Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 41
I MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 41 fararstjóri hjá Sunnu suður á Spáni, segir Haukur. Ekkert starf að hafa nema á hlaupum Þegar hér er komið sögu finnst okkur tími til kominn að taka okkur litla hvíld frá skriftunum og skrifunum. Glös og bollar eru orðin tóm og góður gestur kominn í hópinn. Sá heitir Svein Lund-Roland og hefur undanfarin ár numið við háskólann í Þránd- heimi arkitektúr og leikmynda- hönnun. Hann leikstýrði kabarett á litla sviði leikhússins í Þránd- heimi í haust. Frumraun hans sem leikstjóra. Á sama tíma leikstýrði Haukur „Morðinu á prestsetrinu“ eftir Agöthu Christie á stóra sviði sama leikhúss, það leikrit var sýnt 50 sinnum í leikhúsinu við góðar undirtektir. Sveinn er hér í páskaheimsókn hjá Hauki og hafði þegar farið einu sinni í leikhús í Reykjavík er viðtalið var tekið. Hann barði þá augum og hafði gaman af upp- faerslu Alþýðuleikhússins á „Við borgum ekki, við borgum ekki“. Sérstaklega þótti honum leikar- arnir hafa gott vald á líkamlegri tjáningu og sviðshreyfingum, sem honum fannst að leikstjóranum hefði tekizt vel að notfæra sér. En við Haukur létum okkur hafa það að borga fyrir meiri drykk í glösin, kaffi og kók að sjálfsögðu. Norðmaðurinn hélt blaðamanni selskap í kaffidrykkjunni. Áður en talinu var snúið að Noregsdvöl Hauks og framtíðinni var þó talið rétt að eyða aðeins meiri prent- svertu á fortíðina og starf Hauks með íslenzkum leikurum síðustu árin. — Jú, ég fékk verkefni hjá einum níu áhugaleikfélögum og leikstýrði jafn mörgum leikritum á Hornafirði, Húsavík, Egilsstöð- um, Varmahlíð, Þorlákshöfn, Akranesi, Sauðárkróki, Blönduósi og Kópavogi. Á öllum þessum stöðum er áhugasamt fólk um leiklist, sem er reiðubúið að mæta á leikæfingar kvöld eftir kvöld að lokinni vinnu og æfa fram að miðnætti í llA mánuð. Stundum jafnvel hvert einasta kvöld í viku. Auk áhugaleikfélaganna leikstýrði ég verki Guðmundar Kambans, „Þess vegna skiljum við“, hjá Leikfélagi Akureyrar haustið 1978. — Eg neita því ekki, að mesta ánægju hafði ég af starfinu á Húsavík, en þar settum við upp „í deiglunni". Á Húsavík er einstak- ur áhugi á leikhúsinu og þá ekki aðeins meðal leikaranna heldur allra bæjarbúa. Á Húsavík er meiri leikhúsandi en víðast annars staðar. Haukur þurfti svo sannarlega ekki að kvarta yfir þeirri gagnrýni, sem hann fékk í norskum blöðum eftir frumsýninguna & „Mýs og menn“ f Þrándheimi eins og sést á þessu litla sýnishorni úr fjórum blöðum. einu og Björn Björnsson hefur gert sviðsmynd í tveimur stykkjum þar. Eftir að sjónvarpsleikriíið um Róbert Elíasson var sýnt í norska sjónvarpinu hafði þessi leikhús- stjóri samband við mig og eftir bréfaskipti okkar á milli fékk ég samning við leikhúsið í Þránd- heimi. Það er svokallað lands- hlutaleikhús og þjónar byggðinni í Þrændalögum. Eg fór til Noregs í lok október og leikstýrði tveimur leikritum þar, það síðara var frumsýnt 23. febrúar síðastliðinn. Fyrst var það „Morðið á prestsetr- inu“ eftir Agöthu Christie og síðan „Mýs og menn“ eftir Steinbeck. Bæði þessi verk fengu ágæta dóma, ég þarf ekki að kvarta. Það vakti þó nokkra athygli mína að norskir leiklistargagnrýnendur mæta á síðustu æfingu fyrir frum- sýningu og skrifa síðan gagnrýni eftir að hafa fylgst með henni. Þannig er það í rauninni síðasta æfingin sem gildir hjá þeim, en ekki fyrsta sýning eins og hjá okkur og ég tel eðlilegra. — Eg er að vona að næsta vetur verði eitthvert framhald á starfi mínu í Skandinavíu, Noregi, Sví- þjóð eða Danmörku, en á þessu stigi málsins er það allt óráðið. Eg hafði vonast til að fá verkefni hjá Sjónvarpinu í sumar, en á þessu stigi er það frekar ólíklegt vegna peningaleysis á þeirri stofnun. Það sem því virðist vera framundan hjá mér á næstunni er atvinnuleit og jafnvel atvinnuleysi ef leitin gengur illa. Tjaldið fellur. eftir ÁGÚST i. JÓNSSON — Þegar einu verkinu hefur verið lokið hefur yfirleitt alltaf skapast óvissa hjá mér um hvað tæki við næst. Það eitt er víst að lausráðinn leikstjóri býr ekki við atvinnuöryggi. Eg vil aðeins starfa sem leikstjóri, en hér á landi er nær vonlaust að fá starf sem fastráðinn leikstjóri, þar sem leik- húsin nota aðallega fastráðna leikara til að leikstýra. Það er hart að vera búinn að mennta sig í mörg ár í leikstjórn og fá svo ekkert starf nema á hlaupum, en hér á landi er leikstjóramenntunin lítils metin enn sem komið er. Fyrst morð svo mýs og menn — Noregsferðin æxlaðist þann- ig að leikhússtjórinn í Þrándheimi hefur átt talsverð samskipti við Island. Sveinn Einarsson hefur leikstýrt tveimur leikritum í Þrándheimi, Benedikt Árnason Haukur og Norðmaðurinn Svein Lund-Roland vinna nú í sameiningu að þvf að skrifa kvikmyndahand- rit eftir norsku skáldsögunni „Dansaren“ eftir Mariu Takvam. Vinnan er á byrjunarstigi, en þeir félagar eru ákveðnir f að kvikmynd skuli gerð eftir handriti þeirra. Á sfnum tíma birtust nokkur viðtöl við Iiauk í japönskum blöðum og þeirra á meðai það sem sést hér að ofan. Eins og lesendur sjá er fyrirsögn þess (lengst til hægri) „íslenzk ungmenni sjálfstæðari en japönsk“. Ef úrklippan prentast vel geta iesendur síðan lesið um samanburð á æskufólki í þessum óifku löndum. „Bezta sýning árs- ins á aðalsviðinu” UPPFÆRSLA leikhússins í Þrándheimi á „Mýs og menn“ eftir John Steinbeck fékk almennt mjög góða dóma. Aðal- leikararnir og Haukur J. Gunnarsson leikstjóri fengu sérstaklega jákvæða gagnrýni og hér á eftir fer lausleg þýðing á hluta þess blómabúnts, sem lesa mátti um Hauk og uppfærsluna í norskum bíöðum. ARBEIDERBLADET: „Ein þýðingarmesta og áhugaverð- asta sýning leikhússins um nokkurt skeið.“ KLASSEKAMPEN: „Hætt er við því, að leikritið snúist of mikið um samband aðalsögu- hetjanna og verði því lang- dregið, en í þessari uppfærslu fer aldrei svo.“ FRIHETEN: „Heildarmynd sýningarinnar er mjög jákvæð og uppfærslan sú bezta síðan AÍlan Edwall var hér.“ VERDENS GANG: „íslenzki leikstjórinn hefur skilað sínu hlutverki mjög vel.“ ARBEIDER-AVISA: „Sýningin er allan tímann samspil draums og veruleika, allt frá fyrstu mínútu hefur Hauki Gunnars- syni tekizt að ná þessum and- stæðum mjög skýrt fram.“ MORGENBLADET: „Persónurnar eru allar gerðar raunverulegar og er það senni- lea leikstjóranum að þakka að tilfinningarnar ná aldrei yfir- höndinni." TRÖNDERAVISA: „Bezta sýning ársins á aðalsviðinu." „Til að segja hlutir.a hreint út, þá er það deginum ljósara að Haukur J. Gunnarsson kann sannarlega til verka þegar hann hefur efniviðinn í höndunum." Þessar úrklippur segja sína sögu um starf Hauks í Noregi í vetur. Ýmislegt annað hefur þó verið skrifað í blöð um íslend- inginn og meðal annars hafa norskir leikstjórar sáran kvart- að yfir því hversu margir erlendir leikstjórar hafa á síðustu árum starfað í Noregi. Telja þeir að ekki eigi að veita öllum þessum mönnum atvinnu- leyfi í Noregi. Þeim hefur ekki verið látið ósvarað og góðlátlega bent á að aðeins 5—6 norskir leikstjórar kunni almennilega til verka. Því verði að leita til annarra landa með leikstjóra þar til norskir leikstjórar verði betur í stakk búnir. - áij.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.