Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 48
GLýSÍNGASIMIXN KR: 22480 |R«r0unbUiliií) FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 Opinber heimsókn Mondales byrjadi í gaerkvöldi WALTER Mondale varaforseti Handaríkjanna ok kona hans komu í Kærkvöldi í opinbera heimsókn til íslands. Meöal þeirra sem tóku á móti gestunum vió athöfn á Kefla- víkurflugvelli voru ólafur Jóhannesson forsætisráöherra og lienedikt Griindal utanríkisráö- herra ásamt ei»finkonum sínum. Mondale mun árdegis í dag eiga iöræður viö t)laf Jóhannesson og iðra ráðamenn, svo og mun hann -koða stofnun Árna Magnússonar. Hádegisverð snæða varaforsetinn og ■ iginkona har,.. að Bessastöðum í íioði dr. Kristjáns Eldjárn forseta og frú Halldóru Eldjárn. Frá Bessastoðum heldur föruneyti varaforsetans í skoðunarferð til t’ingvalla, en þar verður móttaka fyrir gestina í boði Guðmundar llenediktssonar ráðuneytisstjóra. Þegar Mondale kemur frá Þing- ollum mun hann eiga viðræður við Geir Hallgrín,-son formann Sjálf- -tæðisflokksins, en að því loknu -næðir hann kvöldverð í boði for- etisráðherra ,i llótel Sögu. Walter Mondale heldur síðan til Noregs árla í fvrramálið. Við komu Walters Mondale varaforseta Bandaríkjanna og eiginkonu hans í opinbera heimsókn til íslands í gærkvöldi. Ljósm. Mhl. RAX. Mikil hækkun á olíu framundan Vélbáturinn Fylkir NK þræðir á milli jakanna í Norðfirði á leið sinni til Neskaupstaðar síðastliðinn mánudag. Bátar og togarar frá Neskaupstað hafa átt í erfiðleikum vegna íssins og þurft að landa afla sínum nokkrum sinnum á Eskifirði. (Ljósmynd Ásgeir). Vír strengdur fyrir 10 hafnir tfl varnar ísnum VÍR hefur nú verið strengdur fyrir 10 hafnir noröanlands til að varna því að ís komist inn á hafnirnar. Á fyrri ísárum olli ísinn oft miklum skemmdum á mannvirkjum er hann komst inn á hafnirnar, en síðan farið var að beita þessari aðferð til að loka höfnum hafa skemmdir orðið mun minni. Aðeins hefur frétzt um skemmdir á hafnarmannvirkjum í Siglufirði, en bryggjur þar er ógcrlegt að verja. Það er á Ólafs- firði, Raufarhöfn, Dalvík, Hrísey, Húsavík, Vopnafirði, Sauðár- króki, Hofsósi, Hvammstanga og Hólmavík, sem þessari aðferð hefur verið beitt í vetur. í gær var allmikill ís við Horn- bjarg, en siglingaleið fær utar. Siglingaleið var tiltölulega greið- fær með Norðurlandi að Sléttu, en þar var ófært og þéttleiki íssins 9/10. íslaust var við Langanes og þar fyrir austan. Þistilfjörður var fullur af ís og þéttur ís á Vopna- firði og Borgarfirði. í norðaustan- áttinni undanfarið hefur ísinn lamist inn í flóa og firði, hins vegar þar í gær víðast íslaust utar, nema úti af Sléttu. FLJÓTLEGA eftir páska ganga til þurrðar birgðir olíufélaganna af bensíni og gasolíu sem keyptar voru fyrir þá miklu hækkun, sem nýlega varð á heims- markaði. Að sögn Vil- hjálms Jónssonar, for- stjóra Olíufélagsins hf., er reiknað með að nýtt verð á eldsneyti taki gildi síðar í mánuðinum og kvað hann hækkunina mikla. Olíufélögin hafa reiknað út hækkunarþörfina og sent þá út- reikninga verðlagsyfirvöldum. Olíufélögin hafa ekki viljað gefa upp hve mikið bensínið og gasolían þurfa að hækka. Bensín verður þó væntanlega á bilinu 250—270 krónur lítrinn, en það getur skipt sköpum ef ríkisstjórnin ákveður að draga úr skattheimtu á bensíni, en hún er sem kunnugt er stærsti liðurinn í bensínverðinu. Bensínið kostar nú 205 kr. Gasolíuhækkunin mun þó hafa enn meiri áhrif, því að gasolían þarf líklega að hækka enn meira Hverfisgötumálið: KONAN, sem setið hefur í gæzlu- varðhaldi vegna rannsóknar morðsins að Hverfisgötu 34, var látin laus klukkan 16 í gær og hafði hún þá setið í gæzluvarð- haldi í 9 daga. Að sögn Þóris Oddssonar vararannsóknarlög- reglustjóra þykir þáttur hennar í málinu skýrður og ljóst að hún hefur ckki átt þátt í sjálfum verknaðinum. Rannsókn málsins hefur gengið mjög vel að sögn Þóris. Allir aðilar málsins og vitni hafa verið í yfirheyrslum og í gær var at- burðurinn sviðsettur og ljósmyndir teknar, svo betur mætti átta sig á því hvað gerst • • Om endurkjör- inn formaður NÝKJÖRIN stjórn Flugleiða kom saman til fyrsta fundar í gær og var örn ó. Johnson endurkjörinn formaður félagsins til eins árs. Alfreð Elfasson var kjörinn vara- formaður. en bensínið. Fiskverð, sem gildir til 1. júní, er miðað við óbreytt olíuverð og því þurfa að koma til einhverjar aðgerðir stjórnvalda ef flotinn á ekki að stöðvast alveg. hafði í íbúðinni þegar atburðurinn varð. Að sögn Þóris Oddssonar hefur ekki fengist skýring á því við yfirheyrslur hvað Þráni Kristjáns- syni, sem játað hefur morðið, gekk til með verknaðinum. Hefur hann sagt að eitthvað hafi gripið hann skyndilega og hafi hann verið búinn að vinna þetta voðaverk áður en hann vissi af. Kvaðst hann enga skýringu kunna á þessari hegðan sinni. Mislynt veð- ur um páska ÚTLIT er fyrir norðaustanátt um allt land f dag og búast má við hvassviðri víðast hvar um landið og hríðarvcðri fyrir norð- an og austan. Á morgun er líklegt að vindur verði austlægari og þá dragi úr veðri auk þess sem hlýnar. Á laugardag og sunnudag voru helzt taldar líkur á að sunnan- lands yrði austanátt, en norðlæg- ari fyrir norðan. Veðráttan leikur ferðalanga grátt VEÐRÁTTAN setti strik í reikning- inn hjá mörgum ferðalangnum í gær og aðeins hluta ferða í áætlun Flugfélags íslands innanlands var hægt að fljúga. Um klukkan 19 í gær biðu um 800 manns eftir að komast frá Reykjavík til ísafjarðar, Húsavfkur og Egilsstaða og um 300 manns áttu bókað flug frá þessum stöðum til Reykjavíkur. Þá var hætt við flug á Akureyri, Egilsstaði, og Húsavfk, en vonir stóðu til að hægt yrði að fljúga til Húsavfkur. í gær voru 24 ferðir á áætlun hjá Flugfélaginu en þá höfðu aðeins 10 verið farnar og ein véla félagsins tepptist á Egilsstöðum vejgna veðurs og átti að vera þar í nótt. I dag eru 22 ferðir á áætlun og var í gærkvöldi talið mjög hæpið að hægt yrði að fara þær allar jafnvel þó veður lagaðist. I dag átti að reyna að hreinsa flugvöllinn á Akureyri þannig að Boeing-þota Flugfélagsins gæti lent þar. Konrnmi sleppt Engin skýring fundin á verknaðinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.