Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 ÚTVARP & SJONVARP Útvarp kl. 22,45 föstudaginn langa: í útvarpi kl. 22,45 á föstudaginn langa verður nærri tveggja stunda dag- skrá með flutningi Gold- berg-tilbrigðanna eftir Johann Sebastian Bach. Úrsúla Ingólfsson-Fassbind leikur verkið á píanó og skýrir það með erindi, sem Guðmundur Gilsson les. Að sögn Úrsúlu hafa Gold- berg-tilbrigðin að ýmsu leyti sérstöðu meðal verka Bachs. Þau eru eina eiginlega til- brigðaverk hans og eru byggð Úrsúla Ingólfsson-Fassbind Goldber-til- brigði Bachs á svonefndri kontra- punktískri tilbrigðatækni, sem aðrir höfundar hafa lítt eða ekkert sinnt. Verkið er afar langt og mjög erfitt í flutningi fyrir nútíma flygil, þar sem það var upphaflega skrifað fyrir hljóðfæri með tvö nótnaborð. Úrsúla hefur leikið þetta verk hér á landi áður í styttu formi, en í fyrrahaust og í vetur lék hún verkið í heild í Hollandi og í Sviss og hlaut fyrir túlkun þess mjög góða dóma. Utvarp laugardag, kl. 21,20: Hvernig halda þau upp á páska? Gleðistund nefnist þáttur í umsjá Guðna Einarssonar í útvarpi klukkan 21.20 á laugardagskvöld. í spjalli við Mbl. sagði Guðni að þátturinn yrði helgaður páskunum. „Ég fær fjóra gesti í heimsókn, en þessum gest- um er það sameiginlegt að þeir hafa allir mikinn áhuga á kristindóminum. Gestirnir, sem eru þau Hell- en Helgadóttir kennara- nemi, Rannveig M. Níelsen blaðamaður, Snorri Óskars- son kennari úr Vestmanna- eyjum og Óli Ágústsson forstöðumaður Samhjálpar, munu ræða um viðhorf sín til páskahalds og skýra frá því hvernig þeir halda páska.“ Inn á milli verður leikin tónlist sem tengd er pásk- unum. M.a. verða leikin lög af nýrri hljómplötu norsku hljómsveitarinnar Mini-Tværs, og einnig lög með íslenzkum textum sem Fíladelfíukórinn syngur. Sumir textar þeirra laga eru eftir einn gestanna, Óla Ágústsson, sagði Guðni, að Óli segði frá tilurð þeirra texta. Ballettinn Giselle eítir Jean Coralli við tónlist eftir Adolphe Adam verður fluttur í sjónvarpi kl. 22.50 á föstudaginn langa. Upptakan fór fram í Bolshoileikhúsinu í Moskvu og er meðfylgjandi mynd tekin í leikhúsfnu, sem þykir mjög tilkomumikið. Með aðalhlutverk í Giselle fara hinir kunnu dansarar Natalja Bessmertnova og Michail Lavrovski. Sjónvarpskvikmynd föstudag og laugardag: Sagan af Davíð konungi Israela Sjónvarpið sýnir á föstudag- inn ianga fyrri hluta handa- rískrar sjónvarpskvikmyndar sem fjallar um söguna af Sál konungi ísraela og Davíð er tók við völdum af honum. Síð- ari hluti myndarinnar verður sýndur kl. 21,45 á laugardags- kvöld. Myndin byggir á frásög- um Gamla testamentisins og með aðalhlutverk fara þau Anthony Quayle, sem leikur Sál konung, Timothy Bottoms og Keith Mitchell, sem fara með hlutverk Davíðs, Susan Hamp- shire og Jane Seymour. Mynd- ina þýddi Rannveig Tryggva- dóttir og hafði hún eftirfarandi um hana að segja f spjalli við Mbl.: „Hér er á ferðinni um 3000 ára gömul saga úr Gamla testa- mentinu, sem fjallar um það tímabil allt frá því er hirðirinn Davíð er fenginn að hirð Sál konungs Israela til að skemmta konungi sem þjáist m.a. af slæmum höfuðverk. Fyrri hluti myndarinnar fjall- ar um það þegar Davíð er í þjónustu Sáls, en myndin endar þar sem Sál hrekur Davíð frá sér og konungur og synir hans eru felldir. Sál hafði bakað sér reiði spámanna sem mikið mark var tekið á. Þeir sögðu að Sál hefði kallað yfir sig reiði Drottins og hófu að leita að nýju konungsefni. Spámennirnir fundu Davíð og sögðu hann bezta efnið. Seinni hluti myndarinnar hefst svo þar sem Davíð er orðinn konungur yfir Júdeu, en einn sonur Sáls, Isbósep, ræður ríkjum í norðurhéruðum ísra- elsríkis. Þessi hluti gengur að mestu út á það er Davíð reynir að sölsa undir sig allt Israels- ríki. Myndin er eiginlega ein víga- saga frá upphafi til enda. Hún er ágætlega gerð og er að mestu farið eftir Gamla testamentinu sem ég studdist mjög við þegar ég gerði textann. Myndatakan er mjög góð, einkum er athyglisvert atriðið þegar Davíð berst með slöngvi- vað einan að vopni við risann Keith Mitchell og Susan Hamp- shire í hlutverkum sínum í myndinni um Davið konung. Golíat. Segja má að myndin sé einkar athyglisverð fyrir þá sem vilja kynna sér efni úr Gamla testamentinu. Fram kemur að fólkið sem myndin fjallar um er mjög trúað og fer það eftir lögum Móse mjög stíft.“ Úllen dúllen doff, skemmtiþátturinn sem Jónas Jónasson stjórnar, verður í fjórða og síðasta sinn í útvarpi kl. 14.45 á annan dag páska. Meðal höfunda efnis og flytjenda eru þau Edda Björgvins- dóttir, Randver Þorláks- son, Gísli Rúnar Jónsson, Guðrún Þórðardóttir og Árni Tryggvason. Gestir þáttarins að þessu sinni verða þau Gestur Þorgrímsson og Sólveig Björling. Eins og meðfylgj- andi myndir bera með sér fór upptaka fram að við- stöddum áhorfendum. Á stærri myndinni má sjá nokkra af flytjendunum en á minni myndinni er Sól- veig Björling, annar gesta þáttarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.