Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 47 þegar ég var að byrja voru ýmsar stórstjörnur í hlaupunum, eins og t.d. Sigurgeir Ársælsson. Þessar stjörnur þóttu eiga hlaupin og þótti það moðgun ef maður fór fram úr þeim. Ég man það t.d. að ég ætlaði ekki að þora að fara fram úr Sigurgísla í víðavangs- hlaupi IR eitt sinn, en gerði það samt. Ármanns-tríóið, þ.e. þeir Sigurgeir, Hörður Hafliðason og Árni Kjartansson, þótti einnig ósigrandi, en ég klauf þetta fræga tríó í fyrsta sinn sem ég hljóp víðavangshlaup ÍR, en þá varð ég þriðji. Margir eru þeir unnendur frjálsíþrótta sem muna sprett Óskars í Reykjavíkurboðhlaupinu 1944, en þá tókst honum, sem lítt þekktum pilti að sigra Sigurgísla, sem var ein af „stórstjörnunum", á endaspretti hlaupsins. Félagi Óskars í sveitinni, hinn ágæti hlaupari Kjartan Jóhannsson lýsti þessu fræga atviki í blaðaviðtali sem átt var við hann fyrir nokkr- um árum: „Og hitt hlaupið sem er mér enn ljóslifandi í minni, er Reykja- víkurboðhlaupið 1944. Þá hljóp ég í fyrsta skipti 800 metra og hljóp frá Grænuborg á Hringbrautinni niður að Hljómskálagarði. Útlitið var ekki gott, þegar ég fékk keflið. Brynjólfur Ingólfsson KR, og Hörður Hafliðason, Ármanni, höfðu fengið keflið langt á undan mér og þeir voru komnir um 40—50 m í hlaupið, þegar ég lagði af stað. Ég þekkti ekkert á vega- lengdina og hljóp af stað sem mest ég mátti. Bilið minnkaði og fljótt tókst mér að fara fram úr þeim báðum, en sjónin var mjög farin að daprast, þegar ég kom keflinu í hendurnar á Óskari Jónssyni, félaga mínum úr ÍR. Óskar, þá kornungur, átti við frægan kappa að etja á endasprettinum — 1500 m hlaupinu — sjálfan Sigurgeir Ársælsson. Þegar þeir hlupu inn á íþróttavöllinn gamla — fór Sigur- geir fram úr Óskari, en inn á vellinum var hlaupinn einn og hálfur hringur og þar tókst Óskari aftur að ná forystunni og tryggja IR sigur, við mikil fagnaðarlæti annarra í sveitinni. Og þetta hlaup var upphafið að mikilli sigurgöngu ÍR í þoðhlaupum — en Reykja- víkurboðhlaupið og Tjarnarborð- hlaupið skipuðu þá virðulegan sess í borgarlífinu." Reiddist rang- látum ræsi Eins og áður er vikið að hætti Óskar keppni þegar hann var að komast í sitt besta form og farinn Utsölustaóir DOMUS og kaupfélögin um land allt aukne cht eldavél með blóstursofni Blástursofn ★ Sjálfhreinsandi ★ Sér hitahólf ★ Kældur með loftstreymi ★ Tímarofi ★ Barnaöryggislæsing ★ Nýtískulegt útlit ★ Sér innstunga fyrir snúningsgrill ★ Bakstur auðveldur, hægt að baka á fjórum plötum samtímis ★ Auðvelt að grilla ★ Auðvelt að losa innréttingu. Hæð 85cm Dýpt 60cm Breidd 60cm Blástursofn notar 32% minna rafmagn til steikingar ★ Blástursofn notar 48% minna rafmagn til baksturs. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykiavik Simi 38900 að kunna að æfa rétt, svo að notuð séu hans eigin orð. Óskar sagði í spjallinu að hann hefði á æfingum sumarið 1949 náð betri tímum en nokkru sinni fyrr og verið viss um að hann setti nýtt íslandsmet í 800 metra hlaupinu á meistaramótinu. „Skilyrði til hlaupsins voru mjög góð þennan dag, lygnt og hlýtt, og ég ætlaði mér að setja met. Mér varð á að þjófstarta og fékk að sjálfsögðu aðvörun. Þegar ræsir kallar okkur á línuna aftur verður öðrum þátttakanda á að þjófstarta og eins og eðlilegt er fylgja aðrir keppendur með á eftir. En nú gerist það að ræsir segir mig hafa þjófstartað aftur og dæmir mig úr, þó að sá hlaupari sem raunveru- lega þjófstartaði viðurkenndi brot sitt þarna á staðnum. Við þennan úrskurð reiddist ég og tók pjönkur mínar og fór heim og lét ekki sjá mig í keppni aftur. Þetta er nú ekki beint til þess að hæla sér af, en ég legg áherslu á að ég var búinn að ákveða að hætta keppni, þar sem ég var að stofna heimili og sjálfstæðan atvinnu- rekstur, og hafði ekki tíma aflögu til íþrótta. Það fyrst og fremst réð úrslitum, en ekki þessi rangláti dómur, að ég hætti keppni." Óskár Jónsson er og hefur frá lokum íþróttaferils síns verið byggingameistari hér í borg og í um 18 ár rekið fyrirtækið Óskar og Bragi sf., en það fyrirtæki hefur reist mörg hundruð íbúðir í höfuð- borginni. Aðspurður sagðist Óskar ekki stunda neitt trimm sér til heilsubótar, hann fengi mikið trimm út úr því að krönglast upp og niður stiga í byggingum. Að lokum sagðist Óskar lítið sem ekkert hafa gert af því að fara á völlinn og fylgjast með, það væri „því' miður“ dottið niður. Hann hefði þó langað á völlinn þegar yngsta dóttirin var að fást við frjálsíþróttir fyrir nokkrum árum, en hún hefði bannað honum að koma nálægt vellinum meðan hún væri að keppa, því hún færi úr stuði, ef hann léti sjá sig. „Hún mátti ekki einu sinni sjá bílinn í nágrenninu," sagði Óskar. Svomælti SVARTHÖFBI 1877 PRENTHOSIÐ Prenthúsið s.f. hefur gefið út hókina „Svo mælti Svarthöfði 1977“ og hefur hún að geyma úrval úr greinum Svarthöfða frá fyrri hluta ársins 1977. Svart- höfði er löngu orðinn þekktur dálkahöfundur og voru þær greinar. er mesta athygli vöktu og umræðu. valdar í bókina. Þetta er fyrsta bókin sem kemur út undir heitinu „Menningarskot". Hugmyndin er að út komi í þessum flokki flciri greinar Svarthöfða svo og annarra athyglisverðra greina- höfunda. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN KR: 22480 Páskar 1979 Matseðill Skírdagur Kvöldverður: Grísasteik með rauðkáli, sykurbrúnuðum kartöflum og Róbersósu. Föstudagurinn langi Hádegisverður: Ofnsteikt London lamb með rjómasósu og hrásalati. Kvöldverður: Roast Beef Bernaise með rjómasoðnum aspargus, smjöruðum maís og Parísarkartöflum. Laugardagur Kvöldverður: „Kentucky fried“ körfukjúklingur á ameríska vísu. Páskasunnudagur Hádegisverður: Blandaður kjötréttur á teini með hrísgrjónum og piparsósu. Kvöldverður: Rauðvínsgljáður Hamborgarhryggur með rauðvínssósu. Annar í páskum Hádegisverður: Glóðarsteikt lambalæri, Bernaise með bökuðum kartöflum og hrásalati. Kvöldverður: Fylltur grísahryggur „Hawai“ Jónas Þórir leikur á orgelið. Munið ókeypis sérréttinn fyrir börn 10 ára og yngri. Þaö er ódýrt aö boröa hjá okkur Veriö velkomin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.