarnir verða í Krists- kirkju kl. 17:30 og 21 á föstudag- inn langa og kl. 15 á laugardag. PÓLÝFÓNKÓRINN í Reykjavík heldur þrenna tónleika í Krists- kirkju í Landakoti, tvenna á föstudaginn langa og eina á laugardag. Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Palestrina, Victoria, David og Mozart. Pólýfónkórinn syngur að þessu sinni án undirleiks en Hörður Áskelsson mun flytja tvö orgelverk, sálmaforleik og Prelúdíu og fúgu í h-moll eftir Bach. Meðal verkanna er flutt verða á þessum tónleikum er verk eftir Johan Nepumuk David, Þýzk messa fyrir 4—10 raddir, sem samið er árið 1962. Kórinn flytur það nú öðru sinni og er það aðgengilegt og áhrifamikið þótt nútímalegt sé og töldu margir flutning þess marka tímamót í í^lenzkum kórsöng þegar Pólýfónkórinn flutti það fyrst, að sögn söngstjórans. Þá verður flutt mótetta fyrir tvo ferradda kóra, Der Geist hilfst unserer Schwachheit auf, eftir Johan Sebastian Bach en það verk er talið hafa verið frumflutt við útför rektors há- skólans í Leipzig árið 1729. I söngskrá kórsins segir Ingólfur Guðbrandsson m.a. um verk þetta: eða fantasíur með tilheyrandi fúgum eða sálmforleiki þar sem laglínur sálmalaga eru höndlað- ar á margvíslegan hátt. Sálm- forleikurinn sem leikinn verður í Kristskirkju er sá lengsti úr „Das Orgelbúchlein", safni 46 sálmforleikja og af mörgum talinn sá fegursti sem Bach skrifaði. Prelúdía og fúga í H-moll er eitt af stóru orgel- verkum Bachs, en þar skiptast á margraddaðir og þriggja radda hlutar og kemur aðalstefið í mismunandi tóntegundum með tilheyrandi tóntegundaskiptum og millispilum. „Á dögum J.S. Bachs í Leipzig tíðkaðist bæði í Tómasarkirkj- unni og Nikulásarkirkjunni að flytja mótettu í upphafi sunnu- dagsguðsþjónustunnar. Mest voru það áttraddaðar tónsmíðar frá upphafi 17. aldar. Sögulegar heimildir benda til, að þær hafi oftast verið studdar undirleik bassahljóðfæra og orgels eða sembals. Frá hendi Bachs hafa varð- veitzt 6 mótettur, flestar samd- ar af sérstöku tilefni. „Der Geist hilfst unserer Schwachheit auf“ mun hafa verið frumflutt 1729 við útför rektors háskólans í Leipzig. Bach skrifaði einnig hljóðfæraraddir til tvöföldunar kórröddunum átta enda var annáiað hve flutningurinn var hátíðlegur, en oftast var verkið flutt án hljóðfæra, þótt vitað sé að Bach sjálfur notaði oft bassa- hljóðfæri og orgel til stuðnings söngröddunum. Verk þetta er nú frumflutt hér á landi af íslenzk- um kór að því er bezt er vitað.“ Svo sem að framan er greint syngur kórinn einnig minni háttar verk eftir Palestrina, Victoria og Mozart. Þá flytur Hörður Áskelsson organleikari, sem hingað kemur gagngert tii að taka þátt í þessum tónleik- um, tvö orgelverk. í upphafi tónleikanna er það sálmfor- leikur eftir Bach, „0, Mensch, bewein dein Súnde gross" og Prelúdía og fúga í H-moll. Org- elverkum Bachs er oft skipt í tvo flokka, annars vegar prelúdíur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.