Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1979 Færði fæðingarárið um set „Hvenær hófst þú sjómennsku?" Ég byrjaði að róa á dragnót 17 ára gamall, daginn sem Island var hernumið af Bretum, 10. maí 1940. Um haustið vék ég úr plássi vegna fátæks barnamanns, sem kom með tvær hendur tómar úr síld að norðan og þá lenti ég fyrir tilviljun á vélstjóranámskeiði, en var ári of ungur til að vera gjaldgengur til prófs. Forstöðumaðurinn Egill heitinn Kristbjörnsson, breytti þá fæðingarvottorði séra Sigurjóns Árnasonar sóknarprests og færði dagsetninguna fram um eitt ár. Ætlun mín var að stunda sjóinn, en móðir mín aftók að við værum 3 feðgar á sama báti og þetta varð til þess að ég réðst til ísfélags Vestmannaeyja, fyrsta vélfrysti- húss landins sem Gísli J. Johnsen stofnaði 1901. Þar var ég vélstjóri í 7 ár og þá voru enn til leifar af elztu frystivélunum í notkun, - Sabrow, og hlutir úr gasvélunum er drifu þær. Nú er þetta allt farið í hund og kött. Kunnir Eyjamenn voru forverar mínir í Isfélaginu, Högni í Vatnsdai, Páll Scheving, Halldór í Sunnuhlíð og Bogi á Litluhólum, sem starfar þar ennþá, mjög vel fær og góður, en allt voru þetta gæðamenn og vel færir í sínu starfi. Forstjóri var þá Jóhannes Brynjólfsson frá Odda, ljúfur drengur og góður er lézt langt um aldur fram. og 10 á kvöldin með samkomuhöld- um dag eftir dag og kennararnir voru frábærir. Guðfræðingar og prédikarar. Fyrir utan biblíuleg fræði var kennd sálgæzla og ræðu- mennska, vitanlega blaðlaus. Ég naut kennslu kunnra manna eins og Levi Petrus og Frank Manns, sem lifir enn og hefur þótt afburða prédikari. Þeir voru með ólíkum hætti, annar hélt manni hugföngnum í klukkutíma ef því var að skipta, hinn hætti eftir 20—25 mínútur þegar hæst bar. Eftir nám í Svíþjóð dvaldist ég þar áfram, var á sveitabæ í Nárke og komst þá vel inn í málið og þjálfaðist um leið í samkomuhaldi. Eftir heimkomuna fór ég sjálf- boðaliði í trúboðsstarf og greip svo til brauðstritsstarfa alltaf þegar ég þurfti á fjármagni að halda. Þannig liðu árin þar til ég gifti mig 25 ára gamall Guðnýju Sigur- mundsdóttur. Hún var mjög merkileg kona, bráðgreind hæfi- leikakona og hafði mjög fjöl- breyttar gáfur og margbreytilegar sem náðu m.a. yfir hljóðfæraleik og tungumál auk þess að vera mikil húsmóðir. Hún lézt eftir að við höfðum verið gift í 14 ár, en við áttum saman þrjú börn. Það var erfiður tími þegar ég missti hana. Ég talaði yfir henni, það var hastarleg áreynsla, en ég átti að gera það. Ég talaði einnig yfir mömmu, en þetta var ákaflega erfitt þegar ég missti hana Guðnýju. Ég giftist aftur eftir 6 mánuði, Sigurlinu Jóhannsdóttur, „já, segðu það bara,“ það er sérstætt. Hún er frá Sandaseli í Meðallandi og hafði unnið á „Eg er húmoristi og bjartsýnismaður” Sveinn Ketilsson. er manni ógleymanlegur. Að fara í Bjarnarey átt.a sinnum á sumri og upplifa þar sólheitan júlídag þegar móbergíð dregur í sig geisla sólar og uppstreymið er svo ólrúlega hlýtt, það er nokkuð sem enginn getur ímyndað sér nema sá sem reynir. Aldrei kotnu óhöpp fyrir í þessum ferðum, þær voru bæði lífsgæði og blessun. Að hætta umstangi Við Konan í annarri röð á miöri myndinni er Sigurlína Jóhannes- dóttir síðari kona Einars. Myndin er tekin á samkomu í síðustu viku. Þegar Bretar hernámu ísland og komu til Vestmannaeyja fengu þeir leigðan frystiklefa fyrir matvæli sín. Var hann læstur með sérstökum lás, í vistarherbergi vélstjóranna var lykillinn geymdur. I fyrsta sinn sem þrír brezkir hermenn komu og báðu um lykil skammaðist ég mín fyrir að þurfa að hvá þegar spurt var um lykilinn. Ég gerði tvennt, fór í bréfaskóla SIS, las þar hrafl úr ensku og keypti mér enska Biblíu. Hana las ég á nóttinni og bar saman við íslenzka Biblíu og svo naut ég þess að nota þekkingu mína í að tala við þessa menn og sumum þeirra kynntist ég mjög vel. Þá naut ég þess einnig, að í Betel var þá forstöðumaður Arnulf Kyvik, mjög geðþekkur maður, og bauð hann þessum brezku piltum til guðsþjónustuhalds þar sem allt fór fram á enskri tungu. Þá lærðum við utanbókar á ensku „Áfram kristsmenn, krossmenn" og „Alheilagur Drottinn". Frá þessum tíma á ég vini ennþá og er þar fremstur í flokki Albert English í Essex í Englandi". Að halda fólki hugföngnu Liðlega tvítugur hélt Einar til útlanda til náms Hann valdi ekki breiða veginn til auðsækinna embættisstarfa, hans námsbók var Biblían. „I stríðslok var ég vel stæður, létti heimadraganum og fór á Biblíuskóla í Stokkhólmi. Þar tók ég námskeið í biblíulegum fræðum tvö haust. Dagarnir voru vel nýttir, frá 8 að morgni og til kl. 9 trúboðsstöð í Narsaq í Grænlandi áður en við giftum okkur. Ég gerðist forstöðumaður Betel- safnaðarins í Vestmannaeyjum 1. október 1948. Samhliða því and- lega starfi vann ég mér inn fyrir daglegu brauði. Traust líkams- bygging og það að ég drakk mjólk úr brjóstum móður minnar til hálfs sjöunda árs var grundvöllur góðrar heilsu. Svo að störf að sjómennsku og Biblíulestur að kvöldi voru mér engir erfiðleikar. Eftir að fyrri kona mín dó seldi ég bátinn og hætti útgerð, en vann hjá hafnarsjóði í Eyjum þar til ég tók við störfum af Ásmundi Eiríkssyni forstöðumanni Fíla- delfíu 1. okt. 1970“. „Fyrir frjáls- borinn Eyjamann...“ Ég spurði Einar hvernig það hefði verið fyrir hann að flytjast til Reykjavíkur frá Eyjum þar sem hann var í mjög náinni snertingu við athafjialíf og mannlíf allrar byggðarinnar og náttúru Eyjanna. „Fyrir frjálsborinn Eyjamann að fara úr Vestmannaeyjum og setjast hér að getur það naumast gengið nema maður nærri drekki sér í störfum. Eyjarnar sýna kjarna þessa lands, bæði hvað snertir veðurfar og athafnalíf. Eitthvað það hezta sem ég átti í Eyjum af því lagi sem menn kalla tómstundagaman voru kindur. Úteyjaferðirnar og snúningarnir í kringum þær voru eins og bezt.u sumarfrí. Félagsskapur með góðum mönnum í slíkum ferðum sauðkindina og fara að eiga við mannkindina er mikill munur. Ég tel að tengslin við Eyjar skapist af sérstæðri náttúrufegurð og stórbrotnu veðurfari. Þótt margir hafi fengið sár í Eyjum í sambandi við slys, þá hafa þeir sem lifa af notið betur lífsins en aðrir. Það sem mótar mig sem Eyjamann er pabbi og frásögn hans. Hann leið oft hungur uppi á fastalandinu en þegar hann kom til Eyja upphófst hann sem sjálf- stæður maður og var aldrei svangur.' Einangrun Eyjanna veldur einnig meiri samtengingu milli fólks, það er innilegra samband í mannlífi þar en víða annars staðar eins og Páll postuli segir, líði einhver þá samhryggjast allir, en sé einhver hátt upp hafinn þá samgleðjast allir.“ „Berst eins og hnefaleika maður“ „Hvað hafði mest áhrif á þig þegar þú fluttist til starfa í Reykjavík?" „Eitt það viðkvæmasta sem mætti mér hér í Reykjavík var getuleysi okkar gagnvart litlum munaðarlausum börnum. Eftir tveggja ára veru mína í Reykjavík keypti Fíladelfía Kornmúla í Fljótshlíð, jörð Sveins Pálssonar læknis, og síðan hefir verið rekið þar óslitið heimili fyrir börn. Næsta skref var í sambandi við kynni mín af mönnum sem fallið höfðu fyrir Bakkusi. Út frá því var Hlaðgerðarkot til en það hefur verið rekið síðan 9. júní 1973 til hjálpar ótal mörgum fyrrverandi drykkjumönnum eða alkóhólistum er víst fínna að segja. - Með fjölgun fólks í Fíladelfíu og aukinni getu hafa verið færðar út kvíarnar bæði innan lands og utan. Eitt það merkasta sem nú er á dagskrá er prentun Passíusálm- anna á ensku austur í Japan, en bækurnar eru að meginhluta til ætlaðar til dreifingar í Afríku. Þá hugmynd og framkvæmd hefur biskup lands okkar stutt drengi- lega og einnig Hermann Þorsteins- son framkvæmdastjóri Hins ís- lenzka Biblíufélags. Um dreifingu ytra sjá Páll Lúthersson, Guðna- sonar hreppstjóra á Eskifirði, og Jón Hannesson Jónssonar land- pósts á Núpsstað. Á meðan ríkið stundar þá iðju að selja þegnum sínum brennivín svo milljörðum skiptir sýnast mér vera nóg verkefni fyrir mann í starfi eins og ég er í. Dagurinn er venjulega of stuttur. Ef hægt væri með nokkru móti, ég ætla að nota orð Páls postula í fyrra Korintu- bréfi 9. kap. 22—27: Hinum óstyrku hefi ég verið óstyrkur til þess að ég áynni hina óstyrku. Ég er orðinn öllum allt til þess að ég geti yfir höfuð frelsað nokkura. En ég gjöri allt vegna fagnaðarerind- isins, til þess að ég fái hlutdeild með því. Vitið þér ekki að þeir sem á skeiðvellinum hlaupa, hlaupa að sönnu allir, en einn fær sigurlaun- in? Hlaupið þannig að þér getið hlotið þau. En sérhver sem tekur þátt í kappleikjum er bindindis- samur í öllu, þeir til þess að hljóta forgengilegan sigursveig, en vér óforgengilegan. Þess vegna hleyp ég þá ekki eins og upp á óvissu, ég berst eins og hnefaleikamaður er engin vindhögg slær.“ „Enginn páfi og enginn forseti“ Samstaða hvítasunnumanna hefur ávallt verið mjög sterk og þeir hafa ávallt staðið af sér flóð og fjöru fordómanna. Hver er grunnur þessarar samstöðu? „Það er enginn páfi og enginn forseti, enginn aöalleiðari. Það sem bindur okkur saman eru and- ans bönd og við reynum að ganga í takt hvert við annað eins og okkur var kennt í leikfimi í barnaskóla,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.