Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 11 — Og þá varA hann eins og minkur í framan, sagði Ásta Eggertsdóttir Fjeldsted. Jón var höfðingi heim að sækja, hress og kátur. Við heimreiðina að bænum átti hann gersemi, sem aðrir geta ekki státað af: hvítan stein, Grettistak, sem þangað hafði borizt úr annarri heimsálfu eða jafnvel af annarri stjörnu. Ég man ekki hvort hann ímyndaði sér, að steinninn hefði komið frá Grænlandi. Eftir á þykir mér það heldur ósénnilegt af því að þeir steinar, sem þaðan hafa borizt norður á Sléttu, eru allir grænir. grein. Nú varð María sjötug og viðtal við hana af því tilefni. Elínu Pálmadóttur þótti sér nú vandi á höndum og spurði ritstjóra, hvort ekki mætti gera undantekningu og hafa myndina tveggja dálka. — Hvernig ætlar þú að koma Maríu I tóku okkur með kostum og kynj- um. Við urðum fyrir því óláni að það sprakk á mörgum hjólum þar í hlaðvarpanum af því að vegagerð- armenn höfðu tekið ofaníburð þar sem bændur höfðu naglhreinsað spýtur. Af þessum sökum hafði Lýður töluvert ónæði en tók öllum jafnvel, sem komu með sprungin dekk. Eins og nærri má geta höfðum við hjónin einsett okkur að komast svo langt norður, sem nokkur kostur var á Fiat. En veðurguðirn- ir voru annarrar skoðunar og þeir hlutu að ráða. Samt náðum við að þiggja kaffi hjá Jóni bónda Guð- . mundssyni í Stóru-Ávík, sem nú er látinn en Guðmundur sonur hans i hefur tekið við búinu. Inni í Djúpi fer ekki hjá því að maður sér örn, eina eða fleiri, ef maður hefur augun opin. „Held að húsin hafi þroskast eftir áf allid” Sigfús Halldórsson með málverka- sýningu í Eyjum Sigíús Halldórsson list- málari og tónskáld heldur um páskahelgina sýningu í Vestmanna- eyjum og sýnir hann að þessu sinni 81 mynd frá Eyjum. Sigfús málaði þessar myndir á s.l. ári, en þá dvaldist hann í Eyjum um sumarið. Við spjölluðum við Sigfús um þessa sýningu hans. „Hvers vegna valdir þú Eyjar sem viðfangsefni í þessa sýningu?" „Það er langt síðan ég hafði verið í Eyjum. Ég sýndi fyrst í Eyjum fyrir 20 árum og Eyjarn- ar hafa alltaf átt hug minn, mér hefur þótt vænt um þær frá því að ég var barn. Þá sá ég þær fyrst í hillingunum úr Landeyjunum þar sem ég var í sveit og þær brugðust mér ekki þegar ég komst út í þær.“ „Hvað heillar þig mest í Eyjum?" „Bara allt, hreinlega allt og fólkið gott.“ „Myndefnið?" „Það er frá höfninni og bænum sjálfum, ýmsum stöðum í eldri byggðinni og einnig frá nýja landinu." „Hvernig kanntu við það?“ „Það er fallegt, stórbrotið, en ég sakna margs sem hvarf undir þetta land. En þetta er eins og í svo mörgu, maður verður að sætta sig við það sem maður fær ekki breytt og það er þá betra að það sé stórbrotið á annað borð.“ „Eitthvað sérstakt við lita- spilið í Eyjum?" „Það er gifurlega mikið lita- spil. Hér sér maður oft sjaldséða liti vegna endurskinsins af hafi, það myndast stundum eins og kastljós. Ef maður næði þessu í málverkið myndu allir sem ekki þekkja til segja að þetta væri lygi. Myndefnin eru þannig að maður getur í rauninni setið á orgelstól og snúið sér í hringi. Þau eru allt um kring, hreinlega við húsdyrnar hjá manni. Ég held að Drottinn megi vera ánægður með sköpunarverk sitt þar sem Vestmannaeyjar eru.“ „Málað eitthvað annað að undanförnu?" „Nei, ég hef einbeitt mér að Eyjum síðan sumarið 1978. Hvað við tekur verður að koma eftir hendinni. Þetta hefur verið nóg að hugsa um í bili. Ég vona að Eyjafólk hafi gaman af að sjá þetta og þá er tilganginum náð. Það eru fjölmargar húsamyndir og götupartý, fleiri en eitt hús á mynd. Ég held bara að húsin hafi þroskast í veru sinni eftir það svakalega áfall sem þau urðu fyrir í eldgosinu þegar bærinn hvarf svo gott sem undir ösku. Þau standa alla vega með meiri lífsreynslu, sumum finnst ljótt að þau beri merki þessarar reynslu að einhverju leyti, það finnst mér ekki. Mér finnast þau manneskjulegri eftir. Ég vil gjarnan þakka Eyjamönnum fyrir það hve vel þeir hafa ávallt tekið mér.“ - á.j. fyrir á einum dálki? var hið elskulega svar. Og þannig varð María fyrst til að brjóta þessa reglu eins og margar aðrar, af því að hún komst ekki fyrir innan þess ramma, sem var sniðinn fyrir venjulegt fólk. Nokkru áður en við komum í Grunnavík höfðu útlendingar bar- ið upp hjá Maríu og hún lofað þeim að gista. Henni þótti ein stúlkan illa klædd að ferðast um Hornstrandir og fékk henni lopa- peysu, sem hún bað hana að skila sér við tækifæri. Inn í Djúp Þegar ég fór inn í Djúp með Fagranesinu bar margt fyrir augu. Hvalur, sennilega hrefna, velti sér í sjónum, tvær arnir flugu sterk- um tökum yfir okkur og veðrið var himneskt. Af einstökum atvikum minnist ég þess frá Eyri í Skutulsfirði, að hundur kom þar um borð og var á leiðinni heim til sín inn að Borg, þar sem Guðmundur Magnússon beið hans. Þegar hundurinn sá hann róa út á fjörðinn, til móts við skipið linnti hann ekki látum heldur stökk fyrir borð og synti til móts við húsbónda sinn, sem innbyrti hann. Þar urðu fagnaðar- fundir. Ekki man ég hvort ég spurði, hvort þetta hefði verið einstakt atvik, eða hundurinn gerði sér þetta til skemmtunar að hlaupa til móts við Djúpbátinn alla jafna. En hvort sem heldur hefur verið hefur mér ávallt þótt betra að hafa söguna á hinn síðari veginn. Ég veit ekki hvers vegna. Út Strandir í Djúpavík hittum við V ón Lýð Hallbertsson og konu hanö, sem LuXORLim ARPSTÆKI HLJOMDEILD (Slíi) karnabær v Laugaveqi 66. s. 28155, Glæsibæ. s. 81915. Auslurslræti 22. s. 28155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.