Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1979 15 „Smáfís í nefkóng“ „Þú eignast trú ungur að árum?“ „Spor mín markast til trúar við 15 ára aldur. Þá eignast ég iðrun og afturhvarf og tek mér andlega bólfestu í söfnuði hvítasunnu- manna og þar hef ég verið á þessu ári í 40 ár. Ég ólst upp á útvegsbónda- heimili þar sem var fjöldi vermanna og allt snerist um fisk og útveg. Mér eru mörg atvik minnisstæð frá bernsku minni, m.a. féll það i minn hlut bráðung- um að færa kaffi í fiskkró föður míns. Þá voru hitabrúsar ekki til, en flöskur látnar í sokk. Á heimili Einarsdóttir, dóttir Salvarar Snorradóttur og Einars Þorsteins- sonar, sem var fjórði maður í beinan karllegg frá Fjalla-Eyvindi x Jónssyni, en Salvör var í \ \ fjórða lið frá \ * \ Presta-Högna Sigurðssyni. Þarna koma miklar andstæður saman og sviptingar i mannlífs- Kátfnm var tíundi maðurinn frá Guðbrandi biskupi Þorlákssynl í móðurlegg. Afi minn átti 31 barn með 7 konum, þar var enginn doði í honum, en faðir minn dó síðastur af þeim hópi 25. október 1977. Orðhákar ætluðu að gera sér mat úr sögu Jóns. Lífið mætti honum með vonbrigðum og erfið- leikum í ástarnálum, en sem bóndi var hann bjargvættur sveitarinnar á sinni tíð, galinn kynslóð á undan sinni samtíð. Þegar iðjuleysi og doði ríkti yfir flestum gerði hann stíflur og bjó til vatnsveitur á lönd sín. Þegar komið var fram í júní rauf hann stíflurnar og hafði út kafagras. Heyskapur hans var þannig, að hann batt ekki í bagga, heldur sló og sló og hálfþurrkaði heyið og setti í galta, sem hann ók síðar heim í garða á sleðum á haustdögum. Kristján í Reykjadal og Þorsteinn i Fagradal voru hjá honum um tíma og sögðu að hvergi hefði þeim liðið betur. Jón var hestamaður mikill og þótti kenj- óttur með hesta, hann ræktaði steingrátt kyn. Ég var samtíða Einari Þor- steinssyni afa mínum, sem var sandaformaður í 33 vetrarvertíðir og fiskaði mest við Dranga. Hann var laginn við stórlúðuna. Þá stunduðu Landeyingar Dranga- ferðir og meðal hlunninda sem Krosskirkja í Austur-Landeyjum átti var sölvafjara í Þúfudrangi í Þrídröngum. Ég hafði það gott af kunnum mínum við afa minn, að hann hálfblindur bað mig um að lesa fyrir sig Passíusálma Hall- gríms Péturssonar og gerði ég það tvo vetur í röð, 50 daga hvorn vetur. Síðan hefur Hallgrímur Pétursson verið mitt uppáhalds- skáld og innihald ljóða hans mér kært næst heilagri ritningu. Afi gerði meira, hann gaf mér að leslaunum Vasenhúsbiblíu, 4. út- gáfu á íslenzku, prentaða í Kaup- mannahöfn 1747. Var hún ættar- gripur frá Ögmundi Högnasyni presti á Krossi og er nú í eigu Guðna sonar míns. Þarna myndað- ist kveikja að því, að ég á allar biblíur sem út hafa komið á íslandi á íslenzku í upprunalegu bandi og útgáfu, nema Guðbrands- biblíu, hana á ég ljósprentaða. Af 15 útgáfum Nýja testamentisins á ég 13.“ Rœtt við EinarJ. Gtsla■ son forstöðu- mann Fíladelfíu föður míns var í nær 40 ár Sveinn Ketilsson frá Skála undir Eyja- fjöllum. Það var í byrjun júní árið 1930, ég var þá 7 ára, og var vakinn klukkan 8 til þess að færa Sveini. Þegar ég kem niður Vestmanna- braut var þar mannsöfnuður mikill, prúðbúið fólk. Svein Scheving lögregluþjón á Hjalla þekkti ég. Stóð hann þar hjá Kristjáni konungi X og var kóngur þá önnum kafinn við þá virðulegu athöfn að kenna götu við sjálfan sig í Vestmannaeyjum, Hilmis- götu, sem er eina konungsgatan á Islandi. Er fylkingin gekk norður Bárugötu að lokinni nafngiftinni var ég nálægt kóngi og hafði gaman af, og þegar beygt var inn á Strandveg til austurs var fiskkró föður míns á vinstri hönd. Þar var Sveinn að vaska fisk. Kristján konungur X gekk inn í fiskkróna og inn fyrir fiskborð og ég inn fyrir kóng og Svein. Er mér minnisstætt þegar kóngur tók af sér gulan, fínan hanska og Sveinn af sér blautan sjóvettlinginn og þeir heilsuðust. Áfram hélt fylkingin niður Bæjarbryggjuna og um borð í skip konungs á leið til Þingvalla- hátíðarinnar. Gárungarnir gerðu sér mat úr konungsheimsókninni. Sveinn Ketilsson tók mikið í nefið og þótti gott. Vildi hann konungi vel, en málakunnáttan var ekki jafn klár og greip Sveinn þá til þeirrar dönsku sem gárungarnir höfðu búið til og samkvæmt sögunni á hann að hafa sagt um leið og hann gaukaði bauknum að kóngi: „Smáfís í nefkóng." Sveini varð raun að þessari konungsheimsókn er frá leið. Samdi við austanáttir Atlantshafsins Og við vikum talinu að hvers- dagsbaráttunni, hinu daglega brauðstriti: Mágur föður míns, Snorri Þórðarson í Steini, var mikill fjallagarpur og oft tók hann Gísla föÓur minn með sér i fuglaferðir, en pabbi lagði til bát sinn og skjögtbát. í sinn hlut fékk hann fugl sem allur var nýttur heima. Dag eftir dag var reyttur fugl og verkaður og lögðust þar allir á eitt, bæði krakkar og fullorðnir. Það var aldrei iðjuleysi og því síður verkfall á heimilinu, það varð að breiða fiskinn og þurrka hann, afla heyja, því að við höfðum ávallt tvær kýr og einnig kindur. Faðir minn var vinnusamur maður, samningar hans í lífsbar- áttunni voru við austanáttir Atlantshafsins, hann fór aldrei í verkfall og kaus alla tíð Sjálf- stæðisflokkinn. Hann kom með tvær hendur tómar úr Rangár- þingi og gerðist sjómaður og síðar útvegsbóndi í Eyjum, en hann átti báta i tugi ára. Sex sinnum missti hann út menn en náði öllum inn aftur. Eftir að fiskur hafði verið þurrkaður, tók við áhnýting öngul- tauma, gerðir voru steinahankar og upp úr hátíðum voru vermenn komnir, sömu menn ár eftir ár og sumir komu allt að 20 vertíðir í röð. Sjánæstu síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.