Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 5 Minnisblað lesenda Morgunblaðið hefur að venju leitað upplýsinga, sem hand- hægt getur verið fyrir lesendur þess að grípa til um bænadag- ana og páskaháti'ðina. Slysadeild Slysadeild Borgarspítalans er opin allan sólarhringinn, sími 81200. Slökkviliðið Slökkviliðið í Reykjavík, sími 11100. Slökkviliðið í Hafnarfirði sími 51100. Slökkviliðið á Akur- eyri sími 22222. Lögreglan Lögreglan í Reykjavík, sími 11166, upplýsingasími 11110. Á Akureyri sími 23222. í Kópavogi 41200. í Hafnarfirði sími 51166. Sjúkrabílar Sjúkrabílar í Reykjavík sími 11100, í Hafnarfirði sími 51100. Læknavarsla Nætur- og helgidagavakt er fram til klukkan 08 á þriðjudag, síminn er 21230. Tannlæknavarsla Neyðarvakt verður alla dag- ana í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg klukkan 14 til 15. Síminn þar er 22417. Lyfjavarsla Á skírdag er nætur- og helgi- dagavakt í Apóteki Austurbæj- ar og Lyfjabúð Breiðholts, en föstudag til þriðjudags er opið í Háaleitisapóteki og Vestur- bæjarapóteki. Göngudeild Á skírdag er Göngudeild Landspítalans opin klukkan 14 til 15 og einnig á annan í páskum, en á laugardaginn milli klukkan 14 og 16. Þar er bæði hægt að fara til læknis og hringja. Síminn er 21230. Messur Tilkynningar um messur, guðsþjónustur og fermingar eru birtar á öðrum stað í blaðinu. Útvarp, sjónvarp Dagskrá útvarps og sjónvarps er einnig á öðrum stað í blaðinu. Bilanir ir skal tilkynna til Vélamið- stöðvar Reykjavíkurborgar, en þar verður bilanavakt alla hátíðisdagana, sími 27311. Símabilanir tilkynnist í síma 05. Söluturnar, verslanir Söluturnar verða opnir eins og venjulega á skírdag, laugar- dag og annan í páskum, en lokaðir föstudaginn langa og páskadag. Verslanir verða lokaðar frá og með skírdegi til og með annars í páskum, en þó verður opið milli klukkan 9 og 12 á laugardag. Bensín- afgreiðslur Bensínafgreiðslur verða opnar á skírdag frá klukkan 9.30 til 11.30, og frá klukkan 13 til 18. Lokað er á föstudaginn langa og á páskadag, opið eins og venju- lega á laugardaginn, og opið á annan í páskum frá klukkan 9.30 til 11.30, og frá klukkan 13 til 18. Strætisvagnar Reykja- víkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar Skírdagur: Ekið eins og á venjulegum sunnudegi. Föstudagurinn langi: Akstur hefst klukkan 13. Ekið eins og á sunnudegi. Laugardagur: Ekið eins og venjulega á laugardögum. Páskadagur: Akstur hefst klukkan 13, ekið eins og venju- lega sunnudaga. Annar páskadagur: Ekið eins og venjulega á sunnudegi. Ljósm. Emilía. Skúlptúrsýning á Borgarspítalanum ÞORBJÖRG Pálsdóttir heldur þessa dagana skúiptúrsýningu í anddyri Endurhæfingardeildar Borgarspítalans. Skúlptúrarnir eru af börnum og vcrður sýningin opin fram yfir páska. Þorbjörg hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir sérkennilega og persónulega tækni. Bruni í bakaríinu á Suðárkróki Sauðárkróki 11. apríl. ALLMIKILL bruni varð í Sauðár- króksbakaríi um klukkan 9 í morgun. Eldurinn kom upp við nýjan bakarofn í nýrri viðbygg- ingu við bakaríið. Mikill reykur gaus þegar upp svo mjög erfitt var að komast að eldinum, en starfsfólkið, sem þarna var að störfum. kallaði strax á slökkvi- liðið, sem fljótlega kom á vett- vang. Um klukkan 10 hafði tekizt aö ráða niðurlögum eldsins, en slökkvistörf voru mjög erfið sök- um mikils reyks. Tjónið hefur ekki verið metið, en dýrmæt tæki eru í bakaríinu. Reykur fór um alla hæðina, þar sem bakaríið er, og sömuleiðis varð talsvert tjón vegna vatnselgs. íbúð Guðjóns Sigurðssonar bakarameistara er á efri hæð hússins og þangað upp lagði einnig mikinn reyk, en óvíst er um skemmdir. - Kári. Firmakeppni frestað FIRMAKEPPNI Vals í körfu- knattleik, sem vera átti í dag, hefur verið frestað um eina viku eða til 19. apríl. STERKASTA RYKSUGA í HEIMI HOOVER S-3001 Hringlaga lögunin gefur hinum risastóra 12 lítra rykpoka nœgjanlegt rými. HOOVER er heimilishjálp. Hoover S-3001 er á tnargan hátt lang sterkasta heimilisryksuga sem þekkist. Af 1340 watta afli hreinsar hún öll þín teppi af hvers kyns óhreinindum. Breyta má um sogstyrk eftir því hvað hentar. Þér til mikils vinnuhagræðis er rofinn íhandfanginu, undirþumal- fingrinum. Að hreinsa kverkar er aldeilis aUðvelt, stillanlegt sog- stykki sér fyrir því. Stór hjól og hringlaga lögun gera Hoover S-3001 einkar lipra í snúningum, hún rispar ekki húsgögnin þin. Til þceginda er sjálfvirkt inndrag á aðtauginni. Hoover S-3001 ber sjálf öll hjálpartœki, svo núgetur þú loksins haft fullt gagn af þeim. Og ekki síst, 12 lítra rykpoki sem enst getur þér t marga mánuði án tœmingar. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 SENDUM BÆKLINGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.