Morgunblaðið - 05.07.1979, Page 16

Morgunblaðið - 05.07.1979, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979 Sigurður Tómasson endurskoðandi: Um bílamál og skattamál Á síðustu misserum hafa öðru hvoru orðið nokkrar umræður um svonefnd bílamál ráðherra o.fl. og nú síðustu vikur hafa þessar umræður verið býsna fjörugar, einkanlega fyrir frumkvæði þing- nýliða með góðri aðstoð dagblað- anna. Einhverjir létu sem þeim hefði brugðið við þær fréttir, að forráðamenn þjóðarinnar hefðu skammtað sjálfum sér þau hlunnindi, að fá að kaupa einka- bifreið (ðar), án þess að greiða þau opinberu gjöld — 60% af bílverði — sem öðrum þegnum þjóðfélags- ins er gert að greiða. I gegnum tíðina hafa ýmsir látið að því I'ggja, að ekki væri allt með felldu vegna þess arna og jafnvel verið ýjað að því, að viðkomandi aðnjót- endur niðurfellingar opinberra gjalda hafi með þessu móti dregið sér úr ríkissjóði. Það var því fyllílega tímabært, að það yrði upplýst, að „Tollfríðindin hafa verið hluti af kjörum ráðherra, ákveðin með lögum ... “, eins og segir orðrétt í grein um þessi mál í Morgunblaðinu 23. júní s.l., ritaðri af Höskuldi Jónssyni, ráðuneytis- stjóra. Þessi setning í greininni verður ekki skilin á annan veg en þann, að niðurfelling opinberra gjalda hafi verið hluti af launa- kjörum ráðherra. Að vísu kemur fram í greininni, að þessar gjörðir — niðurfelling tollgjalda — hafi ekki stuðst við sérstakar heimildir í lögum fyrr en eftir árið 1970. En væntanlega hefur heimildarskort- ur fyrir 1970 ekki aftrað neinum frá því, að notfæra sér þessa rausn ríkissjóðs. Þar sem þessi tollríðindi hafa verið hluti af launakjörunum, þá verður ekki séð, að það skipti máli hvort ráðherra fái öll sín laun greidd fyrst í peningum og greiði síðan sín aðflutningsgjöld af bíl- um sem aðrir eða hann fái sín launakjör greidd að hluta í peningum og að hluta með niður- fellingu tollgjalda. Staða ríkis- sjóðs er jafn slæm, hvor leiðin sem valin er. Og ekki skiptir máli hvor leiðin valin er, að því er varðar skattskyldu, því lögin um tekju- og eignarskatt eru skýr og ákveðin um þessa hluti. í þeim lögum er það meginregla, að til tekna skuli telja hvers konar greiðslur eða hlunnindi, sem látin eru í té sem kaupgjald eða jafna má til kaup- greiðslu ef þetta verður metið til peningaverðs. í þeim umræðum, sem átt hafa sér stað um bíla- málin, þá hefur þessu atriði, þ.e. skattskyldu þessara hlunninda, verið lítill gaumur gefinn. Það er eftirtektarvert, að ekki skuli hafa komið betur fram, sem andsvar við öllum þessum umræðum og skrifum um þessi sérstöku fríð- indi, að: 1. Þau væru hluti af kjörum ráðherra 2. Þau væru skattskyld sem önnur laun. Úr fyrra atriðinu hefur verið bætt með grein Höskuldar Jóns- sonar, en síðara atriðið, jafn ljóst sem það ætti þó að vera, sýnist enn óljóst. í mínum huga væru það þó töluverðar málsbætur — ef yfirleitt þarf á þeim að halda — ef fram kæmi, að þessi sérstöku fríðindi væru eðlilega skattskyld og skattlögð sem önnur hlunnindi og í fullu samræmi við skattalög- in. Ef til vill hefur þetta þótt of augljóst, með tilliti til gildandi skattalaga, að vera að hafa orð á því. En á hverju ári eru gefnar út reglur um hvernig eigi að meta til skatts hin og þessi hlunnindi, t.d. fæði, fatnað og afnot af bifreiðum. Að sjálfsögðu þarf ekki að gefa út neina reglu um hvernig meta eigi til skatts hlunnindi eins og gerð eru að umtalsefni í grein þessari, því hin skattskyldu hlunnindi hljóta að vera samtala þeirra opinberu gjalda, sem felld eru niður af bílverði eða sem greidd eru sem óendurkræf hlunnindi fyrir starfsmann. En til að taka af allan vafa um skattskyldu eða skattfríðindi, þá vil ég setja fram eftirfarandi spurningar, ekki eingöngu um ráðherrabíla, heldur einnig vegna annarra, því fleiri eiga bíla í þessu landi en ráðherr- ar: 1. Þegar ríkissjóður fellir niður opinber gjöld af bifreið ráðherra, er þá niðurfellingin skattskyld hlunnindi hjá viðkomandi einstaklingi sem nýtur niðurfellingarinnar? 2. Ef opinber stofnun (t.d. Framkvæmdastofnunin) greiðir opinber gjöld af einka- bifreið fyrir starfsmann sinn og viðkomandi starfsmaður verður aldrei krafinn af hálfu stofn- unarinnar um endurgreiðslu á þessum gjöldum, er þá sam- svarandi upphæð skattskyld hlunnindi hjá viðkomandi starfsmanni? 3. Ef einkafyrirtæki, hlutafélag, sameignarfélag eða samvinnu- félag greiðir opinber gjöld af einkabifreið starfsmanna og viðkomandi starfsmaður verður aldrei krafinn um greiðslu þessara gjalda, er þá samsvar- andi upphæð skattskyld hlunn- indi viðkomandi starfsmanns? I öllum þeim tilvikum er spurn- ingarnar ná til, þá er enginn eðlismunur — aðeins munur á hver fær hlunnindin. Og reyndar má bæta hér við einni spurningu: Er ekki skylt að gefa slík hlunn- indi upp á launamiða, þannig að viðkomandi skattstofa viti af slík- um hlunnindagreiðslum? Og þar sem skattamál heyra undir fjár- málaráðuneytið, þá vænti ég þess, að Höskuldur Jónsson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, verði við þeirri beiðni að svara öllum þessum einföldu spurningum. Og ef svo ólíklega vildi til, með tilliti til ákvæða í skattalögum um þessi mál, að svarið væri neikvætt við einhverri af þessum spurningum eða öllum — þ.e. að hlunnindin væru ekki skattskyld —, þá væri fengur í að vita við hvaða laga- ákvæði væri stuðst. En sú staðreynd, að tollfríðind- in hafi verið hluti af kjörum ráðherra, gefur kannski tilefni til annars konar bollalegginga. Svo hefur virst — en kannski er það missýn — að sumir hafi verið duglegri en aðrir að nota þessi tollfríðindi. Ef gert er ráð fyrir, að allir ráðherrar njóti sömu launa- kjara, hvernig hefur þá þessi reikningur verið jafnaður? Hafa þeir sem óduglegri voru fengið slíkan mismun bættan úr ríkis- Sigurður Tómasson kassanum á einhvern hátt? Eða voru þeir duglegustu látnir endurgreiða það sem umfram var þeim óduglegasta? Eða og eða o.s.frv. Kannski er það verðugt rannsóknarverkefni þingnýliða að kanna þetta nánar. Með nýjum herrum koma nýir siðir. Títtnefnd og áðurnefnd tollfríðindi skyldu nú heya sög- unni til. Ný ríkisstjórn boðaði nýjar reglur um bílamálin. En sú fæðing hefur ekki gengið átaka- laust og alltaf eru til einhverjir sem ekki kunna gott að meta. Núverandi ríkisstjórn hefur sett sjálfri sér nýjar reglur um þessi bílamál og sem hafa „í för með sér stórfellda kjararýrnum fyrir þá sem í henni sitja“, svo notuð séu orð úr þeirri grein í Mbl., sem ég hefi áður vitnað til. Þó sitt geti sýnst hverjum um þessar nýju reglur, þá er það ekki andskota- laust, að landsfeðrunum skuli ekki takast að setja saman þær reglur um þessi bílamál sín, að enginn verði lengur tilbúinn að votta, „að Jón Á. Gissurarson: Strætisvagnar Reykjavík- ur hafa dottað á verðinum Litið um öxl Árið 1931 hófu Laugarnes- bræður ásamt öðrum, farþega- flutning með Strætisvögnum Reykjavíkur. { upphafi fengu þeir 15 þús. króna stofnframlag frá Reykjavíkurbæ og fyrirheit um 12 þús. króna árlegt framlag, sem þó var ekki þegið. Þeir ráku félagið til ársins 1944. Þá var brýn nauð- syn á fjárfrekum endurbótum, en þar sem einkaleyfi fékkst ekki til lengri tíma en eins árs var sjálf- gert að selja Reykjavíkurbæ eign- ir félagsins. Reykjavíkurborg hefur æ síðan annast þennan rekstur. Árið 1970 var skipulagi ferða breytt, leiðum fjölgað, enda ný hverfi risin af grunni. Sumar breytingar eru eflaust til hag- ræðis farþegum, aðrar til ama, svo sem að flytja strætisbíl af Freyju- götu — Skólavörðustíg á Berg- staðastíg — Fjólugötu, en á Fjólu- götu var annar fyrir svo að engin þörf var á nýjum bíl þar. Nú er svo komið að enginn bíll er milli Laugavegs og Fjólugötu í íbúðar- hverfi með rosknu fólki sem gjarnan fer með strætisbílum. Skiptimiðar voru teknir í notkun 1970, farþegum til mikils hag- ræðis en félaginu trúlega til nokkurs tekjumissins, enda um 20% miðað við selda miða. Bil milli brottfarar vagna var hækkað úr 10 mínútum í 15 mínútur. Mun hafa verið gripið til þess óyndis- úrræðis til þeSs að draga úr síhækkandi rekstrahalla. Er nú svo komið að láta mun nærri að helmingur fargjalda sé greiddur úr borgarsjóði. Strætisvagnar valda litlu umferðatjóni í Reykjavík Árið 1977 urðu 2687 árekstrar í Reykjavík sem komu til kasta lögreglu. Af þeim komu Strætis- vagnar Reykjavíkur í 69 skipti við sögu. Sambærilegar tölur 1978 voru: 2800 árekstrar, strætisbílar annar aðili í 65 skipti. Lætur nærri að í 2 lk skipti af hundraði hverju hafi strætisbíll átt hlut að máli án tillits til hvor var í sök. Um mörg ár verður manntjón í umferð ekki rakin til gáleysis strætisbílstjóra. Er þetta afrek mikið, þegar þess er gætt að strætisbílar aka gífurlegar vega- lengdir í glæfralegri umferð Reykjavíkur frá því árla morguns allt til miðnættis hvernig sem viðrar, virka daga og helgar, enda eru strætisbílstjórar þrautþjálf- aðir ökumenn, háttvísir með afbrigðum og hjálpsamir. Strætis- bílar eru miklu hættuminni í umferðinni en önnur farartæki. Bflaf jöldi er allt of mikill á götum Reykjavíkur Bílar eru allt of margir á götum Reykjavíkur, sérstaklega í gamla bænum, og fer stöðugt fjölgandi. Árið 1973 voru skráðir 21200 bílar í Reykjavík, 1978 voru þeir 27800. Flestir Bílaeigendur aka dag hvern í og úr vinnu einir í þessum bílum, flestir samtímis. Þessum bílum þarf svo að ætla bílastæði í námunda við vinnustaði og annað heima. Þessi ofnotkun eikabíla gengur svo úr hófi að láglaun- uðum iðnskólanemum nægir eng- an veginn hið stóra bílastæði við skóla sinn. í snjóum leggja þeir margir vanbúnir út í umferðina, valda umferðatruflunum og ruðningsmenn komast ekki að með tæki sín. Fjöldi ökumanna virðist hreint ekki kunna einföldustu umferðareglur, að minnsta kosti skeyta þeir þeim engu. Ég ætlaði eitt sinn að ná í strætisvagn móts við Landspítala í austur átt. Þetta var í vinnulok á virkum degi. Ég missti af bílnum og varð að bíða hálftíma eftir þeim næsta. Til afþreyingar taldi ég þá einkabíla sem óku sömu leið og ég ætlaði. Þeir voru 117 þennan hálftíma, í 113 sat einn maður. Þetta stórthundrað manna hefði hvergi nærri fyllt tvo strætisbíla. Hvað er til úrbóta? Fólk verður að komast á miklu skemmri tíma um borgina en nú. Ymsum leiðum þarf að breyta og láta vagna aka örar. Sumt mætti gera án aukins kostnaðar með bættu skipulagi líkt og 1970, annað krefðist aukins fjármagns í bili. Að sjálfsögðu er það ekki á Jón Á. Gissurarson EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 færi leikmanns og segja til um allar breytingar, aðrardmega hverju barna vera ljósar. Skal hér bent á þær augljósustu: Beina ætti stórum strætisbílum af Laugavegi — Hverfisgötu niður á Skúlagötu án stans milli Hlemms og Lækjar- torgs. Litlir strætisvagnar ækju hring Laugaveg — Hverfisgötu svo ört að bið yrði aðeins örfáar mínútur. Bílastæði yrðu þá óþörf við Laugaveg, jafnvel akstur einkabíla. Strætisbílar á fjölförn- um götum kæmu ekki hver í kjölfar annarra, heldur með hæfilegu millibili. Að loknum þessum breytingum ætti að hefja áróður fyrir strætis- vagnaferðum. Margur tauga- spenntur maður væri öruggari í þeim en undir stýri. Endurskoðar-' inn hefði losnað við taugaáfall sitt um daginn hefði hann ekið í strætisbíl til vinnu í stað þess að vera nærri búinn að aka yfir mig uppi á gangstétt. Hann gleymdi sér vegna uppgjörsins sem hann ætlaði að fara að leggja fyrir aðalfund þann sama dag. Hann hefði getað hugleitt þetta uppgjör í ró og næði inni í þægilegum strætisvagni. Ráðherrar og borgarstjóri (hvort sem hann heitir Sigurjón eða Skúli) ættu að fara að láta sjá sig í strætisbílum. Næg fordæmi eru þess frá öðrum löndum, og þeim ekki af verri endanum. Einn forsætisráðherra svía endaði líf- daga sína í strætisbíl. Borgar- stjóri New-Yorkborgar lét mynda sig í strætisbíl. Annar valdamesti maður Kína, sem hér var á dögun- um, var fyrrum sendiherra í Stokkhólmi. Hann fór allra sinna ferða á reiðhjóli. Einn af ráðherr- um bretadrottningar kom á reiðhjóli á fyrsta ráðuneytisfund, enda vanur hjólreiðum til þings. Ráðherrar væru því ekki leiðum að líkjast og losnuðu við á þing- fundi að standa Ólafi Ragnari Grímssyni reikningsskap á viðgerðum bíla sinna. Einkabíll á ekki að þurfa að vera nauðsynlegt farartæki í Reykjavík heldur yndisauki þeim sem ráð hafa á,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.