Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐÍÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 19 Ananas í hlaupi Abætisréttir til hátiðabrigða... Flestir láta sjálfsaKt eftir sér, að fá sér ábæti á hátíðis- dÖKum. jafnvel þó hitaeininsa- ríkir séu. I>að er varla hæjít að hafa áhyKKjur af slíku við sérstök ta'kifæri og kemur vonandi ekki að sök. Eftir stórhátíðir er alltaf hægt að snúa aftur til fyrri meinlæta- lifnaðar. En eftir hangikjöt, kjúklinga, lambasteik og hvað annað, sem á borðum er hátíðisdagana getur verið gaman að breyta til með ábætisrétti, reyna eitthvað nýtt. Hér koma nokkrar uppástungur. Ananas í hlaupi 1 ds. af ananas, 8 blöð matarlím rauður ávaxtalitur, hvítvín eða sherry Ananas-hringirnir teknir úr dósinni, settir á disk og þerrað- ir. Vökvinn mældur, í hann bætt sítrónusafa, örlitlu hvít- víni eða sherry svo nái Vz lítra. Matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn og síðan hitað varlega með dálitlu af ananasvökvanum, nokkrir dropar af rauðum ávaxtalit látið í. Ananas-hringirnir látnir aft- ur í dósina, safanum hellt yfir, dósin á að vera alveg full, sett á kaldan stað svo þetta stífni. Til að ná innihaldinu úr þarf að taka botninn úr dósinni, dýfa hnífi í heitt vatn og losa um hlaupið með honum. Þá á að vera hægt að ýta hlaupinu út, skera svo í sneiðar og skreyta með rjóma ef vill. Súkkulaði-„fondue“. Súkkulaði „fondue“ Það er áreiðanlega kærkom- ið, ekki sízt fyrir þá yngstu, að hafa súkkulaði „fondue" í eftir- rétt. Súkkulaðið brætt í „fond- ue“ potti og í það má síðan dýfa ávaxtabitum, smákökum, ís- kexi, hnetum, rúsínum og hverju því, sem þykir fara vel með súkkulaði. Perur Helenu Niðursoðnar perur settar í ábætisskálar, vanilluíssneið sett með og þeyttur rjómi sett- ur í „topp“ (eða sprautað) ofan á. Heit súkkulaðisósa borin með eða hellt yfir. Appelsínur með marengs 2 stórar appelsínur, rúsínur, 1 banani, 2—3 möndlumakkarónur, 2 eggjahvítur, 4—6 mtsk. sykur. Appelsínurnar skornar í tvennt, þversum. Aldinkjötið tekið úr berkinum, skorið í litla bita og blandað saman við rúsínur, bananabita og muldar makkarónur. Þessu-er síðan skift niður í barkarhelmingana. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar, s.vkrinum bætt í smám saman. Marengsið sett í topp ofan á appelsínurnar og bakað í ofni, við vægan hita, þar til er kominn ljósbrúnn litur á. Karamellurönd Vz 1 rjómi Vt 1 mjólk, 2 matsk. sykur Vz vanillustöng, 4 egg, 2 eggjarauður Mjólk, rjómi, sykur og vanilla soðið saman. Egg og eggjarauð- ur þeyttur vel, heitri blöndunni hellt varlega í og þeytt á með- an. 3 dl sykur bræddir við vægan hita, sett í botninn á búðings- forminu. Eggjablöndunni hellt varlega í formið í gegnum sigti. Formið síðan látið í pott með vatni í (vatnið látið ná ca % upp á formið) og látið sjóða við Mokka-..mousse" 4 dl þeyttur rjómi 2—3 eggjahvítur, 1 dl sterkt kaffi, 100 gr suðusúkkulaði, valhnetukjarnar til skrauts. Rjóminn stífþeyttur, V\ tek- inn frá til skrauts. Eggjahvít- urnar stífþeyttar. Köldu kaff- inu blandað saman við þeyttan rjómann, bragðbætt með sykri, eggjahvítunum blandað varlega saman við. Sett í ábætisglös, skreytt með bræddu súkkulaði, þeytt- ura rjóma og hnetukjörnum. Abætinn þarf að bera fram um leið og hann er búinn til og er ætlaður fyrir 6 manns. - Karamellurönd mjög vægan straum í 30—40 mín. eða þar til búðingurinn er stífur. Þegar búðingurinn er orðinn kaldur er honum hvolft á fat. Þeyttur rjómi eða karamellu- sósa borin með. Kornflakes-terta 100 gr suðusúkkulaði, 100 gr smjörlíki, 3 mtsk. síróp, 100 gr flórsykur, 175 gr kornflakes. Súkkulaði, smjörlíki og síróp brætt saman í potti, flórsykri hrært saman við ásamt muldu kornflakes og dálitlum rifnum appelsínuberki, ef vill. Sett í tvö smurð meðalstór tertumót og látið standa þar til botnarnir eru samfelldir, tekur 2—3 klst. Lagt saraan með þeyttum rjóma, og t.d. ferskj- um í sneiðum eða appelsínum. Ath. að þetta er ekki bökuð kaka. Undankeppni á Reykjanesi í tvímenningi Undankeppnin verður spiluð í Félagsheimilinu Stapa í Njarðvíkum miðvikudaginn 25. apríl og hefst kl. 19.30 stund- víslega. Spilað verður í tvfmenningsformi í riðlum. Þátttökugjald verður 3000 krónur fyrir parið og verður skráning á staðnum og dregið í riðlana. 24 pör komast í úrslitakeppn- ina sem spiluð verður í Þinghól í Kópavogi dagana 4. og 5. maí n.k. og hefst keppnin kl. 19.30 fyrri daginn. Bridgedeild Víkings Sjöunda umferðin í aðal- sveitakeppni Víkings fór fram síðastliðinn mánudag og urðu úrslit þessi: Sveit Sigfúsar — Sveit Vilhjálms 14:6 (68:52) Brldge Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON Sveit Jóns — Sveit Björns 17:3 (115:81) Sveit Hafþórs — Sveit Tómasar 3:17 (74:108) Sveit Guðmundar — Sveit Ólafs 20>2 (137:63) Sveit Hjörleifs — Sveit Guðbjörns frestað Röð efstu sveita: Sigfús Örn Árnason 100 Björn Brynjólfsson 89 Vilhjálmur Heiðdal 88 Tómas Sigurjónsson 79 Næstsíðasta umferðin í keppninni fer fram mánudaginn 23. apríl í Félagsheimili Víkings við Hæðargarð. Bridgefélag Hafnarfjarðar Um síðustu helgi var spilað við Selfyssinga á heimavelli á alls 6 borðum. Úrslit urðu þessi og eru heimamenn taldir á undan eins og tíðkast í íþrótta- fréttum — með allri virðingu fyrir gestunum að sjálfsögðu: 1. borð sv. Alberts Þorsteinsson- ar — Jónasar Magnússonar 11—9 2. borð sv. Sævars Magnússonar — Halldórs Magnús- sonar 11—9 3. borð sv. Björns Eysteinssonar — Gunnars Þórðarsonar 8—12 4. borð sv Kristófers Magnús- sonar — Garðars Gestssonar 14—6 5. borð sv. Halldórs Einarssonar — Arna F.rlingssonar 11-9 6. borð sv. Þórarins Sófussonar — Stefans Larsen 20-0 Um þriðjungur barómetersins iifir nú og æsist nú leikurinn eins og vera ber. Staða 10 efstu er nú þessi: 1. Björn Eysteinssön — Magnús Jóhannsson 177 2. Ólafur Valgeirsson — Þorsteinn Þorsteins. 165 3. Friðþjófur og Halldór Einarss. 149 5. Bjarni Jóhannsson — Þorgeir Eyjólfsson 129 6. Guðni Þorsteinsson — Kristófer Magnússon 113 7. Jón Stefánsson — Þorsteinn Laufdal 96 8. Ásgeir Ásbjörnsson — Gísli Arason 67 9. Árni Þorvaldsson — Sævar Magnússon 36 10. Albert Þorsteinsson — Sigurður Emilsson 10 Aðrir hafa rauðar tölur og gerast því dökkir í kringum augun. Næst verður spilað mánudaginn 23. apríl. Rétt er að geta þess, að Reykjanesmótinu í tvímenning var frestað vegna bæjakeppn- innar við Selfoss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.