Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 35 Lestur aösendra handrita og prófarkalestur stjórnin er líka ómissandi hluti dagblaðs og því hlaut svo að fara að tæknin kæmi þar líka inn fyrir dyr í frjekara formi en rafmagns- ritvélum. Á slíkum þröskuldi stendur Morgunblaðið nú. Um leið og tæknimennirnir ráku augu sín inn á ritstjórnina, sáu þeir að á ritvélastiginu átti sér stað tvíverknaður í framleiðslu blaðsins, til dæmis það, að blaða- menn skrifa fyrst sín handrit, sem síðan eru aftur sett frá orði til orðs af starfsfólki tæknideildar- innar. Slíkan tvíverknað þoldu tæknimennirnir ekki, enda auðvelt að sýna fram á, hvaða áhrif hún hefði á þá einingu, sem í hagfræði- heiminum nefnist kostnaður á framleiðslueiningu, og hefur auð- vitað sitt að segja varðandi endan- legt verð blaðsins. Og tölvutæknin kom með svarið. Nothæfar aðferðir til að koma í veg fyrir slíkan tvíverknað í fram- leiðslunni, eins og að framan er nefndur, voru fundnar upp og hafa nú verið notaðar um árabil á blöðum, einkum í Bandaríkjunum, en á síðustu árum víða um veröld- ina. Þessar aðferðir eru einkum tvær. Önnur byggist á því að blaðamaðurinn skrifi á ritvél, sem skilar efninu þannig, að sérstök lestrarvél getur umbreytt því í tákn, sem aðrar vélar vinna síðan úr. Hin aðferðin byggist á því að í stað ritvélar vinnur blaðamaður- inn á tölvuskerm, sem er tengdur borði líku því sem er á ritvél, en þó öllu margbrotnari. Það, sem blaða- maðurinn skrifar, kemur þá fram á skerminn og frá þessu tæki er svo textinn fluttur í móðurtölvuna. Morgunblaðið hefur veðjað á síðarnefndu aðferðina. Setur bæði meginmál og fyrirsagnir Tölvan, sem Morgunblaðið hefur keypt og er nú að taka í notkun er bandarísk, smíðuð af bandaríska stórfyrirtækinu Digital Equip- ment Corporation, en forskriftin, sem notuð er við gerð blaðsins er búin til af norska fyrirtækinu Comtec A/S í Þrándheimi. í raun er tölvan þannig gerð að hún getur nánast gert allt milli himins og jarðar, sem tölvum er ætlað að gera, en þá þarf aðeins að skipta um forskriftardisk. En sú for- skrift, sem Morgunblaðið notar er til þess að framkvæma það verk- efni, að setja lesmál í Morgunblað- Björn Thors tæknistjóri Morgunblaðsins við seguldisk móðurtölvunn- ar, sem geymir forskrift hennar. stafagilda, þ.e.a.s. bókstafi. Hvert Morgunblað, sem kemur út dag- lega er á bilinu 300 til 400 þúsund stafagildi, þannig að minni tölv- unnar getur geymt í raun efni 65 til 85 tölublaða Morgunblaðsins, og lýsir það bezt getu tölvunnar og möguleika hennar til að muna efni. Við þessa tölvu, eru tengdir 6 skermar, sem fjölgað verður í framtíðinni, og blaðamenn og fé- lagar í Hinu íslenzka prentarafé- lagi vinna á. Hver skermur er i raun sérstök tölva, sem hefur minni sem er 10 þúsund stafagildi, en það jafngildir um það bil 2 '/2 lesmálsdálki í Morgunblaðinu. Við tölvuna eru einnig tengdir svokall- aðir ritarar, sem eru mjög fljót- virkir og um leið og frétt er send inn á minnið, rita þeir útskrift af henni til þess að unnt sé að Ieiðrétta fréttina, ef einhverjar ritvillur leynast í henni. Þegar fréttin hefur síðan farið í öll vinnslustig, er hún með sérstöku boðmerki til tölvunnar sett út á ljóssetningarvél og úr henni kem- ur hún á ljósmyndapappír eins og hún birtist í Morgunblaðinu. Sjá næstu síðu Á ÞESSARI teikningu má sjá uppsetningu á kerfi því, sem Morgunbladið er að taka í notkun. Ef frétt er fylgt frá upphafi til enda í kerfinu. þá verður hún fyrst til á skermi blaðamannsins, sem síðan sendir hana á seguldisk í móðurtölvunni, sem geymir frétt- ina. Þar er fréttin. þar til þeir, sem sjá um útlit blaðsins, kalla fréttina upp á skerm hjá sér. Þeir gefa leturfyrirskipanir, en eftir að það hefur gerzt, fer fréttin aftur inn á minni móðurtölvunnar. Næst kallar tæknideildin upp fréttina til leiðréttingar. Ef um er að ræða frétt, sem á að fara í það blað, sem er í vinnslu. fer fréttin á Ijós- setningavélina. sem býr til endan- lega mynd af henni eins og hún hirtist í blaðinu. Ef fréttin á að koma næsta dag á eftir, bíður hún í minni tölvunnar, þar til á að nota hana. Ef hins vegar er um grein að ræða, sem ekki á að nota fyrr en einhvern tíma seinna, getur verið gott að taka hana engu að síður út úr minni tölvunnar. Er þá unnt að senda greinina út á gatnra. sem gatar hana á strimil. Þessi strimill er síðan geymdur, þar til ákveðið er að birta greinina og hefur Ijóssetningarvélin þá einnig mögu- leika á að lesa hana beint a/ strimlinum. Aðsendar greinar /ara hins vegar beint úr handritalestri í setningu á skerma í tæknideild Morgunblaðsins og eru síðan leið- réttar með sama hætti og það efni, sem kemur frá blaðamönnunum. ið, bæði meginmál og fyrirsagnir og skilar hún efninu eins og það birtist lesendum blaðsins. Til þess að starfsfólk Morgun- blaðsins geti starfað við þessa tölvu, þarf það að læra að tala við tölvuna á hennar eigin máli. Nauð- synlegt er að geta gefið henni fyrirskipanir um það, hvað hún skuli gera og hvernig. Til þess að það megi takast fylgir tölvunni mikill doðrantur, sem er leiðarvís- ir að notkun hennar. Ennfremur kom hingað til lands og dvaldist í nokkrar vikur tæknifulltrúi frá Comtec, Arne Kristiansen, verk- fræðingur, sem tók nokkra af starfsmönnum blaðsins á nám- skeið, sem stóð í hartnær hálfan mánuð. Undirritaðir voru á þessu námskeiði og ákváðu í kjölfar þess vísdóms, sem þeir öðluðust að kynna tölvuna lítið eitt fyrir les- endum blaðsins. 26 milljón stafagildi Tölvan er ein stór móðurtölva, sem munað getur 26 milljónir LITSJOIMVARPSTÆKI m/sjálfvirkum stöövarveljara BORGARTÚNI 18 REYKJAVÍK SlMI 27099

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.