Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulitrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið. Samhljómur vors og páskaboðskapar Islenzki veturinn hefur oftsinnis kreppt að kjörum þessarar þjóðar. Fannfergi og langvinn frost hneppt umhverfið í klakabönd. Hafis fyllt firði og flóa. Þá voru einangruðum byggðarlögum flestar bjargir bannaðar. Þegar náttúruöfl og drepsóttir lögðust á eitt í reynsluskóla þjóðarinnar varð mannfellir. Þess er dæmi að íbúatala landsins fór niðurfyrir fjórðung þess sem nú er. Menntun þjóðarinnar — eða sú þekking og tækniþróun sem í kjölfar hennarfylgdi — hefur gjörbreytt högum hennar. Hún er nú betur undir það búin en var á fyrri tíð að mæta þeim aðstæðum, sem eyland á mörkum hins byggilega heims býður upp á. Húsakostur, vinnuaðstaða, almenn þekking, viðurværi og heilsugæzla hafa lagt okkur til lífskjör, sem hafa lengt, bœtt og fegrað mannsævina, þrátt fyrir allt. Engu að síður erum við enn háð ytri aðstæðum og hringrás árstíða eins og líðandi vetur hefurfœrt okkur heim sanninn um. Velmegun og tœkni samtimans hafa hins vegarfært okkur nýjar hættur. Lífsgæðakapphlaupið hefur ýtt ýmsum fomum dyggðum til hliöar: hófsemi, nægjusemi, fyrirhyggju og sparsemi, svo fátt eitt sé nefnt. Og ofsókn i auðlindir þjóðarinnar, einkum fiskstofna, getur stefnt möguleikum byggðar í landinu i vísan voða, ef kappið ber fyrirhyggjuna ofurliði. Nú fer í hönd sá árstimi, vorið, sem Islendingum er kœrkomnastur. Sá tími, sem vekur landið af vetrardvala. Upprisa lífs í náttúrunnar ríki segir til sín i umhverfinu öllu, láði, legi og lofti. Þetta er það eilifa, árvissa kraftaverk, sem talar til okkar i litum og hljómum vors og sumars og viðblasandi vaxtar- og þroskamöguleikum lífsins i þess margvíslegu myndum. íslenzka vorið er eins og veikur en fagur samhljómur við boðskap páskanna, sem er kristnum mönnum fyrirheit um eilífðina. Sú atburðarás, sem varðaði veginn að Golgata er myrk á köflum, eins og afstaða manna til kœrleiksboðskapar- ins er ofoft og of víða enn i dag. En upprisa hins krossfesta er vegvísir, sem beinir von að vissu, á sama hátt og vorið er vegurinn að upprisu lífsins í náttúrunnar ríki. í vissum skilningi þarf kærleiksboðskapur kristni og kirkju enn að ganga hinn grýtta veg að hugum mannfólksins. Stundum eru þeir steinar, sem settir eru i veg hans, gerðir úr afskiptaleysi okkar á hraðfleygri stund, þegar hugurinn er bundinn veraldargæðum, sem enginn reiðir með sér i hinstu för. Stundum úr beinum ofsóknum, sem kristnir söfnuðir hafa sætt fram á okkar daga. Heimildamynd um starfsaðstöðu kirkjunnar í Póllandi, sem sýnd var í ísl. sjónvarpinu sl. þriðjudag, færöi okkur heim sanninn um, að Jcristindómur á enn í dag undir högg að sækja hjá óvinveittu ríkisvaldi. Þetta á við um flest eða öll ríki, sem lúta kommúnískum stjórnarháttum. Ríki hins vestræna heims búa hins vegar við trúfrelsi og viða er kristin kirkja ríkiskirkja. Islenzka þjóðkirkjan gegnir forystuhlutverki í trúarlífi landsmanna. Hún hefur gegnt þvi af trúmennsku og samvizkusemi. Svipaða sögu má segja um flesta ef ekki alla aðra kristna söfnuði hér á landi, sem þrátt fyrir mismunandi túlkun einstakra trúfræöilegra atriða, bera allir boðskap biblíunnar til fólksins í landinu. Þaðfer vel á þvi að minna á þetta kirkjulega starf þegar páskar fara í hönd og hvetjafólk til að Ijá því eyra og hjálparhendur. Páskahelgin er í dag ein lengsta frí- og útivistarhelgi íslendinga. Er ekkert nema gott um það að segja, enda hverjum hollt að iðka heilbrigt tómstundalíf. Morgunblaðið minnir engu að síður lesendur sínar á kirkjulegt starf á komandi dögum um leið og það óskar lesendum sinum og landsmönnum öllum gleðilegra páska. Fiölskylduhátíð í Dó FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ var haldin í Dómkirkjunni fyrir stuttu í tilefni barnaá Kvennaskóla og Hagaskóla stutt erindi, sem Morgunblaðið fékk leyfi til að birta MARGUR maðurinn gæti sagt: „Enginn er hamingju- samari en ég“. En flestir eru svo yfirfullir af áhyggjum, að þeim dettur ekki í hug að segja annað eins. Og það eru oftast áhyggjur út af einhverjum smámunum. Börnin eru flest laus við áhyggjur, lifa fyrir líðandi stund og eru fljót að gleyma. En þau er ekki öll svona hamingjusöm. í vanþróuðu ríkjunum er fjöldi barna sem ekki hefur það sem okkur hér á landi finnst sjálfsagt, mat, föt og húsaskjól, hvað þá menntun, læknishjálp og Una Margrét Jónsdóttir: Stutt hugleiðing annað slíkt. Á meðan aðrir hafa áhyggjur af smámun- um, líða börnin þar skort. Það er kaldhæðnislegt að á meðan börnin hér fá mikla peninga til að kaupa fyrir sælgæti og gosdrykki, svelta börn hinum megin á hnettin- um. Hér á landi eru líka börn sem ekki njóta lífsins, vegna líkamlegrar eða andlegrar fötlunar. Heilbrigð og hamingjusöm börn ættu að reyna að hjálpa þeim. En fötluð börn eru líka oft lífs- glöð þrátt fyrir fötlunina og láta ekki bugast. En þau þarfnast hjálpar. Fólk ætti að hjigsa meira um hvernig þeim börnum líður sem ekki eru eins hamingjusöm og reyna frekar að hjálpa þeim, en hafa áhyggjur af smámun- um, eins og sumir gera og fólk ætti að kunna betur að meta það sem það hefur. Hamingjan er ekki fólgin í því að eignast meira og meira, heldur í því að hjálpa öðrum. Ingibjörg Kolbeins Eyjól Samskipti Fullorðnum gengur oft erfiðlega að skilja börn. Annað hvort er það of langt síðan þeir voru sjálfir krakk- ar eða það er vegna þess að þeir vilja ekki skilja þau. Hið síðara vona ég að sé sjald- gæft. Sumir telja kanski að það sé hlutverk foreldra einna að tala við börnin sín og aðrir þurfi ekki að skipta sér af þeim. En er ekki alltaf verið að tala um að börnin eigi að taka við af hinum eldri. Nú, ekki geta þau gert það án þess að hafa lært af þeim, og besta kennsluað- ferðin er einmitt sú að tala við krakkana. Ég á ekki við að þið farið að segja þeim hvernig þau eigi að stjórna þjóðarskútunni á sem bestan hátt, ætli nokkur viti það, heldur sýna þeim fram á að heimurinn geti orðið betri ef við hættum að hugsa eins mikið um okkur sjálf og tökum þátt í gleði og sorgum annarra líka. Það nær- Jtækasta væri að nota okkur sjálf sem tilraunadýr og sjá hvort bilið milli fullorðinna og barna mundi ekki minnka ef báðir aðilar færu að taka meira mark á hvor öðrum. Svo eru það skólarnir og Stefán Bencovic Mikalesson: Hvenœr eiga börnin að ráða, og hverju eiga þau að ráða? Mörgum verður tíðrætt um ár barnsins 1979 og ber þar margt á góma. Það er margt sem þarf að huga að bæði hvað snertir skóla og uppeldismál barna. Haldnar voru hringborðsumræður í mínum bekk um daginn og ræddum við um börn og foreldra, hvenær börnin ættu að vera með í ráðum og hverju þau ættu að ráða. Skoðanir voru margvís- legar en þó vorum vð flest sammála um að við værum ekki fær um að sjá um okkur sjálf og nauðsynlegt væri að foreldrar fylgdust með gerðum okkar og væru okkur leiðbeinendur. Æskilegt er að hafa börnin með í ráðum og taka tillit til þeirra óska, þegar eitthvað á að gera eða ákveða sem að snertir þau. T.d. þegar sumarleyfið er ráðgert og matseðill dagsins eða vikunnar er ákveðinn. Hvað vasapeninga snertir ættu börnin að fá að ráða að mestu leyti sjálf hvernig þeim er varið, en þó ættu foreldrar að grípa í taumana ef að óskynsamlega er farið með peningana að þeirra mati. Börn ættu að fá að ákveða sjálf hvernig þau klæðast, en þá ber að taka tillit til efnahags foreldra í þessu sambandi. Foreldrar ættu að hafa afskipti og eftirlit með klæðnaði barna sinna þar sem hollustuhættir í klæðaburði eru ekki alltaf samfara tísku/ Oft er nauðsynlegt að foreldrar hafi afskipti af skólagöngu barna sinna. Börn eru misjafnlega fljót að ná fullum þroska og gera sér oft ekki grein fyrir hversu nauðsynlegt er fyrir þau að stunda nám sitt vel. Mörg börn svíkjast undan lær- Gylfi Magnússon: Fjölfötluð bört Hingað til hefur lítið verið hugsað um fjölfötluð börn í umferðinni. Svo virðist sem þessum börnum sé ekki ætlað að ferðast um bæinn. En það er óréttlátt þar sem þessi börn hafa síst minni hreyfi- þörf en önnur börn. Þessi börn langar líka til þess að sjá Lækjartorg og marga aðra staði sem þau heýra minnst á. T.d. er alveg ómögulegt fyrir sum þessara barna að ferðast með strætis- vögnum vegna þess hversu hátt er upp í strætisvagnana. Líklegast hugsa margir að fjölfötluð börn geti bara ferð- ast með aðstoð sérbíla'og öðru líku. En flesta langar að reyna eitthvað sjálfir og vera ekki alltaf upp á náð annarra komnir, þessvegna langar þessi börn alveg jafnmikið og önnur börn að ferðast sjálf. En getá það ekki í flestum tilvikum. Sum vegna þess að þau eru lömuð og geta ekki hreyft sig neitt að ráði, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.