Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1979 7 Hvaö er mikilvægast í páskaboðskapnum? Ég hef oft veriö spurður um þaö og svara enn eins og fyrr: Mikilvægast er þaö, aö upprisa Krists birtir lögmál, sem gildir um alla menn, ekki hann einan, eins og oft er haldið fram. Menn geta vitnaö til N.testam. um þaö aö upp- risuundrin í Jerúsalem hafi sannaö guðdóm Krists, en ef staðreyndir stangast á viö gömul helgirit, getur ekki verið vandséö, hverju fylgja beri. Þúsundir vit- urra og trúverðugra manna votta, aö látnir menn hafi með órækum kennimerkjum birzt á jöröu. Slíkt sannar ekkert um guödóm þeirra en staðfestir önnur ummæli N.testam. þau, að meö upþrisu sinni hafi Kristur „leitt í Ijós líf og ódauð- leika". Efaspurnir láta aö sjálf- sögðu ekki standa á sér: Er óhætt aö treysta frá- sögum guðspjallanna, sem raunar ber saman um meginmáliö en ekki í öllum atriðum? Er öruggt að treysta því, aö þessir at- buröir hafi raunverulega gerzt? Lifir sálin, persónu- leikinn eftir dauöa líkam- ans? Ég geri ráö fyrir því, að þeim sem þessar greinar lesa sé þaö kunnugt, aö ég hef lengi lagt á þaö stund aö kynna mér þaö sem hæfustu menn hafa lagt fram til rannsókna á þeim hliðum mannssálar- innar, sem benda til þess aö hennar bíöi önnur ævi- skeið er jarövist lýkur, og þótt mörg kunni aö vera hindurvitni og trúgirni um of á vegi þeirra, sem á þessum leiðum leita, og nýjar skýringar hafi komið fram á fyrirbrigöunum, sem fengizt er viö, er ég sannfæröur um aö á mörgum þeirra sé eölileg- asta skýringin sú, aö þau bendi sterklega til áhrifa frá látnum mönnum, sem lifa enn. Þótt ég telji þessar rannsóknir stórmikils viröi og að þær hafi leitt í Ijós staðreyndir, sem fráleitt sé aö hafa að engu, þykir mér þó annað treysta betur sannleiksgildi frá- sagnanna af upprisuundr- unum í Jerúsalem, en þaö er, hve furðuleg breyting veröur á lærisveinunum viö þaö, aö Kristur birtist þeim upprisinn. Hugfallnir, vonlausir ganga þessir menn frá Golgata. Þeir fara í felur, læsa aö sér dyrum, aumastir allra eftir hræöilegan ósigur, ofur- seldir botnlausri örvænt- ingu. En fáum dögum síö- ar ganga þeir fram, þessir sömu menn og bera meö sigurfögnuði vitni þeim undrum, sem þeir höfðu orðiö vottar aö. Þeir vita að blóðugt píslarvætti muni verða hlutskipti þeirra, en í musterinu sjálfu standa þeir hiklausir andspænis fjandmönnum sínum. „Vér getum ekki annaö en talaö þaö sem vér höfum heyrt og séð,“ segja þeir. „Heyrt og séð,“ segja þeir, og ekki aðeins einn og einn, heldur einnig allir í senn. Á þessum grunni, þessu bjargi er kristni og kirkja reist. Og síðar kemur Kristsvitrunin við Damask- us til og breytir Páli úr hatrammasta andstæöingi í máttugasta boöberann, sem kristnin hefur átt. Er þaö trúlegt aö tálsýnir og blekkingar hafi gjörbreytt þessum mönnum og knúiö annan eins mann og Pál inn á vegi, sem hann hafði sízt ætlaö að ganga? Úr dalverpi dýpstu vonbrigða ganga nýir menn meö óvænta útsýn yfir veraldir handan viö heim og hel. Fyrirsögn hér inn í strákar þaö er í næst síöustu setningu og sjá: Er þaö trúlegt aö tálsýnir og blekkingar hafi gjör- breytt þess- um mönnum og knúið annan eins mann og Pál o.s.frv... Þeirrar útsýnar er okkur ennþá þörf. Enn horfa harmþrungnir menn á hlið heljar, óvissir eöa kvíð- andi til þeirra örlaga, sem allra bíöa. Og hér kemur einnig annaö til: Aöeins í Ijósi þess, sem upprisa Drottins boöar um mann- inn, verður skiljanleg meg- inkenning hans um mann- inn, örlög hans og perl- una, sem í brjósti beisk- asta mannsbarnsins leyn- ist. Maöurinn er ekki aö- eins hið margseka, brot- lega barn, heleur sál sem á örlög og möguleika meiri en nokkur veit á ómælis- vegum eilíföar. Meö samtíö okkar er að manninum, einstaklingn- um vegiö úr ýmsum áttum. Kúgun einræöisafla, ofur- vald flokksræöisvéla, skefjalaus vélvæðing í vel- feröarríkjum gerir mann- inn aö ómennsku hjóli í vélasamstæðum stóriðj- unnar, allt tekur þetta höndum saman viö guö- lausa heimspeki og lág- fleygar listir um aö vega beittum vopnum að mann- inum, hinum frjálsa manni, og þeirri manngildishug- sjón sem á dýpstu rætur sínar í páskaboöskapnum. Hvernig lýkur baráttunni, sem háö er um manninn og verömæti hans ef trúin deyr, trúin á eilíf örlög einstaklingsins, sem er aö stíga bernskuspor á jarö- vistarferlinum, en á fram- undan langa leiö um víöar Guðs veraldir aö mark- miðum, sem þig órar ekki fyrir enn því aö þar „skyggir Skuld fyrir sjón“. Páskar — páskar gefa vængi dýrustu vonum þín- um um manninn, vonum þínum um dýrmæta vini, sem dóu og voru ennþá breisk börn, og vængi vonum þínum um sjálfan þig eftir banablund. Heim- urinn sem viö fyrstu upp- risuvottunum blasti, var þeim dýrlegastur vegna þess aö hann var heimur hins upprisna meistara þeirra. Og dýrlegastur á hann aö vera hér vegna þess, aö undir leiðsögn Krists bíða þín möguleikar þar til þess aö „bræöa, steypa, móta“ þaö gull, sem í þér kann aö vera viö jarðnesk ævilok og enn var ekki hreinsaö af sora. Ódáinsveröld vona þinna er dýrmætust vegna þess aö hún er veröld hans, sem reis upp til að sýna þér þann veg, sem Guö hefur búiö öllum sál- um. Kristur upprisinn er „Ijós heimsins“ — hvort sem hann mælti sjálfur þeim orðum um sig eöa maður sem eftir daga hans rýndi leyndardóma veru hans lagöi honum þau í munn, — „Ijós heimsins" ekki aöeins í þeim útgarði tilverunnar, sem þú ert staddur í, heldur víðar, víðar um geima Guös og heima. Gleðilega páskahátíö. Eilífðargildi —Odauðleg sál Snorrabraut 56 sími 13505 Flauelsbuxur med fellingum og án fellinga Stærdir: 26“ til 38“ Allir tískulitir Verd kr. 9.500.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.