Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 21 PASKAVAKA' SAMHJÁLP býður til kvöidvöku í Fíladelfíu, laugard. 14.4. kl. 20.30l Meðal atriða verða: Fíladelfíukórinn og Águsta Ingimarsdóttir Einleikur á orgel; Árni Arinbjarna'*son. Anna og Garöar Gnýr T río Nýr kvartett? Söngsveit Samhjálpar Vinir úr Hlaögerðarkoti vitna. Ræöumaöur: Óli Ágústsson Allir hjartanlega velkomnir Stjórnandi og kynnir: Guöni Einarsson |R^f0nnklaöt^ AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 Henri Dunant Hann var talinn frábrugðinn að kynlífi því sem fjöldinn telur eðlilegt og sæmandi. Eordómar, rógburður og gróusögur og ætt- ingjar hans hröktu hann frá sér með fyrirlitningu. Sjálfsagt var hann í hættu fyrir dómstólum í þá daga. En hann sigraði glæsilega. Þessi frægi brautryðjandi á guðsríkis- braut miskunnseminnar, Sviss- lendingurinn Henri Dumont var fæddur í Genf í Sviss árið 1828 og af aðalsættum borinn, auð- ugu fólki. Hann stofnaði ekki einungis Rauða krossinn, heldur átti hann einnig drýgstan þátt í stofnun heimssamtaka ungra manna, sem nu eru að starfi um allan heim og nefnast Kristileg æskulýðssamtök og hér á Is- landi Kristilegt félag ungra manna og síðar ungra kvenna, skammstafað K.F.U.M. og K. Og það var sr. Friðrik Friðriksson, sem gekkst hér fyrir stofnun þeirrar starfsemi, eins og flestir 1 vita. Henri Dunant var sjónarvott- ur að hinni frægu orrustu við Solferino 1859. En þar féllu um 40 þúsundir hermanna. Hann gat ekki horft á skelfingar orrustunnar aðgerðarlaus og fékk hóp sjálfboðaliða til að annast um særða úr hópi Aust- urríkismanna og Frakka. Síðar eða árið 1862 gaf hann út bók, sem hann hafði skrifað um þennan ægilega atburð. Þar lýsir hann þeirri hugsjón sinni, að sjálfboðaliðar ungs fólks frá öllum löndum samein- ist tii verndar, hjálpar og líknar á vígvöllum veraldar og í friði til að hamla styrjöldum og berjast gegn þeim með vopnum ljóssins; Sannleika, kærleika, umhyggju og ástúð. Þar verði öllum liðsinnt án tillits til þjóð- ernis, trúar eða litarháttar. Enginn greinarmunur gerður á vini eða óvini, „vondum eða góðum“ að dómi stjórnenda og valdhafa. Alþjóðleg líknarstarfsemi handa særðum og sjúkum hafin yfir öll landamæri var æðsta hugsjón Henri Dunant. í fimm ár ferðaðist hann um í Evrópu og barðist fyrir fram- kvæmd hugsjónar sinnar í veru- leikanum. Og 8. ág. 1864 var Rauði krossinn formlega stofn- aður til hjálpar og líknar særð- um hermönnum hvort sem vin- ur“ eða „óvinur" ætti hlut að máli. Fulltrúar ríkisstjórna áttu fulltrúa á þessum fundi, sem telja má einn stærsta sigur á göngu kristninnar í þessum heimi. Síðan hefur þessi stofnun og stefna þróazt og vaxið til vernd- ar öllum sjúkum og særðum hvar sem er og handa hverjum sem er. En nú var sem allt snerist öndvert gegn upphafsmannin- um. Það var eins og allt hjálpað- ist að til að eyðileggja hann. Makt myrkranna vildi slökkva ljósið undir yfirskrift, sem á Islandi var einu sinni orðuð á þessa leið: „Eggjandi skýin öfund svört — upp rann morgunstjarna — „Byrgið hana, hún er of björt, helvítið að tarna." Líklega hefur hann orðið of nærgöngull auði ættar sinnar. Allir sjóðir virtust þrotnir. Allt á hengiflugi. Allslaus og einmana yfirgaf hann ættborg sína, Genf árið 1867 og lifði í örbirgð og huldu höfði í stórborgum Evrópu. Samt vann hann leynt eða ljóst af alefli að hugsjónum sínum og til að vekja hugsanir og áhuga einstaklinga og þjóða fyrir: Aðstoð við særða í styrjöld- um, bættri meðferð stríðsfanga, afnámi þrælahalds, alþjóðlegum dómstóli, afvopnun og heim- flutningi Gyðinga eða stofnun Israels. En það var fyrst árið 1895, að hann kom aftur fram í dagsljós hins opinbera lífs, fundinn af svissneskum fréttaritara í Heid- en í Sviss. Og nú var hann sannarlega eins og stjarna frá skauti morgunroðans, svo notuð séu orð úr 110. sálmi Davíðs. En þaðan hafði hann hugsjón sína um sameinaðan æskulýð allra landa til líknar og hjálpar og til að skapa frið og fögnuð á jörð. Líkt og geislafylkingar upprennandi sólar átti æskan að skapa nýjan heim friðar bræðralags. „í öllum iöndum lið sig býr í ljóssins tygi skær,“ söng sporgengill hans hér á íslandi um sömu hugsjón. Henri Dunant var fyrsti mað- urinn, sem hlaut friðarverðlaun Nobels 1901. Það var líkt og ráðstöfun Guðs þessu týnda barni hans til handa. Hann dó í Heiden 30. okt. 1910. Vart hefur nokkurt fremur fetað í fótspor Krists né komizt nær krossi hans í ljós hins eilífa kærleika úr niðamyrkrum þján- inga, einsemdar og lægingar. Rvík. 30/10 1978. Árelíus Níelsson. jafnframt vitni þeim kærleika sem stenzt ofsóknir, sigrar hatur og er sterkari en dauðinn." Setningu bókarinnar annaðist Grágás í Keflavík, Prentsmíði prentaði og Arnarberg sá um bókband. Bókina, sem er kilja, 74 síður, þýddi Gunnar Jóhannes Gunnarsson og er hún fyrsta bók útgáfunnar á þessu ári. Ritstjórar og útgefendur landsmálablaða Sjálfstæðisflokksins sóttu í síðustu viku námskeið í Reykjavík þar sem frætt var um frétta- og stjórnmálaskrif og ljósmyndun. Stóð námskeiðið í tvo daga og var m.a; unnið æfingablað, aflað efnis í það og það unnið í prentsmiðju. .... og glerió frá GLERBORG mun sanna þrautreynda hæfni sína Það verður ekki annað sagt en að glerið frá Glerborg mæti til leiks þraut- prófað og rækilega undirbúið fyrir átökin við hina margbreytilegu og sviptingasömu íslensku veðráttu. Hvort sem verið er að byggja, breyta, lagfæra eða endurnýja, er óhætt að leita til sérfræðinga Glerborgar og þeir munu leysa úr vandanum á traustan og öruggan hátt. Með tilkomu nýrrar sjálfvirkrar vélasamstæðu eru öll glerin nú útbúin með tvöfaldri límingu í stað einfaldrar áður. Sérfræðingar um allan heim viður- kenna tvöföldu líminguna sem bestu framleiðsluaðferð í heiminum, enda sameinar hún þéttleika, viðloðun og teygjanleika. Einfalt, tvöfalt, þrefalt, eða fjórfalt gler, - allt kemur til greina. Verslunarhús íbúarhús, sumarbústaðir eða eitthvað annað, - Glerborg leysir málið 1. Margfalt meiri þéttleiki gagnvart raka. 2 Minni kuldaleiðni, þar sem rúður og loft- rúmslisti liggja ekki saman 3 Meira þol gagnvart vindálagi LOFTRUM ÁLLISTI MILLIBIL ÞÉTTILISTI RAKAEYCHNGAREFNI SAMSETNINGARLÍM út í vedur og vind... ^tJGLERBORG HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIROI - SÍMI 53333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.