Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 43 umhugsunar um þá hræðilegu atburði sem þarna hefðu átt sér stað. Sólin var hátt á lofti og heitt í veðri þegar við gengum í átt að gaddavírsgirðingu með frekar litlu tréhliði eigi alllangt frá. Þar var numið staðar. Þetta er „dauðahliðið“, sagði leiðsögumaðurinn. Fyrir innan hliðið blasti við okkur lág skúra- þyrping og umhverfis hana gadda- vírsgirðing, sem ekki virtist mjög ógnvekjandi við fyrstu sýn. — í þessum fangabúðum, sem þið standið frammi fyrir, var hátt á aðra milljón manna á stríðsár- unum og hér lét um ein milljón manna lífið. Þegar fangarnir gengu inn um „dauðahliðið" var þeim tilkynnt, að nú bæru þeir ekkert nafn lengur, aðeins númer, og að héðan ættu þeir ekki aftur- kvæmt og fæstir áttu það. Það var erfitt að gera sér í hugarlund, að slíkur fólksfjöldi hefði dvalið á ekki stærra svæði enda komumst við brátt að raun um að þrengslin höfðu verið óskapleg. Við gengum inn í skúr- ana sem voru á vinstri hönd er komið var inn í búðirnar. Þar inni voru trékojur og á veggjunum geysistórar ljósmyndir. Það sló á mig óhug þegar ég sá myndirnar. Þær höfðu verið teknar af Þjóð- verjum sjálfum í fangabúðunum og sýndu betur en orð fá lýst allan hryllinginn. — í einni lítilli trékoju þurftu fjórir til fimm að koma sér fyrir. Eg spurði sjálfan mig hvernig það hefði verið hægt. — Sumir voru svo ólánssamir að hafa ekkert pláss og urðu því að liggja á gólfinu, sagði leiðsögumaðurinn, sem rakti sögu fangabúðanna. Það, sem gerði veru okkar inni í þessum litlu og óhrjálegu trékumböldum enn áhrifaríkari, var, að leiknar voru af segulbandi gegnum hátal- ara upptökur sem Þjóðverjar höfðu sjálfir gert í fangabúðunum. Þar mátti heyra samtöl fanganna og ýmis önnur hljóð og mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar fortíðin var endurvakin með þessum hætti. Afram var haldið og farið í eina vistarveruna af annarri. Komið var í lítið herbergi, þar sem læknir búðanna hafði haft aðsetur, og þar voru okkur sýnd hin hræðilegustu pyndingartæki, sem notuð höfðu verið til þess að gera tilraunir á föngunum. Það eru engar ýkjur að segja, að enginn verði samur eftir að hafa séð þessa hluti og hlustað á útskýringarnar. Höfðu þessir hlutir virkilega verið til? Á öllum veggjum í fangabúðunum voru ljósmyndir og þær báru raunveru- leikanum óljúgfrótt vitni. Allir trékofarnir voru óeinangraðir og leiðsögumaðurinn sagði okkur, að á vetrum hefði kuldinn verið svo til hinn sami úti og inni, enda var upphitunin engin. Þá voru fang- arnir undantekningalaust fá- klæddir. Þegar við höfðum lokið við að skoða sjálfar fangabúðirnar, var okkur sagt, að nú ættum við að fá að sjá mesta hryllinginn, gasklef- ann og líkbrennsluofnana. Innst í fangabúðunum í skógivöxnu rjóðri var stór og mikil múrsteinsbygg- ing með háum reykháf. Nokkur spölur var frá fangabúðunum til hússins. Á þeirri leið gengum við fram á hrúgur af skófatnaði, sem Þjóðverjar höfðu safnað saman, og enn báru sitt þögla vitni, ekki hafði verið hróflað við neinu, allt í sinni upphaflegu mynd. Við stöldruðum við, og í stórum staflanum mátti s'á ógrynni af barnaskóm. Er komið var að múr- steinsbyggingunni tókum við eftir lágu húsi þar við hliðina og var fyrir því þung járnhurð. — Þetta er gasklefinn, það þótti hagræðing að því að hafa hann rétt við líkbrennsluna, sagði leiðsögu- maðurinn. — Föngunum var sagt, að þeir ættu að baða sig og var þeim smalað inn í húsið, sem tók allt að 200 manns í einu. Við Þeir voru heldur óhrjálegir varðturnarnir sem stóðu enn meðíram langri gadda vírsgirðingunni, í kring um búðirnar. Líkbrennsluoínarnir, þegar þeir höfðu ekki undan var líkunum brennt í hrúgum, fyrir utan. gengum inn, leiðsögumaðurinn hallaði aftur járnhurðinni og benti okkur á loftið. Inn um litla rauf á loftinu var gashylkinu sleppt niður á gólfið og svo tók það að streyma út. Það tók um eina klukkustund að deyða alla. Það var vissulega óskemmtileg upplifun aö standa á þessum stað og hlusta og sjá hvernig að hafði verið farið. Og svo held ég að hafi verið um allflesta okkar. Við gengum út, það voru aðeins nokkur skref að stóra húsinu með skorsteininn, og þar inni blöstu líkbrennsluofnarnir við. Okkur var sagt, að brennt hefði verið nótt sem nýtan dag, og þegar ofnarnir höfðu ekki undan í lok stríðsins var líkunum ýtt saman í kesti og eldur lagður að. Inni í húsinu við hlið lík- brennsluofnanna hafði verið kom- ið fyrir fánum þeirra þjóða, sem misst höfðu þegna sína í í'angabúö- unum, og á gólfinu var minningar- skjöldur og á honum falleg blóm. Alla í hópnum setti hljóða og ekki var laust við að leiðsögumaðurinn væri klökkur þegar hann sagði frá þeirri grimmd og viðbjóði, sem þarna hafði átt sér stað. Það var gott að komast aftur út í sólskinið, það var kominn í okkur einhver dauðans beygur við veruna þarna. Lengi vel á eftir var hópurinn hljóður. Við gengum til baka í gegnum búðirnar og í átt að stóra steinhúsinu fyrir utan búðirnar. Þar höfðu þýsku liðsforingjarnir búið. Og til þess að undirstrika enn frekar þau miklu áhrif sem við urðum fyrir við að heimsækja búðirnar voru okkur sýndar kvik- myndir, sem Þjóðverjar höfðu tekið. Við sáum ljóslifandi fyrir okkur búðirnar, sem við höfðum gengið um, fullar af föngum, og hvernig umhorfs var. Þessar myndir náðust óskemmdar í stríðslok. Rétt 10 árum seinna var ég á ferð á þessum sömu slóðum og þá í ferð með íslenska landsliðinu í handknattleik. Hópurinn heim- sótti búðirnar og þó að ýmsu væri sleppt frá fyrri heimsókn minni eins og kvikmyndasýningunni og segulbandsupptökunum urðu allir mjög djúpt snortnir af því sem þarna var að sjá. Minjarnar eru vel varðveittar í upprunalegri mynd og munu sýna komandi kynslóðum hvað gerðist í raun og veru. - þr. Börnin fóru ekki varhluta af hryllingnum, hér eru útréttar hendur að biðja um brauð. Umhugsunarvert á yfirstandandi barnaári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.