Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 ina í London 1948, en Óskar var einn af þátttakendum íslands og setti íslandsmet í 800 m hlaupi. Um þaö mót sagöi Óskar í viðtal- inu: f matarsvelti á Olympíu- ieikum „íslenzku keppendurnir áttu lít- illi velgengni að fagna á Ólympíu- leikunum á Wembley í London. Allir höfðu þó undirbúið sig af kostgæfni og tekið þátt í ströngum æfingum, stundum oft á dag. íþróttamenn verða alltaf að vera með afsakanir ef þeir standa sig illa, og afsökun okkar var sú að við fórum alltof snemma til London. Ákveðið var hér heima að Ólympíuliðið skyldi fara til London viku áður en keppni hæfist svo að íþróttamennirnir hefðu tækifæri til að venjast loftslagi og mataræði ytra. Það var mikil hitabylgja í Lond- on meðan við höfðumst þar við og dró það úr okkur. Einnig var matarskömmtun í landinu eftir stríðið og vorum við nánast í svelti ytra og því verulega af okkur dregið þegar í keppnina kom. Allur fiskur sem var á boðstólum var nánast úldinn og ekki við okkar hæfi. Kjötið sem við fengum var eins og þunnar sneiðar ofan á brauð. Við urðum að leita að mat ef við ætluðum að fá eitthvað til viðbótar, en yfirleitt var lítið eða ekkert að fá. Það má því segja að fyrirætlan- irnar hafi verkað öfugt. Aðrar þjóðir sendu sitt fólk með minni fyrirvara til Englands og margar höfðu eigin kokk með í ferðinni. Það virtist skynsamlegast að koma nánast beint í keppnina og stóðu þeir sig bezt sem þannig var ástatt fyrir. I Norðurlandaför eftir leikana kom í ljós að við vorum beuir undirbúnir undir þátttökuna í Ólympíuleikunum en frammistaða okkar gaf til kynna. Náðu margir góðum árangri í ferðinni til Norðurlanda og unnum við marga góða sigra.“ Met og sigrar Óskar var í essinu sínu í þessari ferð. Hann setti nýtt Islandsmet í 800 metra hlaupi á móti í Ósló, 1:54,0 mínútur, og nokkrum dögum síðar sá Islandsmet dagsins ljós í 1000 metrum, 2:27,8 mín., á móti í Gautaborg. Þá sigraði Óskar sterkan Dana og Bandaríkjamann, sem varð fjórði í 800 m á Ól. nokkru áður, í 800 metra hlaupi í Kaupmannahöfn í ferðinni, og hlaut fagra postulínsstyttu að launum. Bandaríkjamaðurinn gaf út yfirlýsingar fyrir hlaupið að hann ætlaði sér sigur. Þá tók Daninn það til bragðs að stöðva og labba út af brautinni á loka- metrunum þegar honum var ljóst HVVENPl ^.LAMQTIVKA. PET gp T*.0 tfMOMLNALP. TiV'yfMf't I5LEMD6C ' OM pppAútr vi nNVj/v;. , i r. < \‘ V \ Þessum augum leit skop- myndateiknari eins norsku blafianna á 1500 metra hlaupifi í Ósló 1947, þar sem óskar sló óvænt miklum köppum við. „Fljúgandi diskur? Nei, því fer fjarri. Þetta er undraverfii fslend- ingurinn sem R.H. sá á Bislett á mifivikudag", segir í texta með teikningunni. Það er reisn yfir stflnum, þar sem Óskar kemur afi markinu. Óskar átti árið 1947 bezta fslandsmetið skv. alþjóðlegri stigatöflu um íþróttaafrek. á Melavelli þegar þar fóru fram frjálsíþróttamót. Mótin voru vel sótt og oft komu erlendir íþrótta- menr til að heyja keppni við íslendingana. Menn komu jafnvel til íslands til að heyja einvígi við Örn Clausen í tugþraut. „Þetta voru stórviðburðir," sagði Óskar, „og á þessum árum áttu frjáls- íþróttir miklum vinsældum að fagna. Þegar ég var sem beztur voru að koma upp anzi góðir hópar í félögunum, sérstaklega í ÍR, en við hreinlega „átturn" mörg mótin, einkum í hlaupunum. Það var virkilega góður andi yfir öllu starfinu og ánægjulegt að vera með í þessu. Það var eins og að koma í annan heim að koma út á völl og taka þátt í frjálsíþróttum. Þetta var alveg sérstök veröld, og ákaflega gott og hollt fyrir unga menn að taka þátt í frjálsíþróttum á þessum tíma. Margir munu búa lengi og vel að þessu og lengi geta menn rifjað upp skemmtileg tilvik. eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON Á þessari mynd má sjá marga af fremstu frjálsíþróttamönnum fslendinga fyrir þremur áratugum. Myndina tók Ijósm. Ól. K.M. við ÍR-húsið veturinn 1947—1948, afi lokinni æfingu hóps sem valinn var vegna undirbúnings fyrir þátttöku fslendinga í Ólympíuleikunum í London 1948. Fyrir framan tröppurnar standa þeir (f.v.) Sigurjón á Álafossi, sem hljóp oft mefi hópnum sér til hressingar, Pétur Einarsson, Jakob Albertsson skíðamaður, Olle Ekberg þjálfari, Sveinn Björnsson kaupmaður, Óskar Jónsson hyggingameistari, Örn Eiðsson, formaður FRÍ, Kjartan Jóhannsson forstjóri Asíufélagsins. f fyrstu tröppu (f.v.) Ólafur Guðmundsson, Ingi Þorsteinsson, Haukur Clausen tannlæknir, Sigurjón Ingason lögregluþjónn. f annarri tröppu (f.v) Finnbjörn Þorvaldsson skrifstofustjóri, Reynir Sigurðsson kaupmaður, Örn Clausen lögfræðingur, Gunnlaugur Ingason. f þriðju tröppu (f.v.) Friðrik Guðmundsson, Þórður Þorgeirsson, Indriði Jónsson. f fjórðu tröppu (f.v.) Magnús Jónsson óperusöngvari, Bjarni Linnet, Páll Halldórsson, skattstjóri Austurlands. í timmtu og efstu tröppunni (f.v.) Ásmundur Bjarnason, útgerðarmaður, Húsavík, Vilhjálmur Vilmundarson tollvörður og Trausti Eyjólfsson rakari. Það ríkti nokkur félagsrígur, sérstaklega á milli KR og ÍR, en það var allt í góðu og ekkert til baga. Ég man ekki eftir öðru en almennilegheitum frá stjórnar- mönnum og keppendum annarra félaga. Litríkir leiðtogar Leiðtogar félaganna voru miklar driffjaðrir og mikið með íþrótta- mönnum jafnt á æfingum sem í keppni og einnig þar á eftir. Oft fóru þeir með íþróttamönnunum á kaffistofu eða löbbuðu með þeim „rúntinn" eftir æfingar og keppn- ir. Haraldur Johannessen var for- maður ÍR þegar ég byrjaði. Hann var alveg sérstakur persónuleiki, nánast föðurlegur leiðtogi. Það var alltaf vel eftir honum tekið þegar hann hélt ræður á fundum og samkomum, ræður hans voru alveg sérstakar og fluttar með stíl sem honum var einum laginn. Mér er Sigurpáll Jónsson einnig minnisstæður, en hann var mjög áhugasamur um það leyti sem ég var á kafi í íþróttunum. Fleiri góðir menn komu við sögu innan IR á þessum árum og of langt yrði þá upp að telja. Leiðtogar Ármanns og KR, Jens Guðbjörnsson og Erlendur Ó. Pétursson, voru einnig ákaflega litríkir persónuleikar, góðir og drífandi menn. Ég man það alltaf mjög vel er Jens kallaði mig einhvern tíma niður á skrifstofuna til sín. Er þangað kom bað hann mig að máta nýja gaddaskó sem hann vildi gefa mér. Þetta þótti mér ákaflega fallega hugsað af honum. Það var líka seinna að við IR-ingar ætluðum í ferðalag til útlanda og ákváðum að vera ekki með á móti sem halda átti kvöldið fyrir brottförina. Ármenningar héldu þetta mót og voru erlendir gestir meðal þátttakenda. Jens kom að máli við mig rétt fyrir mótið og bað mig um að verða með, hvað ég og gerði." Óskar sagði að eðlilega væru margir íþróttamenn honum minnisstæðir, einkum þó IR-ingar. „Nöfn eins og Finnbjörn Þorvalds- son, Clausen-bræður, Jóel Sigurðs- son og Kjartan Jóhannsson koma fljótt upp í hugann. Finnbjörn var lengi vel í sérflokki, Clausen-bræðurnir voru alveg sér- stakir og hefðu áreiðanlega getað náð miklu lengra þótt þeir gerðu mikið, en þeir voru að komast í æfingu þegar þeir hættu. Jóel var litríkur í spjótkastinu og Kjartan var ansi skemmtilegur hlaupari. En auðvitað eru miklu fleiri sem áttu góð ár um leið og ég og vert væri að nefna, eins og Huseby, o.fl. o.fl. Móðgandi að fara fram úr stjörnunum Þá er það eftirminnilegt að að hann næði ekki að sigra. — Hraði Óskars og hlaupalag vakti athygli víða í þessari ferð og spáði sænska íþróttablaðið honum glæsilegri framtíð á hlaupabraut- inni. í spjallinu sagði Óskar að venju- lega hefði árangur verið talsvert lakari í hringhlaupum í mótum á Islandi en erlendis, og heyrist sú saga mjög oft hjá íþróttamönnum enn þann dag í dag. Sagði Óskar það hafa verið gjörólíkt að hlaupa í hlýju veðri og logni á góðum brautum erlendis. „Þá var það hrein unun að æfa á skógarstigum t.d. í Noregi og finna skógarilminn og angan af gróðrinum." Mikil stemmning á Melavelli Þá sagði Óskar að venjulega hefði verið mjög mikil stemmning Frá 800 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum 1948. Óskar er föðru sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.