Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 MAÐHRINN er fæddur árið 1949 og stendur því á þrítugu eins og Atlantshafsbandalagið, sem allra bandalaga mest hefur verið til umræðu að undanförnu, nema ef vera skyldi BSRB. í miðju kalda stríðinu árið 1959 var hann farinn að búa til lítil módel af leiksviðum og þó svo að maðurinn hafi aldrei haft gaman af stríðsleikjum, þá notaði hann tindáta ístað lifandi leikara til að fylla inn í myndina. 1969 náði hann sér í hvítan stúdentskoll frá Menntaskólanum í Reykjavík og skrapp síðan til Japans í þriggja ára nám í leikhúsfræð- um. Það herrans ár 1979 byrjaði hann með því að setja upp verk Steinbecks, „Mýs og menn“, í Þrándheimi í Noregi, en síðari hluti ársins er óskrifað blað, svo og framtíð þessa unga og víðförla leikhúsmanns. ^5 ^ 6 7 Nám og starf í hinum Haukur J. Gunnarsson kom úr Niðaróssdvöl sinni síðastliðinn föstudag Mánudagurinn fyrir páska hentaði bærilega fyrir spjall við Morgunblaðið. Staðurinn fyrir slíkt var valinn sá ágæti brunnur, Ingólfsbrunnur, í hjarta borgar- innar. Kaffi fyrir blaðamanninn, kók fyrir leikstjórann. Blað og blýantur á borðið. Statistar við borðin í kring. Allt klárt og klapp- að og bara að byrja — þá að sjálfsögðu á byrjuninni. TJALDIÐ FRÁ — Áhuginn á leikhúsinu vakn- aði snemma og þegar ég var 4—5 ára, fékk í fyrsta skipti að fara með mömmu og pabba í leikhús, segir Haukur. — Það fyrsta, sem ég sá, var „Ferðin til tunglsins" en um svipaö leyti kom japanskur dansflokkur hingað á ferð sinni um Evrópu. Eg fékk að fara á eina sýningu flokksins og þar með var grunnurinn lagður að „ferðinni til Japans". Allt þar til ég lét verða af Japansferðinni var ég ákveðinn í að gera allt, sem ég gæti til að komast í nám í Japan þegar ég yrði stór. — Sem krakki hlustaði ég mikið á óperur, öll útvarpsleikrit og fór eins oft og ég fékk leyfi til í leikhús. Þegar hinir strákarnir voru í bófahasar eða slíku var ég gjarn á að sitja inni og hlusta á plötur eða lesa bækur. Svo settum við krakk- arnir í hverfinu upp leikrit fyrir Atvinnuleitin er Leikstjórinn að störfum á æfingu í Þrándheimi. Þau eru mörg vandamálin, sem upp koma við undirhúning eins leikrits. í „Músum og mönnum" gegndi hundur nokkur veigamiklu hlutverki og höfðu menn af því nokkrar áhyggjur að hundurinn léti ekki að stjórn. Það fór þó á annan veg. því leikarinn, sem í leikritinu átti að stjórna hundinum, var hræddur við skepnuna og það var ekki tyrr en eftir nokkrar æfingar að leikarinn fór loks að láta að stjórn. Svo var það Japan, England og Leikfélag Hornafjarðar snar þáttur í lífi laus- ráðins leikstjóra kunningjana, sömdum og sviðsett- um sjálf, buðum þeim, sem koma vildu, og höfðum mikið gaman af. Ætli ég hafi ekki verið 10 ára eða svo þegar ég byrjaði að smíða lítil módel af sviðum leikrita, sem ég hafði séð, heyrt eða lesið. Persón- urnar voru ýmist klipptar út eða þá að ég notaði tindáta sem leikara. — 12 ára gamall var ég farinn að fara á öll leikrit, sem sýnd voru í leikhúsunum í Reykjavík. Á þessum aldri var ég orðinn alæta á allt, sem viðkom Japan. Ég las allt það, sem ég komst yfir um landið, og þá ekki aðeins um leiklist, það var nokk sama hvað það hét. — í menntaskóla sótti ég nám- skeið í framsögn og leiklist hjá Baldvin Halldórssyni og lék síðan lítið hlutverk í „Allt í misgripum" eftir Shakespeare á Herranótt. Ég segi kannski ekki að það hafi verið „allt í mistökum" hjá mér, en ég fékk lítið hrós fyrir frammistöð- una. Reyndar sagði þó einn kunn- ingjanna við mig, að honum hefði þótt ég vera beztur, hann hefði ekki tekið eftir mér. Haukur með vinum sínum á æfingu í japanska tilraunaleikhúsinu, en hann var f þrjú ár við nám í — Að loknu stúdentsprófi lét ég leikhúsfruiðum i Tokyo. stóra drauminn verða að veru- leika. Ég hélt til Japans. Ég fór strax í málaskóla þegar ég kom til Tokyo og var í honum í þau þrjú ár, sem ég var í Japan. Eftir hálft ár hóf ég nám í leiklistinni og tók einnig þátt í starfi lítils leikhóps utan við skólann. Þetta var til- raunaleikhús, sem hafði Off-off-Broadway að fyrirmynd. Þar starfaði ég sem leikstjóri og leikari og eftir fyrstu frumsýning- una þyrptust að mér blaðamenn og spurðu mig spjörunum úr. — Þeir höfðu mikinn áhuga á að vita ailt um Island og viðhorfin til Japans í V-Evrópu. Þá voru þeir ekki ósvipaðir íslenzkum blaða- mönnum að því leytinu, að þeir vildu endilega fá að vita sem mest um hvað mér fyndist um Japan. Minnti svolítið á íslenzkan blaða- mann suður á Keflavíkurflugvelli, sem spyr einhvern valinkunnan útlending: „Hvað finnst þér um ísland," jafnvel þó sá útlenzki hafi ekki verið nema 5 mínútur á Fróni. — Meðan ég dvaldi í Japan hitti ég varla íslending og umgekkst nær eingöngu Japani. Vinir mínir flestir töluðu aðeins japönskuna Rabbað við Hauk Jón Gunn- arsson og það var því ekkert sem hét — ég varð að læra málið og hafði gott af því að umgangast aðeins heima- fólk. Mér líkaði vel í Japan og hef heimsótt vini mína þár síðan ég lauk námi. — Japanskt leikhús byggir mjög á þáttum úr lífi þjóðarinnar er hefur þróast nær óslitið og beint frá helgiathöfnum í muster- um fyrri tíma. Dansinn og allar hreyfingar eru aðrar en í leikhús- um á Vesturlöndum og gegna öðru og jafnvel þýðingarmeira hlut- verki. I Japan lærði ég einkum um þeirra hefðbundnu leiklist og leik- listarsögu og taldi því, að námi þar loknu, að ég þyrfti að kynnast nánar vestrænni leiklist. — Því ákvað ég að innritast í leiklistardeildina við háskólann í Hull, en hún var þá talin ein sú bezta í Bretlandi. Þarna er mjög góð aðstaða til allrar leiklistar- starfsemi og t.d. bæði stúdíóleik- hús og sjónvarpsstúdíó. Hægt var að velja á milli einstakra þátta í leikhúsinu, en ég tók fyrir leik- stjórn bæði í sjónvarpi og á sviði, en einnig dans, leikmyndagerð, búningahönnun og kvikmynda- gerð. — Sem lokaverkefni frá þessum skóla leikstýrði ég einþáttungi eftir Strindberg, þýddi hann sjálf- ur úr sænsku, gerði búninga, leiktjöld, og gerði í rauninni allt annað en frumskrifa verkið, sem ég lét Strindberg alveg um. Frá háskólanum í Hull lauk ég svo prófi vorið 1975 og hafði þá stund- að nám í leikhúsfræðum og leik- stjórn við tvo háskóla. — Það er í rauninni dálítið erfitt að finna eitt orð á íslenzku yfir þá menntun sem ég hef, en ég kallaði mig leikhúsfræðing til að byrja með. Mér finnst þó, að það orð nái ekki yfir þá menntun sem ég hef, þar sem sú leikhúsfræði, sem kennd er í háskólum í Skandi- navíu er að mestu bókleg, en í Hull var helmingur námsins fólginn í verklegri reynslu af leikhúsi. — Að loknu námi í Hull fannst mér tími til kominn að halda heim á leið og svipast um eftir atvinnu. Ég fékk fljótlega verkefni hjá Leikfélagi Hornafjarðar og leik- stýrði þar einu leikriti með áhuga- sömu fólki. Það var þó ekki um auðugan garð að gresja í þessari atvinnu og í tvö sumur var ég myndir KRISTJÁN EINARSSON o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.