Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 23 Á góðri stund nefnist þáttur sem verður á dagskrá sjónvarps- ins klukkan 20.55 á laugardags- kvöld. Andrés Indriðason stjórn- aði upptöku þáttarins og hafði hann eftirfarandi um þáttinn að segja í spjalli við Mbl.: „Þetta er þáttur með ákaflega blönduðu efni og óhætt að segja að á ferðinni sé notaleg fjölskyldu- skemmtun þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Kynnir verður Edda Andrés- dóttir blaðamaður og mun hún ræða við alla þá sem fram koma í léttum tón. Af efninu er það að segja, að Olöf Harðardóttir syngur tvö lög og leikur Jón Stefánsson eigin- maður hennar undir á píanó. Bragi Hlíðberg þenur harmonikku sína, hljómsveitin Mannakorn flytur tvö lög og verður rætt við söngv- ara hljómsveitarinnar, þau Ellen Kristjánsdóttur og Pálma Gunn- arsson. Nokkrir félagar úr íslenzka dansflokkinum koma með tvö atr- iði og sýna á sér aðra hlið en endranær. Þá verða sýningarsamtök sem stofnuð voru á dögunum, Módel ’79, með atriði, sem raunverulega má kalla tízkusýningu, en þó með dálítið öðru sniði en við eigum að venjast. Rætt verður við Helgu Möller og Skúla Gíslason, tvo af stofnendum samtakanna. Fram kemur í þættinum íslenzk stúlka sem búsett er í Bandaríkj- unum og syngur hún eigin lög. Stúlkan heitir Stefani Anne Christopherson og er dóttir hjón-. anna Guðrúnar Hrafnhildar Snorradóttur og Kjartans Kristó- ferssonar. Edda mun ræða við Stefani Anne. Inn á milli atriða verður svo skotið nokkrum litlum skrítlum, en þar verða að verki leikararnir Júlíus Brjánsson og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir," sagði Andrés að lokum. Hljómsveitin Milk and Honey flytur lag sitt „Hallelúja" í söngva- keppni Evrópu, en mynd frá keppninni verður sýnd f sjónvarpinu á annan dag páska. naut hún aðstoðar fjögurra barna við flutning lagsins. Franska söngkonan Anne Marie David varð í þriðja sæti í keppn- inni með lag sitt „Ég er barn sólarinnar". Anne Marie sigraði í söngvakeppninni árið 1973, en þá var hún fulltrúi Luxemborgar. Frá því hefur verið skýrt að beinn kostnaður ísraela af keppn- inni hafi verið um þrjár milljónir Bandaríkjadala, en ekkert var til sparað og keppnin og aðstæður allar til fyrirmyndar að sögn kunnugra. ísraelar hafa rétt til að halda keppnina einnig á næsta ári vegna sigursins nú, en ákvörðun í þeim efnum hefur enn ekki verið tekin. Liðsmenn Milk and Honey og aðstandendur fögnuðu þegar sigurinn í söngvakeppninni var staðreynd. Fyrir miðju er söng- og leikkonan Gali Atari, en hún er driffjöðurin í hljómsveitinni. Söngvakeppni e vróp- skra s jónvarpsstöðva Sjónvarpið sýnir klukkan 21.20 á annan dag páska mynd frá söngvakeppni sjónvarpsstöðva, er fram fór í Jerúsalem í ísrael 31. marz sl. Alls komu 19 söngvarar og hljómsveitir frá jafnmörgum löndum fram í keppninni og gefst sjónvarpsáhorfendum kostur á að sjá alla þátttakendur í myndinni sem sýnd verður. Sjónvarpið sýnir klukkan 22,00 á páskadag leikritið Afturgöngurnar eftir Henrik Ibsen í sviðsetningu norska sjónvarpsins. Á meðfylgjandi mynd eru þau Jannik Bonnevie, Finn Kvalen og Rolf Söder í hlutverkum sínum í leiknum. Afturgöngurnar er það leikrit Ibsens sem mesta hneykslun og ótta vakti á sínum tíma. Leikritið fjallar um fólk sem rembist við að halda virðingu sinni, en fólkið hefur ýmislegt að fela og leynir sannleikanum með lygum eða þögn. Það var ísraelska hljómsveitin Milk and Honey, eða Mjólk og hunang, sem fór með sigur af hólmi í keppninni að þessu sinni, en lagið sem hljómsveitin flutti hét „Hallelúja" og var því m.a. fleygt að það væri tileinkað friðar- sáttmála þeim sem Israelar og Egyptar undirrituðu nokkrum dögum fyrir keppnina. Mikill fögnuður ríkti um allt Israel þegar úrslit voru kunn í keppninni, þúsundir söfnuðust saman fyrir utan keppnishöllina og bifreiðastjórar þeyttu flauturn- ar lengi vel og í sífellu. Israelsk söngsveit fór einnig með sigur af hólmi þegar söngvakeppnin var háð í París fyrir ári. Keppnin fór nú í fyrsta skipti fram í Israel. I öðru sæti í keppninni að þessu sinni varð spánska söngkonan Betty Missiego, en hún söng lag sem nefndist „Söngurinn þinn“ og Annar í páskum, kl. 21,20: Sjónvarp kl. 20,55 laugardag: Fjölskylduskemmt- un við hæfi allra Klukkan 13,20 á páska- dag verður í útvarpi dag- skrá er fjallar um hús Menntaskólans í Reykja- vík. Dagskráin er í saman- tekt Arnórs Helgasonar og Þorvalds Friðrikssonar og ræða þeir m.a. við Hörð Ágústsson arkitekt, Vil- hjálm Þ. Gíslason fyrrum útvarpsstjóra og Guðna Guðmundsson rektor MR um húsið. Vilhjálmur rekur m.a. skemmtilegar minn- ingar frá skólaveru sinni í húsinu. Einnig mun Heimir Þorleifsson flytja þætti úr sögu skólahússins, og lesar- ar aðrir i dagskránni verða þau Ragnheiður Steindórs- dóttir, Björn Sveinbjörns- son og Friðrik Sigurbjörns- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.