Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 42
► > f f [ [ I I t i I j r 42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 I Daudahlidið, inngangurinn íStutthof, þriðju stærstu útrýmingarbúðir nasista á stríðsárunum. Þegar fangarnir fóru f gegnum hliðið og var þeim sagt, að nú væru þeir númer, og bæru ekki lengur nafn. Svipazt um í útrým- ingarbúðum nazista við Sopot í Póllandi Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um sjónvarpsmyndaflokkinn „Holocaust“, sem fyrst var sýndur í Bandaríkjunum í fyrra, en hefur síðan verið sýndur mjög víða og allsstaðar vakið sömu athyglina. Með sjónvarsmyndaflokknum hefur tekist að vekja fólk til umhugsunar um þær hryllilegu ofsóknir sem Gyðing- ar urðu fyrir og heiminum hefur verið sýnt hver örlög biðu þeirra í fangabúðunum. En margir eru þó þeirrar skoðunar, að engin mynd gæti sýnt heiminum hversu hörmuleg gjöreyðingarherferðin á hendur Guðingum var. Tilefni þessarar greinar er það, að enn eru til minjar um þessa óhugnanlegu atburði. Greinar- höfundur hefur tvívegis átt kost á að skoða Stutthof, þriðju stærstu útrýmingarbúðir nazista í Pól- landi, sem varðveittar hafa verið í sömu mynd og þær voru upphaf- lega í. Og ekkert hefur snert hann eða haft jafn mikil áhrif og heim- sóknin í búðir þessar sem vöktu hjá honum hrylling og fengu hann til þess að hugsa og spyrja sjálfan sig hvernig svo dýrsleg grimmd gat búið í mannlegum líkama. Það var fyrir allmörgum árum, að ég var staddur í Sopot í Pól- landi. Sopot er lítill, vinalegur bær í Norður-Póllandi og í þeirri miklu friðsæld sem þar ríkti var erfitt að gera sér í hugarlund, að skammt þar frá hefðu fyrir aldarfjórðungi gerst miklar hörmungar. I seinni heimsstyrjöldinni höfðu nazistar fangabúðir skammt fyrir utan Sopot og hétu þær Stutthof. Talið er, að þar hafi verið líflatin ein milljón Austur-Evrópumanna auk Tatara og Gyðinga. Frásögnin af þeim voðaverkum, sem þarna höfðu verið framin, vakti eðlilega athygli mína en þegar ég leitaði til manns nokkurs í Sopot, sem var mér innan handar meðan á dvöl minni stóð, og spurði hann hvort hægt væri að heim- sækja og skoða þann stað þar sem fangabúðirnar hefðu staðið og hvort enn væru einhverjar minjar um þær, varð honum ekki beinlínis greitt um svör. Ég lagði þá fastar að honum og loksins sagði hann, að vissulega væri merkilegt að koma þarna en til þess þyrfti sérstakt leyfi. Mér tókst að vekja áhuga ferðafélaga minna á því að heimsækja staðinn og lögðum við allt kapp á að útvega tilskilin leyfi frá flokknum (kommúnistaflokki Póllands) til fararinnar og fengust þau á endanum. Það var árla morguns í miðjum ágústmánuði á heitum og fallegum sumardegi, að við stigum upp í rútuna sem skyldi flytja okkur til eyjarinnar þar sem útrýmingabúð- Eftir ÞÓRARINN RAGNARSSON irnar höfðu staðið. Eg held að fæstir hafi gert sér mikla grein fyrir því sem beið okkar í Stutthof. A leiðinni var ekið um falleg pólsk sveitaþorp og ekkert var okkur fjarlægara en hryllingur stríðsáranna. Hvarvetna blasti við dýrð og dásemd náttúrunnar þegar ekið var í gegnum skóginn sem skartaði sínu fegursta. Öðru hverju skaut þó upp í huga mér frásögnum og bókum sem ég hafði lesið um fangabúðir Þjóðverja og ég velti því fyrir mér hvað við tæki þegar áfangastað væri náð. Ég hrökk skyndilega upp úr þessum hugrenningum, rútan hafði stansað, við vorum komnir að ferju sem átti að flytja okkur yfir að eyjunni þar sem útrým- ingabúðirnar höfðu verið. Leið- sögumaðurinn sagði okkur, að Þjóðverjar hefðu valið eyjuna einkum vegna náttúrulegrar einangrunar, erfitt eða illmögulegt var að strjúka og lítil hætta á að utanaðkomandi aðilar kæmust að því hvað þarna færi fram. Þegar út í eyjuna var komið var enn nokkur spölur eftir og áfram var haldið í rútunni. Vegurinn lá eftir mýrarflákum og var auðvelt að gera sér í hugarlund að þeir hafa ekki auðveldað undankomu þeirra, sem reynt hafa að strjúka. Eftir um það bil 10 mínútna akstur var stöðvazt hjá stóru og miklu steinhúsi. Svipur leiðsögu- manns okkar breyttist, hann var þungbúinn á svip þegar hann sagði okkur, að hér skyldum við fara úr bílnum og ganga að lítilli byggingu skammt frá. Þar tók á móti okkur enskumælandi Pólverji, og áður en lengra var haldið fræddi hann okkur um það, að það sem við ættum eftir að sjá væri enn varðveitt til áminningar öldnum og óbornum og til að vekja fólk til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.